Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 22:54 Trump hefur verið duglegur við að ferðast til eigin eigna, sérstaklega á Flórída og í New Jersey. Með honum í för þurfa alltaf að vera lífverðir en oft fylgja honum ráðgjafar og aðrir embættismenn. Fyrirtæki hans sendir alríkisstjórninni, sem Trump stýrir, svo reikninginn fyrir gistingunni. Vísir/Getty Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. Gögn sem Washington Post hefur fengið aðgang að benda til þess að alríkisstjórnin hafi að lágmarki greitt fyrirtæki forsetans 970.000 dollara frá því í janúar árið 2017, jafnvirði um 142 milljóna íslenskra króna. Ekki sé vitað til þess að ríkið hafi greitt fyrir gistingu Trump sjálfs eða fjölskyldu hans þegar þau gista í eigin eignum en að það greiði fyrir aðstoðarmenn þeirra og leyniþjónustuna sem gætir öryggi þeirra. Viðskiptasamband Trump við alríkisstjórnina sem hann stýrir er sagt fordæmalaust. Alls hefur verið greitt fyrir að minnsta kosti 1.600 gistinætur á hótelum og klúbbum Trump. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við fyrirtæki sitt. Hann nýtur ennþá fjárhagslegra ávaxta rekstursins en forsetinn segir að tveir eldri synir hans stýri fyrirtækinu. Eric Trump, annar sona Trump sem rekur fyrirtækið, hefur haldið því fram að það rukki alríkisstjórnina aðeins um kostnaðarverð fyrir gistinguna, „eitthvað eins og fimmtíu dollar“. Fyrri umfjöllun Washington Post hefur þó leitt í ljós að sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast heldur hefur Trump-fyrirtækið rukkað mun meira fyrir gistinóttina. Mest virðist alríkisstjórnina hafa greitt 650 dollara, jafnvirði um 95.500 króna, á nóttina fyrir herbergi í klúbbi Trump á Flórída sem hann hefur ítrekað heimsótt sem forseti. Blaðið bað Trump-fyrirtækið um að benda á dæmi þar sem alríkisstjórnin hefði verið rukkuð um sambærilega upphæð og Eric Trump hefur haldið fram. Fyrirtækið svaraði ekki spurningu blaðsins. Hundruð heimsókna en láta ekkert uppi um kostnaðinn Alls hefur Trump heimsótt eigin eignir 250 sinnum frá því að hann varð forseti. Hvorki fyrirtæki hans né alríkisstjórnin hefur viljað upplýsa hversu mikið skattfé hefur verið greitt fyrirtækinu frá því að hann tók við embætti. Þá hefur Trump staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt fyrri forsetum. Því liggur ekki fyrir hversu mikið hann hagnast á viðskiptum alríkisstjórnarinnar við fyrirtæki hans. Eini forseti eða varaforseti sem hefur rukkað leyniþjónustuna vegna gistingar í seinni tíð var Joe Biden þegar hann var varaforseti. Þá leigði hann leyniþjónustunni kofa á landareign sinni í Delaware. Leyniþjónustan greiddi honum alls 171.600 dollara á sex árum, jafnvirði um 25,2 milljóna íslenskra króna. Upplýsingar um leigugreiðslurnar voru gefnar upp í opinberum gögnum á þeim tíma. Greiðslurnar til fyrirtækis Trump fóru fram úr því sem Biden fékk á sex árum þegar um miðjan mars árið 2017 þegar Trump hafði verið forseti í innan við tvo mánuði. Sem forseti er Trump undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra sem bannar öðrum alríkisembættismönnum að beina viðskiptum til eigin fyrirtækja. Stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar að forseti taki við öðrum greiðslum frá alríkisstjórninni en launagreiðslum. Lögfræðingar Trump hafa haldið því fram að því ákvæði hafi ekki verið ætlað að stöðva viðskipti. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. Gögn sem Washington Post hefur fengið aðgang að benda til þess að alríkisstjórnin hafi að lágmarki greitt fyrirtæki forsetans 970.000 dollara frá því í janúar árið 2017, jafnvirði um 142 milljóna íslenskra króna. Ekki sé vitað til þess að ríkið hafi greitt fyrir gistingu Trump sjálfs eða fjölskyldu hans þegar þau gista í eigin eignum en að það greiði fyrir aðstoðarmenn þeirra og leyniþjónustuna sem gætir öryggi þeirra. Viðskiptasamband Trump við alríkisstjórnina sem hann stýrir er sagt fordæmalaust. Alls hefur verið greitt fyrir að minnsta kosti 1.600 gistinætur á hótelum og klúbbum Trump. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við fyrirtæki sitt. Hann nýtur ennþá fjárhagslegra ávaxta rekstursins en forsetinn segir að tveir eldri synir hans stýri fyrirtækinu. Eric Trump, annar sona Trump sem rekur fyrirtækið, hefur haldið því fram að það rukki alríkisstjórnina aðeins um kostnaðarverð fyrir gistinguna, „eitthvað eins og fimmtíu dollar“. Fyrri umfjöllun Washington Post hefur þó leitt í ljós að sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast heldur hefur Trump-fyrirtækið rukkað mun meira fyrir gistinóttina. Mest virðist alríkisstjórnina hafa greitt 650 dollara, jafnvirði um 95.500 króna, á nóttina fyrir herbergi í klúbbi Trump á Flórída sem hann hefur ítrekað heimsótt sem forseti. Blaðið bað Trump-fyrirtækið um að benda á dæmi þar sem alríkisstjórnin hefði verið rukkuð um sambærilega upphæð og Eric Trump hefur haldið fram. Fyrirtækið svaraði ekki spurningu blaðsins. Hundruð heimsókna en láta ekkert uppi um kostnaðinn Alls hefur Trump heimsótt eigin eignir 250 sinnum frá því að hann varð forseti. Hvorki fyrirtæki hans né alríkisstjórnin hefur viljað upplýsa hversu mikið skattfé hefur verið greitt fyrirtækinu frá því að hann tók við embætti. Þá hefur Trump staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt fyrri forsetum. Því liggur ekki fyrir hversu mikið hann hagnast á viðskiptum alríkisstjórnarinnar við fyrirtæki hans. Eini forseti eða varaforseti sem hefur rukkað leyniþjónustuna vegna gistingar í seinni tíð var Joe Biden þegar hann var varaforseti. Þá leigði hann leyniþjónustunni kofa á landareign sinni í Delaware. Leyniþjónustan greiddi honum alls 171.600 dollara á sex árum, jafnvirði um 25,2 milljóna íslenskra króna. Upplýsingar um leigugreiðslurnar voru gefnar upp í opinberum gögnum á þeim tíma. Greiðslurnar til fyrirtækis Trump fóru fram úr því sem Biden fékk á sex árum þegar um miðjan mars árið 2017 þegar Trump hafði verið forseti í innan við tvo mánuði. Sem forseti er Trump undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra sem bannar öðrum alríkisembættismönnum að beina viðskiptum til eigin fyrirtækja. Stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar að forseti taki við öðrum greiðslum frá alríkisstjórninni en launagreiðslum. Lögfræðingar Trump hafa haldið því fram að því ákvæði hafi ekki verið ætlað að stöðva viðskipti.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31
Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00