Fölsuð áhorfendahljóð og sýndaráhorfendur í útsendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 15:30 Leikir frá NFL deildinni eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum en þar hefur stemmningin á leikvöngunum mikið að segja. Getty/Joe Robbins NFL-deild ameríska fótboltans á að hefjast í september en það lítur út fyrir að þar þurfi leikirnir mögulega að spilaðir án áhorfenda vegna kórónuveirunnar. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, hefur látið það frá sér að hugsanlega þurfi NFL-deildin að spila allt 2020 tímabilið án áhorfenda en vanalega eru á bilinu sextíu til áttatíu þúsund manns á leikjunum. Fox Sports leggur mikið upp úr útsendingum sínum frá NFL-deildinni enda kostaði sýningarétturinn mikið og sjónvarpsstöðin hefur miklar tekjur af útsendingunum enda NFL-deildin gríðarlega vinsæl. Joe Buck says Fox Sports will add crowd noise and virtual fans during NFL broadcasts this season https://t.co/7tbGi2USD9— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2020 Joe Buck er frægur sjónvarpsmaður sem mun lýsa NFL-leikjum á Fox Sports. Hann greindi frá því í útvarpsviðtali i þætti á Andy Cohen á SiriusXM að stöðin ætlar að fara sýna leiðir í að fela áhorfendaleysið. Joe Buck sagði að Fox Sports ætli að spila gömul áhorfendahljóð á leikjunum og þá hefur stefnan líka verið sett á að fylla stúkurnar með sýndaráhorfendum. Get ready for fake crowd noise, virtual fans if stadiums aren't open in 2020 https://t.co/cd89uPraNV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) May 14, 2020 „Það er nánast búið að ganga frá þessu. Ég held samt að sá sem mun stjórna þessum hljóðum þurfi að vera mjög góður í sínu starfi til að það líti út að þetta verði raunsæ viðbrögð áhorfenda við því sem er að gerast inn á vellinum. Það verður mjög mikilvægt til að þetta komi vel út,“ sagði Joe Buck. „Ofan á það eru þeir að leita að leiðum til þess að vera með sýndaráhorfendur í stúkunum. Þegar við sjáum yfirlitsmyndina yfir allan völlinn þá á leikvangurinn að líta út fyrir að vera fullur af áhorfendum þó að hann sé í raun galtómur,“ sagði Joe Buck. NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira
NFL-deild ameríska fótboltans á að hefjast í september en það lítur út fyrir að þar þurfi leikirnir mögulega að spilaðir án áhorfenda vegna kórónuveirunnar. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, hefur látið það frá sér að hugsanlega þurfi NFL-deildin að spila allt 2020 tímabilið án áhorfenda en vanalega eru á bilinu sextíu til áttatíu þúsund manns á leikjunum. Fox Sports leggur mikið upp úr útsendingum sínum frá NFL-deildinni enda kostaði sýningarétturinn mikið og sjónvarpsstöðin hefur miklar tekjur af útsendingunum enda NFL-deildin gríðarlega vinsæl. Joe Buck says Fox Sports will add crowd noise and virtual fans during NFL broadcasts this season https://t.co/7tbGi2USD9— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2020 Joe Buck er frægur sjónvarpsmaður sem mun lýsa NFL-leikjum á Fox Sports. Hann greindi frá því í útvarpsviðtali i þætti á Andy Cohen á SiriusXM að stöðin ætlar að fara sýna leiðir í að fela áhorfendaleysið. Joe Buck sagði að Fox Sports ætli að spila gömul áhorfendahljóð á leikjunum og þá hefur stefnan líka verið sett á að fylla stúkurnar með sýndaráhorfendum. Get ready for fake crowd noise, virtual fans if stadiums aren't open in 2020 https://t.co/cd89uPraNV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) May 14, 2020 „Það er nánast búið að ganga frá þessu. Ég held samt að sá sem mun stjórna þessum hljóðum þurfi að vera mjög góður í sínu starfi til að það líti út að þetta verði raunsæ viðbrögð áhorfenda við því sem er að gerast inn á vellinum. Það verður mjög mikilvægt til að þetta komi vel út,“ sagði Joe Buck. „Ofan á það eru þeir að leita að leiðum til þess að vera með sýndaráhorfendur í stúkunum. Þegar við sjáum yfirlitsmyndina yfir allan völlinn þá á leikvangurinn að líta út fyrir að vera fullur af áhorfendum þó að hann sé í raun galtómur,“ sagði Joe Buck.
NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira