Framlengja félagsforðun og vilja fækka nýjum smitum í 50 á dag Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 14:00 Fámennt í undirgöngum í Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Yfirvöld Suður-Kóreu tilkynntu í gær aðgerðir gegn dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem átti að ljúka á morgun, verða framlengdar um tvær vikur. Þann tíma vilja Kóreumenn nota til að fækka nýjum smitum í 50 á dag. Síðustu daga og vikur hefur nýjum smitum fjölgað um um það bil hundrað á dag. Flest smiti greindust þann 29. febrúar eða 813. Í gær voru ný smit alls 81 og á föstudaginn 94. Tæplega helmingur smitanna í gær greindust þó í aðilum sem voru að koma til Suður-Kóreu frá öðrum löndum, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Heilt yfir hafa greinst 10.237 smit í Suður-Kóreu og 183 eru dánir. Áhugavert er að bera þær tölur saman við Bandaríkin en fyrstu smitin greindust á sama degi í báðum löndum, eða þann 20. janúar. Í Bandaríkjunum hafa þó síðan greinst 312.249 smit og 8.503 hafa dáið. Borgarstjórn Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, tilkynnti í morgun að gripið yrði til aðgerða gegn kirkju þar sem messa var haldin í dag, annan sunnudaginn í röð. Með því brutu forsvarsmenn kirkjunnar gegn samkomubanni yfirvalda. Sérstöku banni hafði verið beitt gegn kirkjunni eftir að messa var haldin þar 22. mars. Samkomubannið, sem framlengt var í dag, verður nú í gildi til 19. apríl, nema það verði framlengt aftur. Í yfirlýsingu í dag sagði Chung Sye-kyun, forsætisráðherra, að Kóreumönnum stæði ekkert annað til boða. Þó íbúar séu nú þegar mun öruggari en þeir voru fyrir skömmu síðan og í betri stöðu en mörg ríki Evrópu og Bandaríkin, sé enn nauðsynlegt að stunda félagsforðun. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu tilkynntu í gær aðgerðir gegn dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem átti að ljúka á morgun, verða framlengdar um tvær vikur. Þann tíma vilja Kóreumenn nota til að fækka nýjum smitum í 50 á dag. Síðustu daga og vikur hefur nýjum smitum fjölgað um um það bil hundrað á dag. Flest smiti greindust þann 29. febrúar eða 813. Í gær voru ný smit alls 81 og á föstudaginn 94. Tæplega helmingur smitanna í gær greindust þó í aðilum sem voru að koma til Suður-Kóreu frá öðrum löndum, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Heilt yfir hafa greinst 10.237 smit í Suður-Kóreu og 183 eru dánir. Áhugavert er að bera þær tölur saman við Bandaríkin en fyrstu smitin greindust á sama degi í báðum löndum, eða þann 20. janúar. Í Bandaríkjunum hafa þó síðan greinst 312.249 smit og 8.503 hafa dáið. Borgarstjórn Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, tilkynnti í morgun að gripið yrði til aðgerða gegn kirkju þar sem messa var haldin í dag, annan sunnudaginn í röð. Með því brutu forsvarsmenn kirkjunnar gegn samkomubanni yfirvalda. Sérstöku banni hafði verið beitt gegn kirkjunni eftir að messa var haldin þar 22. mars. Samkomubannið, sem framlengt var í dag, verður nú í gildi til 19. apríl, nema það verði framlengt aftur. Í yfirlýsingu í dag sagði Chung Sye-kyun, forsætisráðherra, að Kóreumönnum stæði ekkert annað til boða. Þó íbúar séu nú þegar mun öruggari en þeir voru fyrir skömmu síðan og í betri stöðu en mörg ríki Evrópu og Bandaríkin, sé enn nauðsynlegt að stunda félagsforðun.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent