Segist líklega ekki hafa átt að spila á HM í Katar vegna veikinda sonar síns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2020 10:00 Guðjón Valur í leik gegn Frökkum á HM 2015 í Katar. Úrslitin urðu 26-26. Íslendingar voru eina liðið sem Frökkum tókst ekki að vinna á HM 2015. epa/Armando Babani Guðjón Valur Sigurðsson lék með íslenska handboltalandsliðinu á 22 stórmótum á löngum og glæsilegum ferli. Hann segir þó að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar en sonur hans glímdi við veikindi við aðdraganda mótsins. „Svona eftir á að hyggja er ég ekkert viss um að ég hefði átt að fara á þetta mót,“ sagði Guðjón Valur þegar hann rifjaði upp landsliðsferilinn með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni. „Sonur minn veiktist þegar konan mín var á leiðinni út til Barcelona. Hann fékk sýkingu og endaði með sýklalyf í æð inni á spítala í Barcelona.“ Guðjón Valur fór til fjölskyldu sinnar í Barcelona, þar sem hann spilaði á þessum tíma, og lék ekki með landsliðinu á æfingamóti í Danmörku. Sonur hans jafnaði sig þó fyrir HM og Guðjón Valur fór með landsliðinu til Katar. „Ég spilaði mótið. Í fyrsta leik gegn Svíum spilaði ég eins og ég hefði aldrei spilað handbolta áður. Ég var bara ekki á staðnum. Svo var liðslæknir Barcelona liðslæknir Katar. Ég þurfti að fara í rannsókn því óttast var að strákurinn hefði verið með eitthvað smitandi sem hefði getað farið yfir í liðið okkar. Þetta var svaka drama,“ sagði Guðjón Valur. „Ég hugsa núna, af hverju var ég ekki bara heima hjá fjölskyldunni. Þetta var eitt af þeim augnablikum þar sem ég hefði átt hugsa að vera meiri pabbi en leikmaður. Þetta fylgir þessu, maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir. Langt því frá.“ Ísland féll úr leik fyrir Danmörku í sextán liða úrslitum á HM í Katar. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Íslendinga á mótinu með 31 mark. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um HM í Katar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30 Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lék með íslenska handboltalandsliðinu á 22 stórmótum á löngum og glæsilegum ferli. Hann segir þó að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar en sonur hans glímdi við veikindi við aðdraganda mótsins. „Svona eftir á að hyggja er ég ekkert viss um að ég hefði átt að fara á þetta mót,“ sagði Guðjón Valur þegar hann rifjaði upp landsliðsferilinn með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni. „Sonur minn veiktist þegar konan mín var á leiðinni út til Barcelona. Hann fékk sýkingu og endaði með sýklalyf í æð inni á spítala í Barcelona.“ Guðjón Valur fór til fjölskyldu sinnar í Barcelona, þar sem hann spilaði á þessum tíma, og lék ekki með landsliðinu á æfingamóti í Danmörku. Sonur hans jafnaði sig þó fyrir HM og Guðjón Valur fór með landsliðinu til Katar. „Ég spilaði mótið. Í fyrsta leik gegn Svíum spilaði ég eins og ég hefði aldrei spilað handbolta áður. Ég var bara ekki á staðnum. Svo var liðslæknir Barcelona liðslæknir Katar. Ég þurfti að fara í rannsókn því óttast var að strákurinn hefði verið með eitthvað smitandi sem hefði getað farið yfir í liðið okkar. Þetta var svaka drama,“ sagði Guðjón Valur. „Ég hugsa núna, af hverju var ég ekki bara heima hjá fjölskyldunni. Þetta var eitt af þeim augnablikum þar sem ég hefði átt hugsa að vera meiri pabbi en leikmaður. Þetta fylgir þessu, maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir. Langt því frá.“ Ísland féll úr leik fyrir Danmörku í sextán liða úrslitum á HM í Katar. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Íslendinga á mótinu með 31 mark. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um HM í Katar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30 Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30
Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00
Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00
Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30
Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00