Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 10:57 Trump (t.v.) og Fauci. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Í tístinu sem Trump deildi var Fauci gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla um viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldri kórónuveirunnar sem nú geisar víðs vegar um heiminn. Hann sagði að ef fyrr hefði verið gripið til aðgerða hefði mátt bjarga lífi margra Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um er að ræða tíst frá Repúblikananum DeAnna Lorraine. Hún bauð sig fram í síðustu kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en hafði ekki erindi sem erfiði. Í tísti sínu segir hún skjóta skökku við að Fauci segi nú að Trump hefði átt að hlusta á sérfræðinga, þar sem Fauci hafi sjálfur í lok febrúar sagt að Bandaríkjamenn hefðu ekkert að óttast. Sorry Fake News, it s all on tape. I banned China long before people spoke up. Thank you @OANN https://t.co/d40JQkUZg5— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2020 Þá sagði hún kominn tíma til að reka Fauci, sem gegnt hefur embætti forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna síðan 1984 og þannig farið fyrir viðbragðsaðgerðum við HIV-faraldrinum, Ebólu í Bandaríkjunum og nú Covid-19. Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki í faraldrinum vestan hafs og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir hér heima. Með færslunni skrifaði Trump sjálfur að „falsfréttamiðlar,“ sem honum er tíðrætt um, gætu ekki gert sér trúverðugan mat úr ummælum Fauci. Það væri vel skrásett að forsetinn hefði bannað ferðir fólks frá Kína til Bandaríkjanna áður en háværar kröfur um aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar fóru að heyrast. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Í tístinu sem Trump deildi var Fauci gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla um viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldri kórónuveirunnar sem nú geisar víðs vegar um heiminn. Hann sagði að ef fyrr hefði verið gripið til aðgerða hefði mátt bjarga lífi margra Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um er að ræða tíst frá Repúblikananum DeAnna Lorraine. Hún bauð sig fram í síðustu kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en hafði ekki erindi sem erfiði. Í tísti sínu segir hún skjóta skökku við að Fauci segi nú að Trump hefði átt að hlusta á sérfræðinga, þar sem Fauci hafi sjálfur í lok febrúar sagt að Bandaríkjamenn hefðu ekkert að óttast. Sorry Fake News, it s all on tape. I banned China long before people spoke up. Thank you @OANN https://t.co/d40JQkUZg5— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2020 Þá sagði hún kominn tíma til að reka Fauci, sem gegnt hefur embætti forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna síðan 1984 og þannig farið fyrir viðbragðsaðgerðum við HIV-faraldrinum, Ebólu í Bandaríkjunum og nú Covid-19. Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki í faraldrinum vestan hafs og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir hér heima. Með færslunni skrifaði Trump sjálfur að „falsfréttamiðlar,“ sem honum er tíðrætt um, gætu ekki gert sér trúverðugan mat úr ummælum Fauci. Það væri vel skrásett að forsetinn hefði bannað ferðir fólks frá Kína til Bandaríkjanna áður en háværar kröfur um aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar fóru að heyrast.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira