Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2020 12:00 Kórónuveirusmit greindist hjá stafsmanni apóteksins á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Hann hefur verið settur í einangrun og tveir samstarfsmenn settir í sóttkví. Ekki er talið að smit hafi borist til heimilismanna. Vísir/Vilhelm Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Næstu dagar segja til um hvort toppi kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi sé náð. Yfirlögregluþjónn segir fleiri hafa veikst alvarlega síðasta sólarhringinn og að fleiri hafi verið lagðir inn á gjörgæslu. Smitið uppgötvaðist hjá starfsmanni apóteksins á dvalarheimilinu og hefur hann verið settur í einangrun. Tveir aðrir samstarfsmenn hafa verið settir í sóttkví. Þetta staðfestir Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í samtali við fréttastofu en áréttar að ekkert smit hafi komið upp meðal heimilismanna. Þá segir hann að samneyti starfsmanna apóteksins og heimilismanna sé afar takmarkað og að vel fylgst verði með þróun mála á dvalarheimilinu. Ástandið stöðugt í Bolungarvík Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er ástandið stöðugt að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Engin fleiri smit hafa komið upp en fjórir heimilismenn eru með staðfest Covid-19 smit. Tveir aðrir voru, á síðustu dögum, fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar. Færri smit í gær þýðir ekki að toppnum sé náð Eins og fram kom í fréttum í gær greindust óvenju fáir með kórónuveiruna sólarhringinn þar á undan. Á síðunni Covid.is kemur fram að þrjátíu og níu liggi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og af þeim séu þrettán á gjörgæslu. Þá eru staðfest smit tæplega sextán hundruð. Uppfærðar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm „Næstu dagar krítískir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til þess að vera heima um páskana. Hann segir næstu daga krítíska í faraldrinum. „Við erum svona að nálgast það að komast á toppinn í þessum faraldri og erum kannski að fara í gegnum viðkvæmasta tímann núna. Eins og þið sjáið í fréttunum núna hvað eru margir á gjörgæslu. Hvað er mikið af veiku fólki út um allt land sem þarf að flytja með sjúkraflugi til Akureyrar og til Reykjavíkur og við erum bara á rosalegaum krítískum tíma núna. Heilbrigðiskerfið þarf á öllu sínu að halda til að berjast við Covid núna,“ segir Víðir. Fleiri alvarlega veikir og fleiri á gjörgæslu „Þið sjáið bara fréttirnar í morgun og þið sjáið hvernig þetta var í gærkvöldi og þetta er að versna í dag. Það eru að koma slæmar fréttir í dag líka. Það eru fleiri að leggjast á gjörgæslu og það eru fleiri að veikjast alvarlega þannig að við þurfum að halda áfram. Þetta er ekkert búið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51 Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Næstu dagar segja til um hvort toppi kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi sé náð. Yfirlögregluþjónn segir fleiri hafa veikst alvarlega síðasta sólarhringinn og að fleiri hafi verið lagðir inn á gjörgæslu. Smitið uppgötvaðist hjá starfsmanni apóteksins á dvalarheimilinu og hefur hann verið settur í einangrun. Tveir aðrir samstarfsmenn hafa verið settir í sóttkví. Þetta staðfestir Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í samtali við fréttastofu en áréttar að ekkert smit hafi komið upp meðal heimilismanna. Þá segir hann að samneyti starfsmanna apóteksins og heimilismanna sé afar takmarkað og að vel fylgst verði með þróun mála á dvalarheimilinu. Ástandið stöðugt í Bolungarvík Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er ástandið stöðugt að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Engin fleiri smit hafa komið upp en fjórir heimilismenn eru með staðfest Covid-19 smit. Tveir aðrir voru, á síðustu dögum, fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar. Færri smit í gær þýðir ekki að toppnum sé náð Eins og fram kom í fréttum í gær greindust óvenju fáir með kórónuveiruna sólarhringinn þar á undan. Á síðunni Covid.is kemur fram að þrjátíu og níu liggi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og af þeim séu þrettán á gjörgæslu. Þá eru staðfest smit tæplega sextán hundruð. Uppfærðar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm „Næstu dagar krítískir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til þess að vera heima um páskana. Hann segir næstu daga krítíska í faraldrinum. „Við erum svona að nálgast það að komast á toppinn í þessum faraldri og erum kannski að fara í gegnum viðkvæmasta tímann núna. Eins og þið sjáið í fréttunum núna hvað eru margir á gjörgæslu. Hvað er mikið af veiku fólki út um allt land sem þarf að flytja með sjúkraflugi til Akureyrar og til Reykjavíkur og við erum bara á rosalegaum krítískum tíma núna. Heilbrigðiskerfið þarf á öllu sínu að halda til að berjast við Covid núna,“ segir Víðir. Fleiri alvarlega veikir og fleiri á gjörgæslu „Þið sjáið bara fréttirnar í morgun og þið sjáið hvernig þetta var í gærkvöldi og þetta er að versna í dag. Það eru að koma slæmar fréttir í dag líka. Það eru fleiri að leggjast á gjörgæslu og það eru fleiri að veikjast alvarlega þannig að við þurfum að halda áfram. Þetta er ekkert búið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51 Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30
Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51
Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36