„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. maí 2020 09:30 Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og fór á 22 stórmót með landsliðinu en eitt þeirra var HM í Frakklandi 2001. Það var annað stórmót Guðjóns en í fyrsta sinn sem hann var eini vinstri hornamaðurinn í hópnum. „Við spilum við Bandaríkjamenn á Selfossi. Inn í klefa eftir leikinn er hópurinn skorinn niður,“ sagði Guðjón. Gústaf Bjarnason, einn reynslubolti hópsins, var ekki valinn í hópinn og Guðjón því, eins og áður segir, einn með vinstri hornarstöðuna. „Gústi Bjarna var að spila á sínum heimavelli. Ég held að hann hafi verið fyrirliði í þessum leik og er svo „köttaður“. Þetta er ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í með liðinu þá til baka.“ „Þetta var reynslumikill og náinn hópur eins og við urðum síðar. Mér fannst ég eiginlega ekki fitta inn aldurslega og tengingalega séð. Maður var einn af fáum sem var að spila á Íslandi á þeim tíma. Ég man alltaf eftir þessa tilfinningu og mig langaði ekki að líða svona. Þetta var ekkert sem ég gat að gert og þetta var val þjálfarans.“ Hann segir þó að hann hafi lært mikið að því hvernig Gústaf kom fram við hann strax eftir valið. Hann hafi óskað honum til hamingju og strákarnir hafi tekið honum vel þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta var óþægilegt og erfitt á þeim tíma en þá lærði ég hvernig maður getur tekið á við erfiðar aðstæður. Gústi kom til mín, óskaði mér til hamingju og góðs gengis og var alvöru karlmaður. Það var ekkert vesen frá hópnum eða honum gagnvart mér en mér fannst þetta rangt. Mér fannst ég vera taka eitthvað frá honum þó að ákvörðunin hafi ekki verið mín. Ég var honum alltaf þakklátur fyrir það hvernig hann tæklaði þetta og tók samviskubitið frá mér. “ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um rútuferðina fyrir EM 2001 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og fór á 22 stórmót með landsliðinu en eitt þeirra var HM í Frakklandi 2001. Það var annað stórmót Guðjóns en í fyrsta sinn sem hann var eini vinstri hornamaðurinn í hópnum. „Við spilum við Bandaríkjamenn á Selfossi. Inn í klefa eftir leikinn er hópurinn skorinn niður,“ sagði Guðjón. Gústaf Bjarnason, einn reynslubolti hópsins, var ekki valinn í hópinn og Guðjón því, eins og áður segir, einn með vinstri hornarstöðuna. „Gústi Bjarna var að spila á sínum heimavelli. Ég held að hann hafi verið fyrirliði í þessum leik og er svo „köttaður“. Þetta er ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í með liðinu þá til baka.“ „Þetta var reynslumikill og náinn hópur eins og við urðum síðar. Mér fannst ég eiginlega ekki fitta inn aldurslega og tengingalega séð. Maður var einn af fáum sem var að spila á Íslandi á þeim tíma. Ég man alltaf eftir þessa tilfinningu og mig langaði ekki að líða svona. Þetta var ekkert sem ég gat að gert og þetta var val þjálfarans.“ Hann segir þó að hann hafi lært mikið að því hvernig Gústaf kom fram við hann strax eftir valið. Hann hafi óskað honum til hamingju og strákarnir hafi tekið honum vel þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta var óþægilegt og erfitt á þeim tíma en þá lærði ég hvernig maður getur tekið á við erfiðar aðstæður. Gústi kom til mín, óskaði mér til hamingju og góðs gengis og var alvöru karlmaður. Það var ekkert vesen frá hópnum eða honum gagnvart mér en mér fannst þetta rangt. Mér fannst ég vera taka eitthvað frá honum þó að ákvörðunin hafi ekki verið mín. Ég var honum alltaf þakklátur fyrir það hvernig hann tæklaði þetta og tók samviskubitið frá mér. “ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um rútuferðina fyrir EM 2001 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira