Vita um ríflega hundrað manns sem eiga í miklum vandræðum með að komast heim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2020 20:00 Fáir eru á ferli í Leifsstöð þessa dagana vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Það verður æ flóknara að finna leiðir til að koma fólki heim. „Við vitum að minnsta kosti um yfir hundrað manns sem að eiga í vandræðum með að komast heim, töluvert flókin leiðin heim. Þar af eru fjölmargir á Spáni þannig það var mjög gott að það skildi takast að tryggja flug þaðan, síðasta flugið í bili á áætlun frá Alicante til Íslands þannig að þar munu fjölmargir komast heim,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið viti til þess nú þegar að stór hópur hafi tryggt sér sæti og vafalaust muni fleiri gera það yfir helgina en ferðin frá Alicante verður á miðvikudaginn í næstu viku. „Svo eru flóknari mál þar sem að landamærin eru alveg lokuð og þar höfum við þurft að reiða okkur á Norðurlöndin, norræna samvinnan hefur komið mjög sterk inn og sömuleiðis aðrar Evrópuþjóðir sem hafa verið að flytja fólk heim frá löndum, til dæmis í Suður Ameríku og Asíu og Afríku,“ segir María. Þótt flugsamgöngur liggi að mjög miklu leyti niðri um allan heim eru þó enn ákveðnar leiðir enn opnar til og frá Íslandi. María Mjöll Jónsdóttir.Vísir/Egill „Icelandair er að fljúga til London og Boston og svo verður flug í næstu viku líka til og frá Stokkhólmi, fyrir utan auðvitað Spánarflugið. En það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að lokast þannig að ef að fólk hyggst koma heim þá þarf það að gera það núna á meðan að sumt er enn opið,“ segir María Mjöll. „Það hefur fækkað mjög mikið þeim ferðum sem eru í boði.“ Ómögulegt sé að segja til um það hversu lengi þetta ástand mun vara. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti.“ Samgöngur Icelandair Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Það verður æ flóknara að finna leiðir til að koma fólki heim. „Við vitum að minnsta kosti um yfir hundrað manns sem að eiga í vandræðum með að komast heim, töluvert flókin leiðin heim. Þar af eru fjölmargir á Spáni þannig það var mjög gott að það skildi takast að tryggja flug þaðan, síðasta flugið í bili á áætlun frá Alicante til Íslands þannig að þar munu fjölmargir komast heim,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið viti til þess nú þegar að stór hópur hafi tryggt sér sæti og vafalaust muni fleiri gera það yfir helgina en ferðin frá Alicante verður á miðvikudaginn í næstu viku. „Svo eru flóknari mál þar sem að landamærin eru alveg lokuð og þar höfum við þurft að reiða okkur á Norðurlöndin, norræna samvinnan hefur komið mjög sterk inn og sömuleiðis aðrar Evrópuþjóðir sem hafa verið að flytja fólk heim frá löndum, til dæmis í Suður Ameríku og Asíu og Afríku,“ segir María. Þótt flugsamgöngur liggi að mjög miklu leyti niðri um allan heim eru þó enn ákveðnar leiðir enn opnar til og frá Íslandi. María Mjöll Jónsdóttir.Vísir/Egill „Icelandair er að fljúga til London og Boston og svo verður flug í næstu viku líka til og frá Stokkhólmi, fyrir utan auðvitað Spánarflugið. En það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að lokast þannig að ef að fólk hyggst koma heim þá þarf það að gera það núna á meðan að sumt er enn opið,“ segir María Mjöll. „Það hefur fækkað mjög mikið þeim ferðum sem eru í boði.“ Ómögulegt sé að segja til um það hversu lengi þetta ástand mun vara. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti.“
Samgöngur Icelandair Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira