Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. apríl 2020 16:18 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar Vísir/Vilhelm Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, var ákveðið að hafa sérstaka neyðarsvörun fyrir þolendur heimilisofbeldis opna allan sólarhringinn um páskana. Bæði er hægt að hringja og senda tölvupóst. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segir að nokkrir hafi þurft að hafa samband. „Sem er gott, en það var tilgangurinn með þessu. Bæði í síma og í tölvupósti og það var gott að við gátum verið til staðar miðað við þær aðstæður sem eru búnar að vera uppi.“ Fólk hefur meira hringt en síðan hefur það líka sent tölvupóst. „En ég vil kannski ekki fara út í alveg hvað þetta er mikið af málum en Bjarkarhlíð er lágþröskuldarúrræði þannig það er gott að geta leitað þangað þegar þú ert á óvissutíma og veist ekki hvað þú treystir þér til. Við mætum fólki þar sem það er statt og tengjum það í þau kerfi sem eru í boði í samstarfsaðila okkar eins og lögreglu, Kvennaathvarfið, Stígamót og lögfræðinga.“ Málin sem hafi komið upp séu öll metin alvarleg. „Ef að fólk er í þeim aðstæðum að það upplifir ofbeldi þá er það alvarlegt.“ Ragna segist viss um að umræðan um heimilisofbeldi sem skapast hefur í samfélaginu undanfarið hafi hjálpað til. „Við finnum það alltaf að þegar það er vitundavakning og þegar fólk fær aðstoð við það og leyfi til að tala um þær erfiðu aðstæður sem það er í, að það eru alltaf einhverjir sem nýta sér það.“ Þar sem talið er að heimilisofbeldi sé tíðara á tímum sem þessum tímum er líklegt að þolendur séu fleiri. Í síðustu viku fjallaði fréttastofa um mál nokkurra kvenna sem orðið höfðu fyrir ofbeldi en töldu sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna Covid-faraldursins. Þeim þætti ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Kvennaathvarfið gaf það út að öll áhersla væri lögð á að finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leituðu vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir vel hafa gengið í athvarfinu yfir páskana. „Við höfum fengið lánað og leigt húsnæði til að bregðast við okkar hópi. Við lítum þó þannig á að fyrsta skrefið þegar fólk kemur í Kvennaathvarfið að það sé að koma í Kvennaathvarfið, því það er þar sem við getum tryggt öryggið, því þar eru tengslin við lögreglu og annað slíkt.“ Lögð hafi verið áhersla á að athvarfið geti tekið á móti nýju fólki. Þá hafi hópnum verið skipt upp í fleiri húsnæði en venjulega til að minnka smithættu. „Á venjulegum tímum getum við leyft okkur að láta verða mjög þröngt í athvarfinu, konur deila jafnvel herbergjum. En nú höfum við lagt áherslu á að það sé ekki mannmargt þannig það sé örugglega pláss til að taka á móti nýjum fjölskyldum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. 11. apríl 2020 18:30 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, var ákveðið að hafa sérstaka neyðarsvörun fyrir þolendur heimilisofbeldis opna allan sólarhringinn um páskana. Bæði er hægt að hringja og senda tölvupóst. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segir að nokkrir hafi þurft að hafa samband. „Sem er gott, en það var tilgangurinn með þessu. Bæði í síma og í tölvupósti og það var gott að við gátum verið til staðar miðað við þær aðstæður sem eru búnar að vera uppi.“ Fólk hefur meira hringt en síðan hefur það líka sent tölvupóst. „En ég vil kannski ekki fara út í alveg hvað þetta er mikið af málum en Bjarkarhlíð er lágþröskuldarúrræði þannig það er gott að geta leitað þangað þegar þú ert á óvissutíma og veist ekki hvað þú treystir þér til. Við mætum fólki þar sem það er statt og tengjum það í þau kerfi sem eru í boði í samstarfsaðila okkar eins og lögreglu, Kvennaathvarfið, Stígamót og lögfræðinga.“ Málin sem hafi komið upp séu öll metin alvarleg. „Ef að fólk er í þeim aðstæðum að það upplifir ofbeldi þá er það alvarlegt.“ Ragna segist viss um að umræðan um heimilisofbeldi sem skapast hefur í samfélaginu undanfarið hafi hjálpað til. „Við finnum það alltaf að þegar það er vitundavakning og þegar fólk fær aðstoð við það og leyfi til að tala um þær erfiðu aðstæður sem það er í, að það eru alltaf einhverjir sem nýta sér það.“ Þar sem talið er að heimilisofbeldi sé tíðara á tímum sem þessum tímum er líklegt að þolendur séu fleiri. Í síðustu viku fjallaði fréttastofa um mál nokkurra kvenna sem orðið höfðu fyrir ofbeldi en töldu sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna Covid-faraldursins. Þeim þætti ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Kvennaathvarfið gaf það út að öll áhersla væri lögð á að finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leituðu vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir vel hafa gengið í athvarfinu yfir páskana. „Við höfum fengið lánað og leigt húsnæði til að bregðast við okkar hópi. Við lítum þó þannig á að fyrsta skrefið þegar fólk kemur í Kvennaathvarfið að það sé að koma í Kvennaathvarfið, því það er þar sem við getum tryggt öryggið, því þar eru tengslin við lögreglu og annað slíkt.“ Lögð hafi verið áhersla á að athvarfið geti tekið á móti nýju fólki. Þá hafi hópnum verið skipt upp í fleiri húsnæði en venjulega til að minnka smithættu. „Á venjulegum tímum getum við leyft okkur að láta verða mjög þröngt í athvarfinu, konur deila jafnvel herbergjum. En nú höfum við lagt áherslu á að það sé ekki mannmargt þannig það sé örugglega pláss til að taka á móti nýjum fjölskyldum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. 11. apríl 2020 18:30 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. 11. apríl 2020 18:30
Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00
Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30