Ég verð að muna… Stella Samúelsdóttir skrifar 15. maí 2020 07:31 …að undirbúa kvöldmat, kaupa í matinn, elda, setja í þvottavél, hengja upp, brjóta saman þvottinn, panta sumarfrístundina, sækja í fiðlutíma, græja sparinestið, hringja í ömmu, hreinsa kattakassann, melda barnið í afmælið á Facebook viðburðinum, fara með pollagallann og auka vettlinga í leikskólann. Og ég verð að muna að það er ósanngjarnt að ein manneskja sitji uppi með öll þessi verkefni. Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Covid-19 heimsfaraldurinn er ekki aðeins ógn við heilsu heimsbyggðarinnar, heldur hefur hann hrint af stað allsherjar atvinnu- og efnahagskreppu í heiminum. Ef tekið er mið af þeirri staðreynd að 740 milljónir kvenna um allan heim starfa utan formlegra hagkerfa er augljóst hvaða hópi stafar mest ógn af þessari stærstu efnahagskreppu okkar tíma. „Konur þéna minna, geta síður lagt fyrir vegna lægri tekna, búa við minna starfsöryggi og eru mun líklegri til að starfa utan formlegra hagkerfa án allra réttinda,“ sagði Phumzile Mlambo Ngcuka, framvæmdastýra UN Women á fundi í vikunni með sérfræðingum G7 ríkjanna. Um leið þrýsti hún á þau að taka bága stöðu kvenna á vinnumarkaði til greina og tryggja að aðgerðir í kjölfar Covid-19 taki mið af langvarandi kynjamismunun og skilji engan eftir. Á heimsvísu eru konur 56% þeirra sem starfa í þjónustustörfum, en innan G7 ríkjanna (Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Kanada) eru hlutfallið 88%. Næstum 60% allra kvenna í heiminum sinna „óformlegum“ störfum án viðeigandi samninga, réttinda og starfsöryggis og eiga í mun meiri hættu á að festast í fátæktargildru. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sinna þjónustustörfum í fjarvinnu. Árið 2020 átti að verða stórt og umbyltandi jafnréttisár í heiminum. Þetta er árið sem við ætluðum að fagna 25 ára afmæli Peking sáttmálans en um leið endurskuldbinda okkur til að ná markmiðum hans, því þeim hefur ekki enn verið náð. Víða um heim eru enn lög við lýði sem mismuna á grundvelli kyns og enn búa konur og stúlkur við kerfislægar hindranir og mismunun. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós, í eitt skipti fyrir öll, að formlegum hagkerfum heimsins er haldið uppi af ósýnilegri og ólaunaðri vinnu kvenna og stúlkna. Staðreyndin er nefnilega sú að konur eyða að meðaltali tíu árum af ævi sinni í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf á meðan karlmenn eyða fjórum árum í sömu störf. Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins sem geisar nú um allan heim, þurfum við setja alla orku í að varðveita þau réttindi kvenna sem þegar hafa áunnist, því hættan á afturför í jafnréttismálum er gríðarleg. Um leið getum við litið á þessa títtnefndu „fordæmalausu“ tíma sem tækifæri til að skapa fordæmi innan heimilisins og deila ábyrgðinni jafnt. Heimilið á fyrst og fremst að vera griðastaður okkar allra óháð kyni en ekki slítandi starfsvettvangur kvenna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Stella Samúelsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
…að undirbúa kvöldmat, kaupa í matinn, elda, setja í þvottavél, hengja upp, brjóta saman þvottinn, panta sumarfrístundina, sækja í fiðlutíma, græja sparinestið, hringja í ömmu, hreinsa kattakassann, melda barnið í afmælið á Facebook viðburðinum, fara með pollagallann og auka vettlinga í leikskólann. Og ég verð að muna að það er ósanngjarnt að ein manneskja sitji uppi með öll þessi verkefni. Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Covid-19 heimsfaraldurinn er ekki aðeins ógn við heilsu heimsbyggðarinnar, heldur hefur hann hrint af stað allsherjar atvinnu- og efnahagskreppu í heiminum. Ef tekið er mið af þeirri staðreynd að 740 milljónir kvenna um allan heim starfa utan formlegra hagkerfa er augljóst hvaða hópi stafar mest ógn af þessari stærstu efnahagskreppu okkar tíma. „Konur þéna minna, geta síður lagt fyrir vegna lægri tekna, búa við minna starfsöryggi og eru mun líklegri til að starfa utan formlegra hagkerfa án allra réttinda,“ sagði Phumzile Mlambo Ngcuka, framvæmdastýra UN Women á fundi í vikunni með sérfræðingum G7 ríkjanna. Um leið þrýsti hún á þau að taka bága stöðu kvenna á vinnumarkaði til greina og tryggja að aðgerðir í kjölfar Covid-19 taki mið af langvarandi kynjamismunun og skilji engan eftir. Á heimsvísu eru konur 56% þeirra sem starfa í þjónustustörfum, en innan G7 ríkjanna (Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Kanada) eru hlutfallið 88%. Næstum 60% allra kvenna í heiminum sinna „óformlegum“ störfum án viðeigandi samninga, réttinda og starfsöryggis og eiga í mun meiri hættu á að festast í fátæktargildru. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sinna þjónustustörfum í fjarvinnu. Árið 2020 átti að verða stórt og umbyltandi jafnréttisár í heiminum. Þetta er árið sem við ætluðum að fagna 25 ára afmæli Peking sáttmálans en um leið endurskuldbinda okkur til að ná markmiðum hans, því þeim hefur ekki enn verið náð. Víða um heim eru enn lög við lýði sem mismuna á grundvelli kyns og enn búa konur og stúlkur við kerfislægar hindranir og mismunun. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós, í eitt skipti fyrir öll, að formlegum hagkerfum heimsins er haldið uppi af ósýnilegri og ólaunaðri vinnu kvenna og stúlkna. Staðreyndin er nefnilega sú að konur eyða að meðaltali tíu árum af ævi sinni í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf á meðan karlmenn eyða fjórum árum í sömu störf. Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins sem geisar nú um allan heim, þurfum við setja alla orku í að varðveita þau réttindi kvenna sem þegar hafa áunnist, því hættan á afturför í jafnréttismálum er gríðarleg. Um leið getum við litið á þessa títtnefndu „fordæmalausu“ tíma sem tækifæri til að skapa fordæmi innan heimilisins og deila ábyrgðinni jafnt. Heimilið á fyrst og fremst að vera griðastaður okkar allra óháð kyni en ekki slítandi starfsvettvangur kvenna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar