„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. maí 2020 09:30 Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og fór á 22 stórmót með landsliðinu en eitt þeirra var HM í Frakklandi 2001. Það var annað stórmót Guðjóns en í fyrsta sinn sem hann var eini vinstri hornamaðurinn í hópnum. „Við spilum við Bandaríkjamenn á Selfossi. Inn í klefa eftir leikinn er hópurinn skorinn niður,“ sagði Guðjón. Gústaf Bjarnason, einn reynslubolti hópsins, var ekki valinn í hópinn og Guðjón því, eins og áður segir, einn með vinstri hornarstöðuna. „Gústi Bjarna var að spila á sínum heimavelli. Ég held að hann hafi verið fyrirliði í þessum leik og er svo „köttaður“. Þetta er ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í með liðinu þá til baka.“ „Þetta var reynslumikill og náinn hópur eins og við urðum síðar. Mér fannst ég eiginlega ekki fitta inn aldurslega og tengingalega séð. Maður var einn af fáum sem var að spila á Íslandi á þeim tíma. Ég man alltaf eftir þessa tilfinningu og mig langaði ekki að líða svona. Þetta var ekkert sem ég gat að gert og þetta var val þjálfarans.“ Hann segir þó að hann hafi lært mikið að því hvernig Gústaf kom fram við hann strax eftir valið. Hann hafi óskað honum til hamingju og strákarnir hafi tekið honum vel þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta var óþægilegt og erfitt á þeim tíma en þá lærði ég hvernig maður getur tekið á við erfiðar aðstæður. Gústi kom til mín, óskaði mér til hamingju og góðs gengis og var alvöru karlmaður. Það var ekkert vesen frá hópnum eða honum gagnvart mér en mér fannst þetta rangt. Mér fannst ég vera taka eitthvað frá honum þó að ákvörðunin hafi ekki verið mín. Ég var honum alltaf þakklátur fyrir það hvernig hann tæklaði þetta og tók samviskubitið frá mér. “ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um rútuferðina fyrir EM 2001 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og fór á 22 stórmót með landsliðinu en eitt þeirra var HM í Frakklandi 2001. Það var annað stórmót Guðjóns en í fyrsta sinn sem hann var eini vinstri hornamaðurinn í hópnum. „Við spilum við Bandaríkjamenn á Selfossi. Inn í klefa eftir leikinn er hópurinn skorinn niður,“ sagði Guðjón. Gústaf Bjarnason, einn reynslubolti hópsins, var ekki valinn í hópinn og Guðjón því, eins og áður segir, einn með vinstri hornarstöðuna. „Gústi Bjarna var að spila á sínum heimavelli. Ég held að hann hafi verið fyrirliði í þessum leik og er svo „köttaður“. Þetta er ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í með liðinu þá til baka.“ „Þetta var reynslumikill og náinn hópur eins og við urðum síðar. Mér fannst ég eiginlega ekki fitta inn aldurslega og tengingalega séð. Maður var einn af fáum sem var að spila á Íslandi á þeim tíma. Ég man alltaf eftir þessa tilfinningu og mig langaði ekki að líða svona. Þetta var ekkert sem ég gat að gert og þetta var val þjálfarans.“ Hann segir þó að hann hafi lært mikið að því hvernig Gústaf kom fram við hann strax eftir valið. Hann hafi óskað honum til hamingju og strákarnir hafi tekið honum vel þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta var óþægilegt og erfitt á þeim tíma en þá lærði ég hvernig maður getur tekið á við erfiðar aðstæður. Gústi kom til mín, óskaði mér til hamingju og góðs gengis og var alvöru karlmaður. Það var ekkert vesen frá hópnum eða honum gagnvart mér en mér fannst þetta rangt. Mér fannst ég vera taka eitthvað frá honum þó að ákvörðunin hafi ekki verið mín. Ég var honum alltaf þakklátur fyrir það hvernig hann tæklaði þetta og tók samviskubitið frá mér. “ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um rútuferðina fyrir EM 2001 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira