Stefnubreyting hjá SVÞ? – fögnum því Sigmar Vilhjálmsson skrifar 7. apríl 2020 08:00 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu ritaði góða grein í Morgunblaðið þann 4. apríl sl. Yfirskrift greinarinnar var „Höldum áfram – samstaðan mun fleyta okkur langt“ og fjallaði um hversu sterk og þrótt mikil þjóð okkar hefur verið í gegnum tíðina. Einnig kemur hann inná mikilvægi þess að halda uppi daglegu lífi eins og versla á netinu. Með því að versla á netinu þá erum við öll að leggja okkar að mörkum til að halda fyrirtækjum gangandi og neikvæðum afleiðingum COVID faraldursins niðri. Það er í sjálfu sér allt rétt sem formaðurinn segir í þessari grein og full ástæða til að taka undir hvert orð. En þar sem þessi grein er rituð undir merkjum SVÞ þá óneitanlega leiðir maður hugann að því hvernig félagsmenn SVÞ haga sínum málum í þessum efnum sjálfir. Í röðum félagsmanna eru stærstu innflytjendur á matvæli sem hafa höggvið verulega í íslenska framleiðslu matvæla með tilheyrandi uppsögnum og niðurskurði í innlendum landbúnaði. Í röðum félagsmanna SVÞ eru fyrirtæki sem hafa kostað gríðarlega miklu til við að halda uppi kröfum um innflutning á enn meira af matvælum en þegar er verið að flytja inn. Ef vilji félagsmanna SVÞ myndi ganga eftir þá væri landbúnaður á Íslandi með öllu lagður niður. Mögulega er þessi grein formanns SVÞ stefnubreyting í þessum efnum og því ber þá að fagna. Það er óskandi að síðasta málsgrein formannsins sé merki um nýja stefnu SVÞ í innlendri framleiðslu, verslun og þjónustu. Orðrétt segir: „Sýnum í verki samtakamátt okkar og skiptum við íslensk fyrirtæki. Með því hjálpum við fyrirtækjunum að komast yfir erfiðasta hjallann og leggja þar með grunn að kröftugri viðspyrnu atvinnulífsins þegar aftur birtir til“. Það er óskandi að þessi grein sé ekki bara orðin ein heldur verði framkvæmd í verki. Ekki bara núna á COVID tímum, heldur um alla framtíð. Enda mun „samstaðan fleyta okkur langt“, svo ég vitni aftur í formanninn. Höfundur er talsmaður FESK - Félag eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Sigmar Vilhjálmsson Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Samtaka verslunar og þjónustu ritaði góða grein í Morgunblaðið þann 4. apríl sl. Yfirskrift greinarinnar var „Höldum áfram – samstaðan mun fleyta okkur langt“ og fjallaði um hversu sterk og þrótt mikil þjóð okkar hefur verið í gegnum tíðina. Einnig kemur hann inná mikilvægi þess að halda uppi daglegu lífi eins og versla á netinu. Með því að versla á netinu þá erum við öll að leggja okkar að mörkum til að halda fyrirtækjum gangandi og neikvæðum afleiðingum COVID faraldursins niðri. Það er í sjálfu sér allt rétt sem formaðurinn segir í þessari grein og full ástæða til að taka undir hvert orð. En þar sem þessi grein er rituð undir merkjum SVÞ þá óneitanlega leiðir maður hugann að því hvernig félagsmenn SVÞ haga sínum málum í þessum efnum sjálfir. Í röðum félagsmanna eru stærstu innflytjendur á matvæli sem hafa höggvið verulega í íslenska framleiðslu matvæla með tilheyrandi uppsögnum og niðurskurði í innlendum landbúnaði. Í röðum félagsmanna SVÞ eru fyrirtæki sem hafa kostað gríðarlega miklu til við að halda uppi kröfum um innflutning á enn meira af matvælum en þegar er verið að flytja inn. Ef vilji félagsmanna SVÞ myndi ganga eftir þá væri landbúnaður á Íslandi með öllu lagður niður. Mögulega er þessi grein formanns SVÞ stefnubreyting í þessum efnum og því ber þá að fagna. Það er óskandi að síðasta málsgrein formannsins sé merki um nýja stefnu SVÞ í innlendri framleiðslu, verslun og þjónustu. Orðrétt segir: „Sýnum í verki samtakamátt okkar og skiptum við íslensk fyrirtæki. Með því hjálpum við fyrirtækjunum að komast yfir erfiðasta hjallann og leggja þar með grunn að kröftugri viðspyrnu atvinnulífsins þegar aftur birtir til“. Það er óskandi að þessi grein sé ekki bara orðin ein heldur verði framkvæmd í verki. Ekki bara núna á COVID tímum, heldur um alla framtíð. Enda mun „samstaðan fleyta okkur langt“, svo ég vitni aftur í formanninn. Höfundur er talsmaður FESK - Félag eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun