Willum Þór er viss: Gummi Ben hefði spilað með stærstu liðum í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 09:00 Willum Þór Þórsson og Guðmundur Benediktsson með Íslandsbikarinn sem þeir unnu saman með Val sumarið 2007. Skjámynd/S2 Sport Willum Þór Þórsson vann marga sína stærstu sigra sem knattspyrnuþjálfari með Guðmund Benediktsson sér við hlið. Það það þarf því ekki að koma á óvart að hann hafi miklar mætur á Gumma Ben. Willum Þór Þórsson valdi að sjálfsögðu Guðmund Benediktsson í úrvalsliðið sitt þegar hann mætti til Ríkharðs Guðnasonar í þáttinn Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. Willum Þór og Guðmundur Benediktsson urðu Íslandsmeistarar saman hjá bæði KR og Val sem og að vinna bikarinn saman með Val þegar Hlíðarendaliðið var nýliði í deildinni. Guðmundur Benediktsson skoraði 57 mörk og gaf 87 stoðsendingar í 237 leikjum í efstu deild á Íslandi en eins og fleiri þá velti Willum Þór því fyrir sér hversu langt Guðmundur hefði náði ef hann meiðslin hefðu ekki elt hann. Guðmundur var þannig kominn út í atvinnumennsku hjá Germinal Ekeren í Belgíu þegar hann fór ítrekað að slíta krossbandið í hnénu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þennan meistara. Maður hefur séð hann gera hluti á æfingum sem maður sér ekki öllu jafna,“ sagði Willum Þór Þórsson „Ég veit að það eru fleiri sem hafa sagt það en ég að ef að þessi meiðsli hefðu ekki komið upp þá hefði hann spilað með þeim stærstu,“ sagði Willum Þór. Erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. „Við sem fengum að hafa hann hérna heima erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. Ég er sannfærður um það að hann hefði annars spilað með stærstu liðum í heimi,“ sagði Willum Þór. Það er frægt þegar Guðmundur Benediktsson fékk endurnýjum lífdaga hjá Val á Hlíðarenda eftir að KR-ingar höfðu afskrifað hann. Willum hætti sem þjálfari KR og KR-ingar leyfðu Guðmundi síðan að fara. Willum fékk hann yfir í Val. „Það nýttist mér ágætlega að hafa ekki staðið mig betur með KR árið 2004. Það voru einhverjir leikmenn sem KR taldi ekki ástæðu til að halda í. Fyrsta verkefnið var að ná í Gumma Ben,“ sagði Willum Þór en hann ræddi hann í þættinum. Klippa: Willum Þór um Gumma Ben „Það þarf nú ekki mikla vísindamenn til að átta sig á því hvað hann er fær í knattspyrnunni. Hann er líka einkar laginn í hóp, hnyttinn og er líka leiðtogi en fer vel með það. Hann gerir það ekki með neinum æsingi,“ sagði Willum Þór. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma „Ég hafði gert hann að aðstoðarþjálfara þegar ég var hjá KR og hann var í þessum mestu meiðslum. Hann kann þessa línu, gagnvart þjálfara og gagnvart leikmannahóp. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma,“ sagði Willum Þór. Guðmundur Benediktsson spilaði í fjögur tímabil með Val og var með 10 mörk og 35 stoðsendingar í 70 leikjum með Hlíðarendaliðinu. Besta tímabilið var sumarið 2007 þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn og Guðmundur var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Willum Þór Þórsson vann marga sína stærstu sigra sem knattspyrnuþjálfari með Guðmund Benediktsson sér við hlið. Það það þarf því ekki að koma á óvart að hann hafi miklar mætur á Gumma Ben. Willum Þór Þórsson valdi að sjálfsögðu Guðmund Benediktsson í úrvalsliðið sitt þegar hann mætti til Ríkharðs Guðnasonar í þáttinn Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. Willum Þór og Guðmundur Benediktsson urðu Íslandsmeistarar saman hjá bæði KR og Val sem og að vinna bikarinn saman með Val þegar Hlíðarendaliðið var nýliði í deildinni. Guðmundur Benediktsson skoraði 57 mörk og gaf 87 stoðsendingar í 237 leikjum í efstu deild á Íslandi en eins og fleiri þá velti Willum Þór því fyrir sér hversu langt Guðmundur hefði náði ef hann meiðslin hefðu ekki elt hann. Guðmundur var þannig kominn út í atvinnumennsku hjá Germinal Ekeren í Belgíu þegar hann fór ítrekað að slíta krossbandið í hnénu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þennan meistara. Maður hefur séð hann gera hluti á æfingum sem maður sér ekki öllu jafna,“ sagði Willum Þór Þórsson „Ég veit að það eru fleiri sem hafa sagt það en ég að ef að þessi meiðsli hefðu ekki komið upp þá hefði hann spilað með þeim stærstu,“ sagði Willum Þór. Erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. „Við sem fengum að hafa hann hérna heima erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. Ég er sannfærður um það að hann hefði annars spilað með stærstu liðum í heimi,“ sagði Willum Þór. Það er frægt þegar Guðmundur Benediktsson fékk endurnýjum lífdaga hjá Val á Hlíðarenda eftir að KR-ingar höfðu afskrifað hann. Willum hætti sem þjálfari KR og KR-ingar leyfðu Guðmundi síðan að fara. Willum fékk hann yfir í Val. „Það nýttist mér ágætlega að hafa ekki staðið mig betur með KR árið 2004. Það voru einhverjir leikmenn sem KR taldi ekki ástæðu til að halda í. Fyrsta verkefnið var að ná í Gumma Ben,“ sagði Willum Þór en hann ræddi hann í þættinum. Klippa: Willum Þór um Gumma Ben „Það þarf nú ekki mikla vísindamenn til að átta sig á því hvað hann er fær í knattspyrnunni. Hann er líka einkar laginn í hóp, hnyttinn og er líka leiðtogi en fer vel með það. Hann gerir það ekki með neinum æsingi,“ sagði Willum Þór. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma „Ég hafði gert hann að aðstoðarþjálfara þegar ég var hjá KR og hann var í þessum mestu meiðslum. Hann kann þessa línu, gagnvart þjálfara og gagnvart leikmannahóp. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma,“ sagði Willum Þór. Guðmundur Benediktsson spilaði í fjögur tímabil með Val og var með 10 mörk og 35 stoðsendingar í 70 leikjum með Hlíðarendaliðinu. Besta tímabilið var sumarið 2007 þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn og Guðmundur var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki