Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 09:35 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/vilhelm Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var út nú á tíunda tímanum. Í tilkynningu segir að samningurinn sé „í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að auka vinnuframlag og sveigjanleika verulega.“ Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að félagið sé mjög ánægt með að langtímasamningar við flugmenn séu í höfn. „Þetta er stórt skref til að tryggja samkeppnishæfni félagsins og veigamikill þáttur í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Gerðar voru verulegar breytingar á samningnum sem tryggja aukið vinnuframlag flugmanna og gefa félaginu aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair. Með þessu eru flugmenn að leggjast á árarnar með félaginu til framtíðar.“ Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir í tilkynningu að um sé að ræða „tímamótasamning“ sem félagið hafi gert við Icelandair í nótt. „Flugmenn eru stoltir af því að hafa náð markmiðunum sem lagt var upp með sem eykur enn á samkeppnishæfni Icelandair. Samningurinn tryggir að félagið er vel í stakk búið að til að sækja fram á hvaða markaði sem er til langrar framtíðar og nýta þau tækifæri sem sannarlega munu skapast.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Baldur Reyna að lækka launakostnað Ekkert kemur fram um efni samningsins í tilkynningu Icelandair. Félagið hefur setið að samningborðinu með flugstéttum fyrirtækisins síðustu daga og vikur en Bogi Nils hefur lagt áherslu á að samið verði við starfsmenn til að draga úr launakostnaði, nú þegar félagið rær lífróður á tímum kórónuveirunnar. Fram kom um helgina að FÍA hefði gert samninganefnd Icelandair tilboð sem fæli í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndirnar hafa þó fundað nokkuð stíft síðan það tilboð var lagt fram. Flugvirkjafélag Íslands samdi um kjaraskerðingu við Icelandair 10. maí en ekki hefur fengist uppgefið hversu mikil hún er. Þá eru viðræður Icelandair við Flugfreyjufélag Íslands á ís eins og er en samkvæmt heimildum fréttastofu ber þar tugum prósenta í milli hjá samningsaðilum. Bogi Nils sagðist þó á mánudag vongóður um að fulltrúar FFÍ og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Flugmenn og Icelandair funda Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru fundi þar sem samningaviðræður fara fram um hugsanlega kjarasamninga. Samninganefndirnar hittust klukkan hálf tvö í húsakynnum Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 14. maí 2020 13:45 „Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. 14. maí 2020 10:41 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var út nú á tíunda tímanum. Í tilkynningu segir að samningurinn sé „í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að auka vinnuframlag og sveigjanleika verulega.“ Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að félagið sé mjög ánægt með að langtímasamningar við flugmenn séu í höfn. „Þetta er stórt skref til að tryggja samkeppnishæfni félagsins og veigamikill þáttur í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Gerðar voru verulegar breytingar á samningnum sem tryggja aukið vinnuframlag flugmanna og gefa félaginu aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair. Með þessu eru flugmenn að leggjast á árarnar með félaginu til framtíðar.“ Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir í tilkynningu að um sé að ræða „tímamótasamning“ sem félagið hafi gert við Icelandair í nótt. „Flugmenn eru stoltir af því að hafa náð markmiðunum sem lagt var upp með sem eykur enn á samkeppnishæfni Icelandair. Samningurinn tryggir að félagið er vel í stakk búið að til að sækja fram á hvaða markaði sem er til langrar framtíðar og nýta þau tækifæri sem sannarlega munu skapast.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Baldur Reyna að lækka launakostnað Ekkert kemur fram um efni samningsins í tilkynningu Icelandair. Félagið hefur setið að samningborðinu með flugstéttum fyrirtækisins síðustu daga og vikur en Bogi Nils hefur lagt áherslu á að samið verði við starfsmenn til að draga úr launakostnaði, nú þegar félagið rær lífróður á tímum kórónuveirunnar. Fram kom um helgina að FÍA hefði gert samninganefnd Icelandair tilboð sem fæli í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndirnar hafa þó fundað nokkuð stíft síðan það tilboð var lagt fram. Flugvirkjafélag Íslands samdi um kjaraskerðingu við Icelandair 10. maí en ekki hefur fengist uppgefið hversu mikil hún er. Þá eru viðræður Icelandair við Flugfreyjufélag Íslands á ís eins og er en samkvæmt heimildum fréttastofu ber þar tugum prósenta í milli hjá samningsaðilum. Bogi Nils sagðist þó á mánudag vongóður um að fulltrúar FFÍ og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Flugmenn og Icelandair funda Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru fundi þar sem samningaviðræður fara fram um hugsanlega kjarasamninga. Samninganefndirnar hittust klukkan hálf tvö í húsakynnum Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 14. maí 2020 13:45 „Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. 14. maí 2020 10:41 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53
Flugmenn og Icelandair funda Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru fundi þar sem samningaviðræður fara fram um hugsanlega kjarasamninga. Samninganefndirnar hittust klukkan hálf tvö í húsakynnum Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 14. maí 2020 13:45
„Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. 14. maí 2020 10:41