Haukur Ingi vill rannsaka séreinkenni íslensks íþróttafólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2020 19:30 Haukur Ingi mætti til þeirra Kjartans Atla og Henry Birgis í dag. Skjáskot/Sportið í dag Haukur Ingi Guðnason mætti í Sportið í dag og ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson um séreinkenni íslensks íþróttafólks. Haukur Ingi kennir í dag íþróttasálfræði við Háskóla Íslands en á árum áður lék hann knattspyrnu við góðan orðstír hjá Keflavík, Grindavík og Fylki eftir að hafa farið til Liverpool ungur að árum. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst og þetta er eitthvað sem væri mjög gaman að rannsaka. Ég hef svo sem rætt við mína kollega að fara bara í rannsóknir á þessu,“ sagði Haukur Ingi er Kjartan Atli spurði hann út í það hvort íslenskt íþróttafólk væri með einhver séreinkenni. Haukur hélt svo áfram. „Maður heyrir víða erlendis frá að þjálfarar sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta íslenska hugarfar. Ég get nefnt dæmi; Stig Inge Bjørnebye, framkvæmdastjóri Rosenborg, var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið og kom hingað til lands að skoða hvað við Íslendingar værum að gera og af hverju við værum að ná svona góðum árangri.“ „Hann var á leiðinni upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir að það sé ófært, hann spyr því hvort við getum hist í spjall. Við mælum okkur mót og hann segir að bara það að hann hafi ekki komist upp á Skaga sýni hvað sker á milli Íslendinga og Norðmanna.“ „Hann segir að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Þegar hann var kominn upp í Mosfellsbæ og þurfti að snúa við þá keyrði hann framhjá tveimur völlum þar sem var æfing í gangi. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Þegar það er brjálað veður og fólk kemst ekki ferða sinna þá er það bara inni.“ Þessa skemmtilegu sögu ásamt frekari umræðum má hlusta á og sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Haukur Ingi um séreinkenni Íslendinga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00 Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Haukur Ingi Guðnason mætti í Sportið í dag og ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson um séreinkenni íslensks íþróttafólks. Haukur Ingi kennir í dag íþróttasálfræði við Háskóla Íslands en á árum áður lék hann knattspyrnu við góðan orðstír hjá Keflavík, Grindavík og Fylki eftir að hafa farið til Liverpool ungur að árum. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst og þetta er eitthvað sem væri mjög gaman að rannsaka. Ég hef svo sem rætt við mína kollega að fara bara í rannsóknir á þessu,“ sagði Haukur Ingi er Kjartan Atli spurði hann út í það hvort íslenskt íþróttafólk væri með einhver séreinkenni. Haukur hélt svo áfram. „Maður heyrir víða erlendis frá að þjálfarar sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta íslenska hugarfar. Ég get nefnt dæmi; Stig Inge Bjørnebye, framkvæmdastjóri Rosenborg, var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið og kom hingað til lands að skoða hvað við Íslendingar værum að gera og af hverju við værum að ná svona góðum árangri.“ „Hann var á leiðinni upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir að það sé ófært, hann spyr því hvort við getum hist í spjall. Við mælum okkur mót og hann segir að bara það að hann hafi ekki komist upp á Skaga sýni hvað sker á milli Íslendinga og Norðmanna.“ „Hann segir að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Þegar hann var kominn upp í Mosfellsbæ og þurfti að snúa við þá keyrði hann framhjá tveimur völlum þar sem var æfing í gangi. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Þegar það er brjálað veður og fólk kemst ekki ferða sinna þá er það bara inni.“ Þessa skemmtilegu sögu ásamt frekari umræðum má hlusta á og sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Haukur Ingi um séreinkenni Íslendinga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00 Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00
Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00