Rekstrarhalli Landspítalans nemur rúmum átta hundruð milljónum króna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:14 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Stöð2/Egill Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. Þá hafa rekstrargjöld aukist um tæpar hundrað og sextíu milljónir á sama tíma frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Páll spítalann undanfarið hafa glímt við undirliggjandi rekstrarvanda en í ofanálag þurfti stjórn og starfsfólk spítalans að finna lausnir með hraði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. „Kostnaður vegna farsóttar spilar þarna inn í. Við erum ekki búin að reikna hversu mikill hann er en síðan eru undirliggjandi þættir sem valda rekstrarvanda. Verkefni spítalans eru í einhverjum skilningi umfram það sem fjárveitingar leyfa. Vegna þess að það er ekki annað að leita með mörg verkefni og við þurfum að sinna þeim. Það er áskorun að laga launakostnað að þeim fjárveitingum sem við fáum. Það hefur verið verkefnið og við höfum náð ágætis árangri þar. Hvort við þurfum að gera eitthvað enn frekar? Mér þykir það líklegt en væntanlega ekkert á pari við það sem kemur fram í starfsemisupplýsingum núna því þær truflast mjög af Covid-19 farsóttinni“. Lærdómur af viðbrögðum við Covid-19 dýrmætt veganesti Spítalanum verður þó bættur sá kostnaður sem tengist farsóttinni en kalla þurfti til auka mannskap auk þess sem opna þurfti nýjar deildir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Ég held að lærdómurinn af viðbrögðum okkar við farsóttinni innan spítala snúist mjög mikið um það hvernig við getum, með markvissari hætti, eflt okkar göngudeildir - sem hefur reyndar verið á dagskrá árum saman - og hvernig við getum notað fjarheilbrigðisþjónustu. En kannski sérstaklega flokkun vandamála í upphafi þannig að það sé hægt að beina sjúklingum í réttan farveg því það nýtir best okkar mannskap og fjármagn. Það er lærdómurinn innanhúss en ekki síður í heilbrigðiskerfinu í heild. Það samstarf sem við sáum í viðbrögðum við þessari farsótt, samstarf á milli mismunandi heilbrigðisstofnana, var algjörlega til fyrirmyndar og það er eitthvað sem við viljum halda í,“ segir Páll.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. Þá hafa rekstrargjöld aukist um tæpar hundrað og sextíu milljónir á sama tíma frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Páll spítalann undanfarið hafa glímt við undirliggjandi rekstrarvanda en í ofanálag þurfti stjórn og starfsfólk spítalans að finna lausnir með hraði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. „Kostnaður vegna farsóttar spilar þarna inn í. Við erum ekki búin að reikna hversu mikill hann er en síðan eru undirliggjandi þættir sem valda rekstrarvanda. Verkefni spítalans eru í einhverjum skilningi umfram það sem fjárveitingar leyfa. Vegna þess að það er ekki annað að leita með mörg verkefni og við þurfum að sinna þeim. Það er áskorun að laga launakostnað að þeim fjárveitingum sem við fáum. Það hefur verið verkefnið og við höfum náð ágætis árangri þar. Hvort við þurfum að gera eitthvað enn frekar? Mér þykir það líklegt en væntanlega ekkert á pari við það sem kemur fram í starfsemisupplýsingum núna því þær truflast mjög af Covid-19 farsóttinni“. Lærdómur af viðbrögðum við Covid-19 dýrmætt veganesti Spítalanum verður þó bættur sá kostnaður sem tengist farsóttinni en kalla þurfti til auka mannskap auk þess sem opna þurfti nýjar deildir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Ég held að lærdómurinn af viðbrögðum okkar við farsóttinni innan spítala snúist mjög mikið um það hvernig við getum, með markvissari hætti, eflt okkar göngudeildir - sem hefur reyndar verið á dagskrá árum saman - og hvernig við getum notað fjarheilbrigðisþjónustu. En kannski sérstaklega flokkun vandamála í upphafi þannig að það sé hægt að beina sjúklingum í réttan farveg því það nýtir best okkar mannskap og fjármagn. Það er lærdómurinn innanhúss en ekki síður í heilbrigðiskerfinu í heild. Það samstarf sem við sáum í viðbrögðum við þessari farsótt, samstarf á milli mismunandi heilbrigðisstofnana, var algjörlega til fyrirmyndar og það er eitthvað sem við viljum halda í,“ segir Páll.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56