„Finnst við stundum orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 12:00 Íslenska landsliðið hefur farið á tvö síðustu stórmót og er tveimur umspilsleikjum frá því að komast á það þriðja. VÍSIR/DANÍEL „Við þurfum ekkert að örvænta varðandi næstu tvö stórmót,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, í umræðum um aldur leikmanna A-landsliðsins. Freyr og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn þar sem ýmislegt bar á góma. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Ísland gæti áfram haldið sama dampi og komist á stórmót eftir stórmót, eftir að hafa farið á EM 2016, HM 2018 og komist í umspil fyrir næsta Evrópumót sem frestað hefur verið til 2021. Umspilinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Eina sem maður veltir fyrir sér er auðvitað aldur leikmanna, en þegar maður pælir í honum þá er hann ekki svo hár. Við erum með gullkynslóð drengja fæddir 1988-1990. Það er stórmót 2021 og aftur jólin 2022, og það er kannski eftir þá keppni sem við þurfum mögulega að pæla í þessum hlutum. Ég held að liðið sé á flottum aldri núna. Að EM sé frestað um eitt ár er kannski erfitt fyrir einhverja leikmenn. Kári verður þá 39 ára, hann verður í Víkingi. Hvar verður Emil fram að þeirri keppni? En nei, það er ekkert hægt að afskrifa okkur. Við erum með þessa öflugu sveit nokkur ár í viðbót,“ sagði Hjörvar og Freyr var sýnilega ánægður með afstöðu sessunautar síns: Ekki of gamlir fyrir HM 2022 „Þeir eru ekki orðnir of gamlir fyrir 2021 og 2022. Kjarninn af þessum leikmönnum, ef við horfum á HM í Katar 2022, eru ennþá á aldri til að geta spilað á hæsta stigi. Þeir eru ekki orðnir of gamlir í nútímafótbolta, þannig að ég hef engar áhyggjur af næstu tveimur mótum. En ég er hins vegar hjartanlega sammála því að 2024 og 2026 verðum við búnir að missa þá og við verðum að finna eitthvað jafnvægi þangað til. Sú vinna er í gangi,“ sagði Freyr. Viðmælendurnir fóru yfir það hvaða kynslóðir taka við og hvernig stöðu þeir leikmenn eru í í samanburði við „gullkynslóðina,“ en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjörvar minnti á hve stutt væri í raun síðan að Ísland var á meðal lægst skrifuðu landsliða Evrópu og að það væri allt annað en sjálfgefið að halda sama dampi og síðustu ár: „Það var alltaf þessi klassíska afsökun í handbolta að við værum að fara í gegnum kynslóðaskipti en það verður þannig með fótboltaliðið. Við verðum að gefa okkur smá slaka þá. Mér finnst við stundum vera orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum. Við unnum Albani hérna á heimavelli og það eru bara örfá ár síðan að maður var að syngja og tralla og gat ekki verið ánægðari með að vinna lið eins og Albaníu. En núna fannst okkur þetta ekki merkileg frammistaða og ekki sá fótbolti sem við viljum sjá á Laugardalsvelli. Bíddu hvaða fótbolta hafið þið séð á Laugardalsvelli? Ég er búinn að vera að mæta á landsleiki síðan ´85 eða ´86. Við erum orðin rosalega góðu vön og verðum að passa okkur svolítið á því. Þú [Gummi] varst í Liechtenstein [3-0 tap í undankeppni EM]. Það er svo stutt þangað. Það eru 13 ár síðan. Við erum á allt öðrum stað í dag en við megum ekki gleyma okkur í því að það gangi vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fer landsliðið á fleiri stórmót? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
„Við þurfum ekkert að örvænta varðandi næstu tvö stórmót,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, í umræðum um aldur leikmanna A-landsliðsins. Freyr og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn þar sem ýmislegt bar á góma. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Ísland gæti áfram haldið sama dampi og komist á stórmót eftir stórmót, eftir að hafa farið á EM 2016, HM 2018 og komist í umspil fyrir næsta Evrópumót sem frestað hefur verið til 2021. Umspilinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Eina sem maður veltir fyrir sér er auðvitað aldur leikmanna, en þegar maður pælir í honum þá er hann ekki svo hár. Við erum með gullkynslóð drengja fæddir 1988-1990. Það er stórmót 2021 og aftur jólin 2022, og það er kannski eftir þá keppni sem við þurfum mögulega að pæla í þessum hlutum. Ég held að liðið sé á flottum aldri núna. Að EM sé frestað um eitt ár er kannski erfitt fyrir einhverja leikmenn. Kári verður þá 39 ára, hann verður í Víkingi. Hvar verður Emil fram að þeirri keppni? En nei, það er ekkert hægt að afskrifa okkur. Við erum með þessa öflugu sveit nokkur ár í viðbót,“ sagði Hjörvar og Freyr var sýnilega ánægður með afstöðu sessunautar síns: Ekki of gamlir fyrir HM 2022 „Þeir eru ekki orðnir of gamlir fyrir 2021 og 2022. Kjarninn af þessum leikmönnum, ef við horfum á HM í Katar 2022, eru ennþá á aldri til að geta spilað á hæsta stigi. Þeir eru ekki orðnir of gamlir í nútímafótbolta, þannig að ég hef engar áhyggjur af næstu tveimur mótum. En ég er hins vegar hjartanlega sammála því að 2024 og 2026 verðum við búnir að missa þá og við verðum að finna eitthvað jafnvægi þangað til. Sú vinna er í gangi,“ sagði Freyr. Viðmælendurnir fóru yfir það hvaða kynslóðir taka við og hvernig stöðu þeir leikmenn eru í í samanburði við „gullkynslóðina,“ en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjörvar minnti á hve stutt væri í raun síðan að Ísland var á meðal lægst skrifuðu landsliða Evrópu og að það væri allt annað en sjálfgefið að halda sama dampi og síðustu ár: „Það var alltaf þessi klassíska afsökun í handbolta að við værum að fara í gegnum kynslóðaskipti en það verður þannig með fótboltaliðið. Við verðum að gefa okkur smá slaka þá. Mér finnst við stundum vera orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum. Við unnum Albani hérna á heimavelli og það eru bara örfá ár síðan að maður var að syngja og tralla og gat ekki verið ánægðari með að vinna lið eins og Albaníu. En núna fannst okkur þetta ekki merkileg frammistaða og ekki sá fótbolti sem við viljum sjá á Laugardalsvelli. Bíddu hvaða fótbolta hafið þið séð á Laugardalsvelli? Ég er búinn að vera að mæta á landsleiki síðan ´85 eða ´86. Við erum orðin rosalega góðu vön og verðum að passa okkur svolítið á því. Þú [Gummi] varst í Liechtenstein [3-0 tap í undankeppni EM]. Það er svo stutt þangað. Það eru 13 ár síðan. Við erum á allt öðrum stað í dag en við megum ekki gleyma okkur í því að það gangi vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fer landsliðið á fleiri stórmót? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn