Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 11:48 Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa nú meira en 100 þúsund manns fallið í valinn vegna veirunnar. Þá hefur smituðum í Bandaríkjunum fjölgað verulega en meira en 500 þúsund manns hafa smitast af veirunni þar í landi, sem eru meira en þrisvar sinnum fleiri en á Spáni þar sem næstflest smit hafa komið upp. Gilbert sagði í samtali við fréttastofu Times að hún væri „80 prósent viss“ um að bóluefnið sem teymi hennar þróar nú muni vernda fólk gegn sjúkdómnum sem veiran veldur. Þá bætti hún við: „Ég held að það séu miklar líkur á því að það muni virka miðað við reynslu okkar af svipuðum bóluefnum. Þetta eru ekki bara getgátur hjá mér og með hverri viku fjölgar gögnum sem við byggjum þetta á.“ Flestir sérfræðingar hafa sagt að það muni taka allt að 18 mánuði að þróa slíkt bóluefni og dreifa því um heiminn en Gilbert vill flýta ferlinu með því að fá sjálfboðaliða til að prófa bóluefnið og sjá hvort það virki. Hún sagði að sjálfboðaliðar frá svæðum þar sem útgöngubann hefur ekki verið sett á myndu gefa skýrari niðurstöður. „Ef það er mikið smit úti í samfélaginu á einum stað munu niðurstöður frá fólki þaðan gefa okkur niðurstöður á mjög stuttum tíma, þannig að það gæti einnig stytt biðtímann til muna.“ „Ef það er algert útgöngubann verður það erfiðara,“ viðurkenndi hún. „En við viljum ekki búa til hjarðónæmi heldur. Við viljum að fólkið sé næmt fyrir veirunni til að tilraunin beri ávöxt.“ Þá sagði hún að það væri alveg mögulegt að þróa bóluefni fyrir septembermánuð ef allt gengur eins og skyldi en hún varaði við því að enginn gæti lofað því að efnið virkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bretland Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 „Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa nú meira en 100 þúsund manns fallið í valinn vegna veirunnar. Þá hefur smituðum í Bandaríkjunum fjölgað verulega en meira en 500 þúsund manns hafa smitast af veirunni þar í landi, sem eru meira en þrisvar sinnum fleiri en á Spáni þar sem næstflest smit hafa komið upp. Gilbert sagði í samtali við fréttastofu Times að hún væri „80 prósent viss“ um að bóluefnið sem teymi hennar þróar nú muni vernda fólk gegn sjúkdómnum sem veiran veldur. Þá bætti hún við: „Ég held að það séu miklar líkur á því að það muni virka miðað við reynslu okkar af svipuðum bóluefnum. Þetta eru ekki bara getgátur hjá mér og með hverri viku fjölgar gögnum sem við byggjum þetta á.“ Flestir sérfræðingar hafa sagt að það muni taka allt að 18 mánuði að þróa slíkt bóluefni og dreifa því um heiminn en Gilbert vill flýta ferlinu með því að fá sjálfboðaliða til að prófa bóluefnið og sjá hvort það virki. Hún sagði að sjálfboðaliðar frá svæðum þar sem útgöngubann hefur ekki verið sett á myndu gefa skýrari niðurstöður. „Ef það er mikið smit úti í samfélaginu á einum stað munu niðurstöður frá fólki þaðan gefa okkur niðurstöður á mjög stuttum tíma, þannig að það gæti einnig stytt biðtímann til muna.“ „Ef það er algert útgöngubann verður það erfiðara,“ viðurkenndi hún. „En við viljum ekki búa til hjarðónæmi heldur. Við viljum að fólkið sé næmt fyrir veirunni til að tilraunin beri ávöxt.“ Þá sagði hún að það væri alveg mögulegt að þróa bóluefni fyrir septembermánuð ef allt gengur eins og skyldi en hún varaði við því að enginn gæti lofað því að efnið virkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bretland Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 „Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26
Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05
„Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34