Ný sending af ketilbjöllum barst í íþróttavöruverslunina Hreysti í gær og myndaðist því heljarinnar röð fyrir utan verslunina við Skeifuna 19 í dag.
Fjölmargir stóðu fyrir utan verslunina í hádeginu í dag.
Í samkomubanni eru allar líkamsræktarstöðvar landsins lokaðar og eru Íslendingar greinilega að æfa sig töluvert heima fyrir.
Örn Úlfar Sævarsson birti þessa mynd hér að neðan á Twitter í dag.
#lóðaskortur pic.twitter.com/6XNnK9SF1W
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) April 3, 2020