Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2020 22:30 Keflavíkurflugvöllur er mannlaus þessa dagana. Vísir/Egill Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Aðeins örfáir starfsmenn eru þessa dagana við vinnu á Keflavíkurflugvelli en þar starfa þegar mest lætur um tíu þúsund manns. Þeir sem eru við störf á flugvellinum finna vel fyrir því hversu mikið farþegum um völlinn hefur fækkað, þar á meðal tollverðirnir. „Á meðaldegi værum við að sjá fjörutíu og fimm sex farþegaflugvélar að koma hérna í gegn fullar af fólki en í dag erum við að sjá tuttugu upp í fimmtíu max í vél og þetta eru svona ein til þrjár á dag,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á KeflavíkurflugvelliVísir/Egill Þessi litla flugumferð hefur meðal annars haft þau áhrif að fíkniefnamálum á flugvellinum hefur fækkað verulega. Nú er mánuður síðan að einhver var síðast tekinn í tollinum við að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. „Ef við skoðum bara sama tímabil, það sem af er ári í fyrra og núna, við vorum með ellefu máli um þetta leyti í fyrra en við erum komin í fjögur núna. Svo það er alltaf spurt þegar ein leið lokast að svona miklu leyti hvort það færist ekki yfir í hrað- og póstsendingar og bara annan flutningsmáta. Þannig að við þurfum að vera vakandi fyrir því líka á landsvísu. Ég held að það sé eitthvað sem gerist alltaf og eins bara í innanlandsframleiðslu,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þó verkefnum hafi fækkað sinni tollverði þó enn verkefnum á flugvallarsvæðinu. „Það koma hérna einkaflug, það eru að koma ferjuflug og einkaflug sem við erum að sinna. Svo erum við náttúrulega með alla vinnsluna í vöruhúsum. Þar eru hraðsendingarnar undir sem við förum í daglega skoðanir á og við erum líka með frakt,“ segir Guðrún Búið er að loka öllum veitingastöðum og verslunum á flugvellinum. Þá hefur mötuneyti starfsmanna líka verið lokað. Fyrirtækin hafa mörg hver flutt vörur út af svæðinu aftur þar sem matvæla og annað liggur undir skemmdum. Guðjón HelgasonVísir/Egill Hjá Isavia segja menn erfitt að segja til um hvenær flugumferð verður aftur orðin lík því sem var þegar mest var. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun hafa áhrif næstu misserin,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi hjá Isavia. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Fíkn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Aðeins örfáir starfsmenn eru þessa dagana við vinnu á Keflavíkurflugvelli en þar starfa þegar mest lætur um tíu þúsund manns. Þeir sem eru við störf á flugvellinum finna vel fyrir því hversu mikið farþegum um völlinn hefur fækkað, þar á meðal tollverðirnir. „Á meðaldegi værum við að sjá fjörutíu og fimm sex farþegaflugvélar að koma hérna í gegn fullar af fólki en í dag erum við að sjá tuttugu upp í fimmtíu max í vél og þetta eru svona ein til þrjár á dag,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á KeflavíkurflugvelliVísir/Egill Þessi litla flugumferð hefur meðal annars haft þau áhrif að fíkniefnamálum á flugvellinum hefur fækkað verulega. Nú er mánuður síðan að einhver var síðast tekinn í tollinum við að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. „Ef við skoðum bara sama tímabil, það sem af er ári í fyrra og núna, við vorum með ellefu máli um þetta leyti í fyrra en við erum komin í fjögur núna. Svo það er alltaf spurt þegar ein leið lokast að svona miklu leyti hvort það færist ekki yfir í hrað- og póstsendingar og bara annan flutningsmáta. Þannig að við þurfum að vera vakandi fyrir því líka á landsvísu. Ég held að það sé eitthvað sem gerist alltaf og eins bara í innanlandsframleiðslu,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þó verkefnum hafi fækkað sinni tollverði þó enn verkefnum á flugvallarsvæðinu. „Það koma hérna einkaflug, það eru að koma ferjuflug og einkaflug sem við erum að sinna. Svo erum við náttúrulega með alla vinnsluna í vöruhúsum. Þar eru hraðsendingarnar undir sem við förum í daglega skoðanir á og við erum líka með frakt,“ segir Guðrún Búið er að loka öllum veitingastöðum og verslunum á flugvellinum. Þá hefur mötuneyti starfsmanna líka verið lokað. Fyrirtækin hafa mörg hver flutt vörur út af svæðinu aftur þar sem matvæla og annað liggur undir skemmdum. Guðjón HelgasonVísir/Egill Hjá Isavia segja menn erfitt að segja til um hvenær flugumferð verður aftur orðin lík því sem var þegar mest var. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun hafa áhrif næstu misserin,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi hjá Isavia.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Fíkn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira