„Finnst við stundum orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 12:00 Íslenska landsliðið hefur farið á tvö síðustu stórmót og er tveimur umspilsleikjum frá því að komast á það þriðja. VÍSIR/DANÍEL „Við þurfum ekkert að örvænta varðandi næstu tvö stórmót,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, í umræðum um aldur leikmanna A-landsliðsins. Freyr og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn þar sem ýmislegt bar á góma. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Ísland gæti áfram haldið sama dampi og komist á stórmót eftir stórmót, eftir að hafa farið á EM 2016, HM 2018 og komist í umspil fyrir næsta Evrópumót sem frestað hefur verið til 2021. Umspilinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Eina sem maður veltir fyrir sér er auðvitað aldur leikmanna, en þegar maður pælir í honum þá er hann ekki svo hár. Við erum með gullkynslóð drengja fæddir 1988-1990. Það er stórmót 2021 og aftur jólin 2022, og það er kannski eftir þá keppni sem við þurfum mögulega að pæla í þessum hlutum. Ég held að liðið sé á flottum aldri núna. Að EM sé frestað um eitt ár er kannski erfitt fyrir einhverja leikmenn. Kári verður þá 39 ára, hann verður í Víkingi. Hvar verður Emil fram að þeirri keppni? En nei, það er ekkert hægt að afskrifa okkur. Við erum með þessa öflugu sveit nokkur ár í viðbót,“ sagði Hjörvar og Freyr var sýnilega ánægður með afstöðu sessunautar síns: Ekki of gamlir fyrir HM 2022 „Þeir eru ekki orðnir of gamlir fyrir 2021 og 2022. Kjarninn af þessum leikmönnum, ef við horfum á HM í Katar 2022, eru ennþá á aldri til að geta spilað á hæsta stigi. Þeir eru ekki orðnir of gamlir í nútímafótbolta, þannig að ég hef engar áhyggjur af næstu tveimur mótum. En ég er hins vegar hjartanlega sammála því að 2024 og 2026 verðum við búnir að missa þá og við verðum að finna eitthvað jafnvægi þangað til. Sú vinna er í gangi,“ sagði Freyr. Viðmælendurnir fóru yfir það hvaða kynslóðir taka við og hvernig stöðu þeir leikmenn eru í í samanburði við „gullkynslóðina,“ en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjörvar minnti á hve stutt væri í raun síðan að Ísland var á meðal lægst skrifuðu landsliða Evrópu og að það væri allt annað en sjálfgefið að halda sama dampi og síðustu ár: „Það var alltaf þessi klassíska afsökun í handbolta að við værum að fara í gegnum kynslóðaskipti en það verður þannig með fótboltaliðið. Við verðum að gefa okkur smá slaka þá. Mér finnst við stundum vera orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum. Við unnum Albani hérna á heimavelli og það eru bara örfá ár síðan að maður var að syngja og tralla og gat ekki verið ánægðari með að vinna lið eins og Albaníu. En núna fannst okkur þetta ekki merkileg frammistaða og ekki sá fótbolti sem við viljum sjá á Laugardalsvelli. Bíddu hvaða fótbolta hafið þið séð á Laugardalsvelli? Ég er búinn að vera að mæta á landsleiki síðan ´85 eða ´86. Við erum orðin rosalega góðu vön og verðum að passa okkur svolítið á því. Þú [Gummi] varst í Liechtenstein [3-0 tap í undankeppni EM]. Það er svo stutt þangað. Það eru 13 ár síðan. Við erum á allt öðrum stað í dag en við megum ekki gleyma okkur í því að það gangi vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fer landsliðið á fleiri stórmót? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum Sjá meira
„Við þurfum ekkert að örvænta varðandi næstu tvö stórmót,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, í umræðum um aldur leikmanna A-landsliðsins. Freyr og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn þar sem ýmislegt bar á góma. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Ísland gæti áfram haldið sama dampi og komist á stórmót eftir stórmót, eftir að hafa farið á EM 2016, HM 2018 og komist í umspil fyrir næsta Evrópumót sem frestað hefur verið til 2021. Umspilinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Eina sem maður veltir fyrir sér er auðvitað aldur leikmanna, en þegar maður pælir í honum þá er hann ekki svo hár. Við erum með gullkynslóð drengja fæddir 1988-1990. Það er stórmót 2021 og aftur jólin 2022, og það er kannski eftir þá keppni sem við þurfum mögulega að pæla í þessum hlutum. Ég held að liðið sé á flottum aldri núna. Að EM sé frestað um eitt ár er kannski erfitt fyrir einhverja leikmenn. Kári verður þá 39 ára, hann verður í Víkingi. Hvar verður Emil fram að þeirri keppni? En nei, það er ekkert hægt að afskrifa okkur. Við erum með þessa öflugu sveit nokkur ár í viðbót,“ sagði Hjörvar og Freyr var sýnilega ánægður með afstöðu sessunautar síns: Ekki of gamlir fyrir HM 2022 „Þeir eru ekki orðnir of gamlir fyrir 2021 og 2022. Kjarninn af þessum leikmönnum, ef við horfum á HM í Katar 2022, eru ennþá á aldri til að geta spilað á hæsta stigi. Þeir eru ekki orðnir of gamlir í nútímafótbolta, þannig að ég hef engar áhyggjur af næstu tveimur mótum. En ég er hins vegar hjartanlega sammála því að 2024 og 2026 verðum við búnir að missa þá og við verðum að finna eitthvað jafnvægi þangað til. Sú vinna er í gangi,“ sagði Freyr. Viðmælendurnir fóru yfir það hvaða kynslóðir taka við og hvernig stöðu þeir leikmenn eru í í samanburði við „gullkynslóðina,“ en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjörvar minnti á hve stutt væri í raun síðan að Ísland var á meðal lægst skrifuðu landsliða Evrópu og að það væri allt annað en sjálfgefið að halda sama dampi og síðustu ár: „Það var alltaf þessi klassíska afsökun í handbolta að við værum að fara í gegnum kynslóðaskipti en það verður þannig með fótboltaliðið. Við verðum að gefa okkur smá slaka þá. Mér finnst við stundum vera orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum. Við unnum Albani hérna á heimavelli og það eru bara örfá ár síðan að maður var að syngja og tralla og gat ekki verið ánægðari með að vinna lið eins og Albaníu. En núna fannst okkur þetta ekki merkileg frammistaða og ekki sá fótbolti sem við viljum sjá á Laugardalsvelli. Bíddu hvaða fótbolta hafið þið séð á Laugardalsvelli? Ég er búinn að vera að mæta á landsleiki síðan ´85 eða ´86. Við erum orðin rosalega góðu vön og verðum að passa okkur svolítið á því. Þú [Gummi] varst í Liechtenstein [3-0 tap í undankeppni EM]. Það er svo stutt þangað. Það eru 13 ár síðan. Við erum á allt öðrum stað í dag en við megum ekki gleyma okkur í því að það gangi vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fer landsliðið á fleiri stórmót? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti