Fréttir

Votviðri víða um land

Andri Eysteinsson skrifar
Eitthvað mun rigna víða á landinu, það eru einna helst Vestfirðir sem sleppa við votviðrið
Eitthvað mun rigna víða á landinu, það eru einna helst Vestfirðir sem sleppa við votviðrið Vísir/Hanna

Austanátt verður ríkjandi í vindi í dag, föstudaginn langa. Allhvass vindur eða hvassviðri verður undir Eyjafjöllum. Upp úr hádegi má búast við rigningu um landið sunnan og austanvert. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef veðurstofunnar.

Vindur verður hægari norðan heiða og lítils háttar rigning eða slydda á norðurlandi eystra.

Útlit er fyrir rólegt veður á Páskadag með fremur hægt vestlægri eða suðvestlægri átt. Þurrt og bjart framan af degi landinu norðaustanverðu. Vægt frost norðan- og austanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga.

Á sunnudag (páskadagur):

Vaxandi suðvestanátt , víða 8-13 seinnipartinn. Þykknar upp en þurrt að kalla um landið vestanvert, en léttir til á N- og A-landi. Hlýnandi veður.

Á mánudag (annar í páskum):

Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og rigning fram eftir degi, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á þriðjudag:

Suðvestanátt, skýjað og rigning með köflum S- og V-til, en bjart veður A-lands. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:

Áframhaldandi suðvestanátt og skúrir eða slydduél í flestum landshlutum. Hiti 10 til 5 stig að deginum.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir suðlæga átt og fari að rigna vestast undir kvöld. Hlýnar aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×