Rúm sex ára sonarins alelda þegar þau vöknuðu: „Aldrei geyma eldfæri þar sem börn ná til“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. maí 2020 19:00 Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. Upp úr klukkan átta um morgunninn síðast liðinn sunnudag voru þau Sigrún Líndal og Ásgeir Falk vakin af föður Ásgeirs, sem hafði búið með þeim um tíma. Þá var kominn mikill eldur í svefnherbergi sex ára gamals sonar þeirra. „Það var bara alelda, eina sem maður sér er bara eldur og rúmið allt í báli og fyrsta sem ég sé eru útlínur þarna inni og ég held að það sé strákurinn minn því ég sá hann hvergi þarna í kring. En síðan kemur hann þarna á milli okkar og hjartað fór að slá aftur,“ segir Ásgeir. Misstu allar eigur sínar Sonurinn, sem er sex ára, hafði fundið kveikjara, sem líktist dóti og kveikt í blaði inni í herberginu sínu. Hann náði þó að koma sér út úr herberginu í tæka tíð og allir komust út úr íbúðinni ómeiddir, einnig 2 ára sonur þeirra. Íbúðin er gjörónýt og allar eigur þeirra líka. „Öll raftæki sem maður er búin að kaupa, öll fötin okkar, allt dótið hjá strákunum, rúmin þeirra, giftingargjafir,“ segir Sigrún og bætir við að einnig hafi þau misst teikningar eftir strákana sína og aðrar persónulegar eigur. Íbúðin sem fjölskyldan bjó í var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogivísir/sigurjón Kenna sjálfum sér um Þau eru með innbústryggingu en hafa enn ekki fengið upplýsingar um hve mikið þau fá bætt. Þá hafa þau fengið mikla hjálp frá ýmsum aðilum og er mjög þakklát. Félagsbústaðir eiga íbúðina og er nú unnið að því að finna nýtt heimili handa þeim. Þau dvelja á hóteli á meðan. Sigrún er ófrísk og eiga þau von á barni í september. Næstu mánuðir fara í að safna í búið á ný. „Eldri strákurinn er niðurdreginn, þetta hefur tekið mikið á hann,“ segir Ásgeir. Þau hafi þó gert honum ljóst að þetta sé alls ekki honum að kenna. Þau kenna sjálfum sér í raun um og vilja vekja athygli á því hve hættulegt það geti verið ef börn komast í eldfæri. Áttu eftir að kaupa batterí í reykskynjarann „Við gerðum þau mistök að geyma þetta lengst inn á borðinu hjá okkur en hann náði samt í það. Krakkar eru mjög klókir í að ná í það sem þau vilja“ segir Ásgeir. „Sama hvað það er, bara aldrei geyma þar sem börn geta náð til,“ bætir Sigrún við. „Hvorki eldspýtur, kveikjara né kerti.“ Þá höfðu þau nýlega tekið batteríin úr reykskynjaranum þar sem hann var byrjaður að gefa frá sér hljóð sem merki um að batterí vandaði. Það var næst á dagskrá að kaupa ný batterí. „Það eru stærstu mistök sem þú getur gert, því ef pabbi minn hefði ekki verið þarna þá er mjög líklegt að við værum ekki hérna í dag,“ segir Ásgeir. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. Upp úr klukkan átta um morgunninn síðast liðinn sunnudag voru þau Sigrún Líndal og Ásgeir Falk vakin af föður Ásgeirs, sem hafði búið með þeim um tíma. Þá var kominn mikill eldur í svefnherbergi sex ára gamals sonar þeirra. „Það var bara alelda, eina sem maður sér er bara eldur og rúmið allt í báli og fyrsta sem ég sé eru útlínur þarna inni og ég held að það sé strákurinn minn því ég sá hann hvergi þarna í kring. En síðan kemur hann þarna á milli okkar og hjartað fór að slá aftur,“ segir Ásgeir. Misstu allar eigur sínar Sonurinn, sem er sex ára, hafði fundið kveikjara, sem líktist dóti og kveikt í blaði inni í herberginu sínu. Hann náði þó að koma sér út úr herberginu í tæka tíð og allir komust út úr íbúðinni ómeiddir, einnig 2 ára sonur þeirra. Íbúðin er gjörónýt og allar eigur þeirra líka. „Öll raftæki sem maður er búin að kaupa, öll fötin okkar, allt dótið hjá strákunum, rúmin þeirra, giftingargjafir,“ segir Sigrún og bætir við að einnig hafi þau misst teikningar eftir strákana sína og aðrar persónulegar eigur. Íbúðin sem fjölskyldan bjó í var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogivísir/sigurjón Kenna sjálfum sér um Þau eru með innbústryggingu en hafa enn ekki fengið upplýsingar um hve mikið þau fá bætt. Þá hafa þau fengið mikla hjálp frá ýmsum aðilum og er mjög þakklát. Félagsbústaðir eiga íbúðina og er nú unnið að því að finna nýtt heimili handa þeim. Þau dvelja á hóteli á meðan. Sigrún er ófrísk og eiga þau von á barni í september. Næstu mánuðir fara í að safna í búið á ný. „Eldri strákurinn er niðurdreginn, þetta hefur tekið mikið á hann,“ segir Ásgeir. Þau hafi þó gert honum ljóst að þetta sé alls ekki honum að kenna. Þau kenna sjálfum sér í raun um og vilja vekja athygli á því hve hættulegt það geti verið ef börn komast í eldfæri. Áttu eftir að kaupa batterí í reykskynjarann „Við gerðum þau mistök að geyma þetta lengst inn á borðinu hjá okkur en hann náði samt í það. Krakkar eru mjög klókir í að ná í það sem þau vilja“ segir Ásgeir. „Sama hvað það er, bara aldrei geyma þar sem börn geta náð til,“ bætir Sigrún við. „Hvorki eldspýtur, kveikjara né kerti.“ Þá höfðu þau nýlega tekið batteríin úr reykskynjaranum þar sem hann var byrjaður að gefa frá sér hljóð sem merki um að batterí vandaði. Það var næst á dagskrá að kaupa ný batterí. „Það eru stærstu mistök sem þú getur gert, því ef pabbi minn hefði ekki verið þarna þá er mjög líklegt að við værum ekki hérna í dag,“ segir Ásgeir.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59