Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 11:09 Íbúar Mumbai bíða eftir niðurstöðum úr skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. AP/Rajanish Kakade Útgöngubann Indlands, sem á að standa yfir í 21 dag, mun enda í næstu viku. Ríkisstjórar í Indlandi hafa þó kallað eftir því að bannið verði framlengt eða það fellt niður í hlutum. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hafa einungis 4.858 tilfelli greinst í Indlandi og 137 dáið. Indland virðist hafa komist hjá stórum faraldri með aðgerðum yfirvalda þar. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands setti útgöngubann á í síðasta mánuði og bað 1,3 milljarða íbúa að halda sig heima. Það hefur þó komið verulega niður á efnahagi landsins og milljónir hafa misst vinnuna. Þrátt fyrir að Indland hafi hingað til sloppið mjög vel þykir þó ljóst að ekki má mikið bregða út af. Til marks um það greindist 56 ára gamall maður í Mumbai með veiruna í lok mars. Hann dó nokkrum dögum síðar. Þessi maður bjó í stærsta fátækrahverfi Indlands sem kallast Dharavi og var innblásturinn fyrir myndina Slumdog Millionaire. Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. Þar sem allt að tíu manns sofa í sama herberginu og tugir deila sama almenningsklósettinu. Þá er lítið um rennandi vatn í hverfinu og íbúar hafa ekki tök á að þrífa hendur sínar. Hér má sjá stutta umfjöllun South China Morning Post um fátækrahverfið. Þar sést hvernig aðstæður eru þar. Samkvæmt frétt Guardian hafa nokkrir til viðbótar greinst með veiruna í fátækrahverfinu og þar á meðal þrítug kona sem hélt nýverið fjölmenna afmælisveislu. „Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja að þetta springi ekki út og dreifist ekki um samfélagið. Það er mikil áskorun að einangra þetta,“ sagði Kiran Dihavkar, embættismaður í Mumbai við Guardian. Hann sagði íbúa fátækrahverfisins þegar glíma við ýmsa heilsukvilla og fólk óttist að stíga fram með einkenni. Það fylgi því mikil smán. Þá er vonast til þess að íbúar hverfisins séu með góð ónæmiskerfi vegna þeirra fjölda veikinda sem þau verða fyrir. Sérstaklega með tilliti til þess hve margir deila klósettum, sagði Dihavkar. Annar embættismaður sem rætt var við segist óttast að veiran hafi þegar dreifst verulega meðal íbúa. Missi yfirvöld tök á ástandinu muni hún dreifast um eins og eldur í sinu. „Þegar fimm greinast með veiruna hljóta að vera mun fleiri sem hafa smitast. Við vitum að margir bera veiruna án einkenna en get samt dreift henni,“ sagði Babbu Khan. Hann sagði sömuleiðis miklar líkur á því að veiran hefði dreifst í gegnum áðurnefnd almenningsklósett. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Útgöngubann Indlands, sem á að standa yfir í 21 dag, mun enda í næstu viku. Ríkisstjórar í Indlandi hafa þó kallað eftir því að bannið verði framlengt eða það fellt niður í hlutum. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hafa einungis 4.858 tilfelli greinst í Indlandi og 137 dáið. Indland virðist hafa komist hjá stórum faraldri með aðgerðum yfirvalda þar. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands setti útgöngubann á í síðasta mánuði og bað 1,3 milljarða íbúa að halda sig heima. Það hefur þó komið verulega niður á efnahagi landsins og milljónir hafa misst vinnuna. Þrátt fyrir að Indland hafi hingað til sloppið mjög vel þykir þó ljóst að ekki má mikið bregða út af. Til marks um það greindist 56 ára gamall maður í Mumbai með veiruna í lok mars. Hann dó nokkrum dögum síðar. Þessi maður bjó í stærsta fátækrahverfi Indlands sem kallast Dharavi og var innblásturinn fyrir myndina Slumdog Millionaire. Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. Þar sem allt að tíu manns sofa í sama herberginu og tugir deila sama almenningsklósettinu. Þá er lítið um rennandi vatn í hverfinu og íbúar hafa ekki tök á að þrífa hendur sínar. Hér má sjá stutta umfjöllun South China Morning Post um fátækrahverfið. Þar sést hvernig aðstæður eru þar. Samkvæmt frétt Guardian hafa nokkrir til viðbótar greinst með veiruna í fátækrahverfinu og þar á meðal þrítug kona sem hélt nýverið fjölmenna afmælisveislu. „Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja að þetta springi ekki út og dreifist ekki um samfélagið. Það er mikil áskorun að einangra þetta,“ sagði Kiran Dihavkar, embættismaður í Mumbai við Guardian. Hann sagði íbúa fátækrahverfisins þegar glíma við ýmsa heilsukvilla og fólk óttist að stíga fram með einkenni. Það fylgi því mikil smán. Þá er vonast til þess að íbúar hverfisins séu með góð ónæmiskerfi vegna þeirra fjölda veikinda sem þau verða fyrir. Sérstaklega með tilliti til þess hve margir deila klósettum, sagði Dihavkar. Annar embættismaður sem rætt var við segist óttast að veiran hafi þegar dreifst verulega meðal íbúa. Missi yfirvöld tök á ástandinu muni hún dreifast um eins og eldur í sinu. „Þegar fimm greinast með veiruna hljóta að vera mun fleiri sem hafa smitast. Við vitum að margir bera veiruna án einkenna en get samt dreift henni,“ sagði Babbu Khan. Hann sagði sömuleiðis miklar líkur á því að veiran hefði dreifst í gegnum áðurnefnd almenningsklósett.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent