Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 10:57 Trump (t.v.) og Fauci. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Í tístinu sem Trump deildi var Fauci gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla um viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldri kórónuveirunnar sem nú geisar víðs vegar um heiminn. Hann sagði að ef fyrr hefði verið gripið til aðgerða hefði mátt bjarga lífi margra Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um er að ræða tíst frá Repúblikananum DeAnna Lorraine. Hún bauð sig fram í síðustu kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en hafði ekki erindi sem erfiði. Í tísti sínu segir hún skjóta skökku við að Fauci segi nú að Trump hefði átt að hlusta á sérfræðinga, þar sem Fauci hafi sjálfur í lok febrúar sagt að Bandaríkjamenn hefðu ekkert að óttast. Sorry Fake News, it s all on tape. I banned China long before people spoke up. Thank you @OANN https://t.co/d40JQkUZg5— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2020 Þá sagði hún kominn tíma til að reka Fauci, sem gegnt hefur embætti forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna síðan 1984 og þannig farið fyrir viðbragðsaðgerðum við HIV-faraldrinum, Ebólu í Bandaríkjunum og nú Covid-19. Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki í faraldrinum vestan hafs og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir hér heima. Með færslunni skrifaði Trump sjálfur að „falsfréttamiðlar,“ sem honum er tíðrætt um, gætu ekki gert sér trúverðugan mat úr ummælum Fauci. Það væri vel skrásett að forsetinn hefði bannað ferðir fólks frá Kína til Bandaríkjanna áður en háværar kröfur um aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar fóru að heyrast. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Í tístinu sem Trump deildi var Fauci gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla um viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldri kórónuveirunnar sem nú geisar víðs vegar um heiminn. Hann sagði að ef fyrr hefði verið gripið til aðgerða hefði mátt bjarga lífi margra Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um er að ræða tíst frá Repúblikananum DeAnna Lorraine. Hún bauð sig fram í síðustu kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en hafði ekki erindi sem erfiði. Í tísti sínu segir hún skjóta skökku við að Fauci segi nú að Trump hefði átt að hlusta á sérfræðinga, þar sem Fauci hafi sjálfur í lok febrúar sagt að Bandaríkjamenn hefðu ekkert að óttast. Sorry Fake News, it s all on tape. I banned China long before people spoke up. Thank you @OANN https://t.co/d40JQkUZg5— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2020 Þá sagði hún kominn tíma til að reka Fauci, sem gegnt hefur embætti forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna síðan 1984 og þannig farið fyrir viðbragðsaðgerðum við HIV-faraldrinum, Ebólu í Bandaríkjunum og nú Covid-19. Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki í faraldrinum vestan hafs og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir hér heima. Með færslunni skrifaði Trump sjálfur að „falsfréttamiðlar,“ sem honum er tíðrætt um, gætu ekki gert sér trúverðugan mat úr ummælum Fauci. Það væri vel skrásett að forsetinn hefði bannað ferðir fólks frá Kína til Bandaríkjanna áður en háværar kröfur um aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar fóru að heyrast.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira