Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2020 12:00 Kórónuveirusmit greindist hjá stafsmanni apóteksins á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Hann hefur verið settur í einangrun og tveir samstarfsmenn settir í sóttkví. Ekki er talið að smit hafi borist til heimilismanna. Vísir/Vilhelm Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Næstu dagar segja til um hvort toppi kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi sé náð. Yfirlögregluþjónn segir fleiri hafa veikst alvarlega síðasta sólarhringinn og að fleiri hafi verið lagðir inn á gjörgæslu. Smitið uppgötvaðist hjá starfsmanni apóteksins á dvalarheimilinu og hefur hann verið settur í einangrun. Tveir aðrir samstarfsmenn hafa verið settir í sóttkví. Þetta staðfestir Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í samtali við fréttastofu en áréttar að ekkert smit hafi komið upp meðal heimilismanna. Þá segir hann að samneyti starfsmanna apóteksins og heimilismanna sé afar takmarkað og að vel fylgst verði með þróun mála á dvalarheimilinu. Ástandið stöðugt í Bolungarvík Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er ástandið stöðugt að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Engin fleiri smit hafa komið upp en fjórir heimilismenn eru með staðfest Covid-19 smit. Tveir aðrir voru, á síðustu dögum, fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar. Færri smit í gær þýðir ekki að toppnum sé náð Eins og fram kom í fréttum í gær greindust óvenju fáir með kórónuveiruna sólarhringinn þar á undan. Á síðunni Covid.is kemur fram að þrjátíu og níu liggi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og af þeim séu þrettán á gjörgæslu. Þá eru staðfest smit tæplega sextán hundruð. Uppfærðar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm „Næstu dagar krítískir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til þess að vera heima um páskana. Hann segir næstu daga krítíska í faraldrinum. „Við erum svona að nálgast það að komast á toppinn í þessum faraldri og erum kannski að fara í gegnum viðkvæmasta tímann núna. Eins og þið sjáið í fréttunum núna hvað eru margir á gjörgæslu. Hvað er mikið af veiku fólki út um allt land sem þarf að flytja með sjúkraflugi til Akureyrar og til Reykjavíkur og við erum bara á rosalegaum krítískum tíma núna. Heilbrigðiskerfið þarf á öllu sínu að halda til að berjast við Covid núna,“ segir Víðir. Fleiri alvarlega veikir og fleiri á gjörgæslu „Þið sjáið bara fréttirnar í morgun og þið sjáið hvernig þetta var í gærkvöldi og þetta er að versna í dag. Það eru að koma slæmar fréttir í dag líka. Það eru fleiri að leggjast á gjörgæslu og það eru fleiri að veikjast alvarlega þannig að við þurfum að halda áfram. Þetta er ekkert búið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51 Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Næstu dagar segja til um hvort toppi kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi sé náð. Yfirlögregluþjónn segir fleiri hafa veikst alvarlega síðasta sólarhringinn og að fleiri hafi verið lagðir inn á gjörgæslu. Smitið uppgötvaðist hjá starfsmanni apóteksins á dvalarheimilinu og hefur hann verið settur í einangrun. Tveir aðrir samstarfsmenn hafa verið settir í sóttkví. Þetta staðfestir Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í samtali við fréttastofu en áréttar að ekkert smit hafi komið upp meðal heimilismanna. Þá segir hann að samneyti starfsmanna apóteksins og heimilismanna sé afar takmarkað og að vel fylgst verði með þróun mála á dvalarheimilinu. Ástandið stöðugt í Bolungarvík Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er ástandið stöðugt að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Engin fleiri smit hafa komið upp en fjórir heimilismenn eru með staðfest Covid-19 smit. Tveir aðrir voru, á síðustu dögum, fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar. Færri smit í gær þýðir ekki að toppnum sé náð Eins og fram kom í fréttum í gær greindust óvenju fáir með kórónuveiruna sólarhringinn þar á undan. Á síðunni Covid.is kemur fram að þrjátíu og níu liggi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og af þeim séu þrettán á gjörgæslu. Þá eru staðfest smit tæplega sextán hundruð. Uppfærðar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm „Næstu dagar krítískir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til þess að vera heima um páskana. Hann segir næstu daga krítíska í faraldrinum. „Við erum svona að nálgast það að komast á toppinn í þessum faraldri og erum kannski að fara í gegnum viðkvæmasta tímann núna. Eins og þið sjáið í fréttunum núna hvað eru margir á gjörgæslu. Hvað er mikið af veiku fólki út um allt land sem þarf að flytja með sjúkraflugi til Akureyrar og til Reykjavíkur og við erum bara á rosalegaum krítískum tíma núna. Heilbrigðiskerfið þarf á öllu sínu að halda til að berjast við Covid núna,“ segir Víðir. Fleiri alvarlega veikir og fleiri á gjörgæslu „Þið sjáið bara fréttirnar í morgun og þið sjáið hvernig þetta var í gærkvöldi og þetta er að versna í dag. Það eru að koma slæmar fréttir í dag líka. Það eru fleiri að leggjast á gjörgæslu og það eru fleiri að veikjast alvarlega þannig að við þurfum að halda áfram. Þetta er ekkert búið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51 Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30
Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51
Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36