Vopnahlé tekið gildi í Idlib Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2020 07:08 Erdogan og Pútín í Moskvu í gær. AP/Pavel Golovkin Vopnahlé sem forsetar Tyrklands og Rússlands sömdu um í gær hefur tekið gildi í Idlibhéraði í Sýrlandi. Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. Minnst 60 tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum og fjölmargir hafa fallið í stjórnarhernum. Átökin hafa leitt til umfangsmikils fólksflótta og valdið áhyggjum um að til átaka kæmi á milli Tyrkja og Rússa. Vopnahléið var tilkynnt eftir sex klukkustunda viðræður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu í gær. Það tók gildi á miðnætti, að staðartíma, og felur meðal annars í sér tiltekið öryggissvæði í Idlib og sameiginlegar eftirlitsferðir tyrkneskra og rússneskra hermanna. Erdogan hafði viljað að stjórnarherinn myndi hörfa úr héraðinu og gefa eftir það svæði sem hann hefur tekið frá því sóknin hófst í byrjun desember. Það fékk hann þó ekki. Eftir að viðræðunum lauk ítrekaði Erdogan að Tyrkir myndu hefna fyrir allar árásir stjórnarhersins. Fjallar ekkert um flóttafólk Samkomulagið felur ekki í sér nein ákvæði um hvað verði um þá milljón manna sem þegar hefur flúið heimili sín í Idlib og heldur til í stórum flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands. Sérfræðingar segja ólíklegt að nokkuð samkomulag muni halda til langs tíma. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sjá einnig: Erdogan og Pútín funda í Moskvu Meðal þeirra þriggja milljóna almennu borgara sem halda til í Idlib eru tugir þúsunda vígamanna sem hliðhollir eru al-Qaeda og aðrir íslamistar sem komu víðsvegar að til að taka þátt í átökunum í Sýrlandi á undanförnum árum. Allt í allt eru þeir taldir vera um 50 þúsund talsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Undanfarin ár hafa þessir hópar gert samkomulag við stjórnarherinn um að hörfa undan tilteknum svæðum sem stjórnarherinn hefur tekið með hjálp Rússa. Ildib er í raun eina héraðið sem stendur þeim enn til boða. Vígamenn í sömu stöðu og borgarar Sterkasti hópurinn í Idlib er Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Hann er leiddur af Abu Mohammed al-Golani, sem er meðlimur í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. HTS hét áður Nusra front og var í raun deild al-Qaeda í Sýrlandi. Forsvarsmenn hópsins hafa nokkrum sinnum breytt um nöfn og halda því fram að hafa slitið tengsl við al-Qaeda. Sem þeir hafa ekki gert í alvörunni. Nú eru þeir í rauninni í svipaðri stöðu og borgararnir sem þeir hafa hrellt um árabil. Þeir eru fastir á sífellt minnkandi landskika og verða fyrir sífelldum loftárásum Rússa og stjórnarhersins. Með því vilja Assad-liðar kremja síðasta vígi uppreisnarinnar gegn forsetanum. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Rússland Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi 3. mars 2020 11:31 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Vopnahlé sem forsetar Tyrklands og Rússlands sömdu um í gær hefur tekið gildi í Idlibhéraði í Sýrlandi. Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. Minnst 60 tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum og fjölmargir hafa fallið í stjórnarhernum. Átökin hafa leitt til umfangsmikils fólksflótta og valdið áhyggjum um að til átaka kæmi á milli Tyrkja og Rússa. Vopnahléið var tilkynnt eftir sex klukkustunda viðræður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu í gær. Það tók gildi á miðnætti, að staðartíma, og felur meðal annars í sér tiltekið öryggissvæði í Idlib og sameiginlegar eftirlitsferðir tyrkneskra og rússneskra hermanna. Erdogan hafði viljað að stjórnarherinn myndi hörfa úr héraðinu og gefa eftir það svæði sem hann hefur tekið frá því sóknin hófst í byrjun desember. Það fékk hann þó ekki. Eftir að viðræðunum lauk ítrekaði Erdogan að Tyrkir myndu hefna fyrir allar árásir stjórnarhersins. Fjallar ekkert um flóttafólk Samkomulagið felur ekki í sér nein ákvæði um hvað verði um þá milljón manna sem þegar hefur flúið heimili sín í Idlib og heldur til í stórum flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands. Sérfræðingar segja ólíklegt að nokkuð samkomulag muni halda til langs tíma. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sjá einnig: Erdogan og Pútín funda í Moskvu Meðal þeirra þriggja milljóna almennu borgara sem halda til í Idlib eru tugir þúsunda vígamanna sem hliðhollir eru al-Qaeda og aðrir íslamistar sem komu víðsvegar að til að taka þátt í átökunum í Sýrlandi á undanförnum árum. Allt í allt eru þeir taldir vera um 50 þúsund talsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Undanfarin ár hafa þessir hópar gert samkomulag við stjórnarherinn um að hörfa undan tilteknum svæðum sem stjórnarherinn hefur tekið með hjálp Rússa. Ildib er í raun eina héraðið sem stendur þeim enn til boða. Vígamenn í sömu stöðu og borgarar Sterkasti hópurinn í Idlib er Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Hann er leiddur af Abu Mohammed al-Golani, sem er meðlimur í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. HTS hét áður Nusra front og var í raun deild al-Qaeda í Sýrlandi. Forsvarsmenn hópsins hafa nokkrum sinnum breytt um nöfn og halda því fram að hafa slitið tengsl við al-Qaeda. Sem þeir hafa ekki gert í alvörunni. Nú eru þeir í rauninni í svipaðri stöðu og borgararnir sem þeir hafa hrellt um árabil. Þeir eru fastir á sífellt minnkandi landskika og verða fyrir sífelldum loftárásum Rússa og stjórnarhersins. Með því vilja Assad-liðar kremja síðasta vígi uppreisnarinnar gegn forsetanum. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra.
Rússland Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi 3. mars 2020 11:31 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45