Andvaraleysi Alþingis gagnvart utanríkismálum Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:00 Árleg umræða um skýrslu utanríkisráðherra var á dagskrá Alþingis í síðastliðinni viku. Eina heildstæða umræðan um utanríkismál á Alþingi Íslendinga. Fyrir ári síðan í umræðunni um skýrslu undangengins árs tóku einungis 13 þingmenn þátt. Nú, þegar utanríkismál hafa sjaldan verið mikilvægari fyrir Ísland á tímum heimsfaraldurs og -kreppu, tóku 10 þingmenn þátt í umræðunni. Þar að auki var ræðutími þeirra styttri en síðustu ár. Nokkrir af þeim þingmönnum sem tóku til máls í umræðunni lýstu yfir ónægju sinni með fyrirkomulagið og kölluðu bæði eftir auknum ræðutíma og að umræðunni yrði skipt upp – að þingmönnum yrði ekki gert að ræða yfirgripsmikla 138 blaðsíðna skýrslu utanríkisráðherra um alla anga málaflokksins á einum og sama þingfundinum á takmörkuðum ræðutíma. Af hverju er utanríkismálum ekki gert hærra undir höfði á Alþingi? Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Miðflokkur áttu tvo fulltrúa í umræðunni hver og Samfylking, Viðreisn, Framsókn og Flokkur fólksins einn fulltrúa hver. Þingmenn Pírata tóku ekki þátt í umræðunni. Vert er að geta þess að umræðan var lífleg og áhugaverð og umfjöllunarefnin fjölbreytt. Hrós fá þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni og þar sem þeir eru svo fáir er hreinlega ekkert því til fyrirstöðu að telja þá upp: Ari Trausti Guðmundsson Birgir Þórarinsson Bryndís Haraldsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Gunnar Bragi Sveinsson Logi Einarsson Rósa Björk Brynjólfsdóttir Sigríður Á. Andersen Silja Dögg Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Önnur birtingarmynd andvaraleysis Alþingis gagnvart utanríkismálum er nær algjör ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis sem undirrituð skrifaði grein um hér á Vísi fyrr á árinu. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ljóst er af ofangreindu að svo er ekki raunin í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Alþingi Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Árleg umræða um skýrslu utanríkisráðherra var á dagskrá Alþingis í síðastliðinni viku. Eina heildstæða umræðan um utanríkismál á Alþingi Íslendinga. Fyrir ári síðan í umræðunni um skýrslu undangengins árs tóku einungis 13 þingmenn þátt. Nú, þegar utanríkismál hafa sjaldan verið mikilvægari fyrir Ísland á tímum heimsfaraldurs og -kreppu, tóku 10 þingmenn þátt í umræðunni. Þar að auki var ræðutími þeirra styttri en síðustu ár. Nokkrir af þeim þingmönnum sem tóku til máls í umræðunni lýstu yfir ónægju sinni með fyrirkomulagið og kölluðu bæði eftir auknum ræðutíma og að umræðunni yrði skipt upp – að þingmönnum yrði ekki gert að ræða yfirgripsmikla 138 blaðsíðna skýrslu utanríkisráðherra um alla anga málaflokksins á einum og sama þingfundinum á takmörkuðum ræðutíma. Af hverju er utanríkismálum ekki gert hærra undir höfði á Alþingi? Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Miðflokkur áttu tvo fulltrúa í umræðunni hver og Samfylking, Viðreisn, Framsókn og Flokkur fólksins einn fulltrúa hver. Þingmenn Pírata tóku ekki þátt í umræðunni. Vert er að geta þess að umræðan var lífleg og áhugaverð og umfjöllunarefnin fjölbreytt. Hrós fá þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni og þar sem þeir eru svo fáir er hreinlega ekkert því til fyrirstöðu að telja þá upp: Ari Trausti Guðmundsson Birgir Þórarinsson Bryndís Haraldsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Gunnar Bragi Sveinsson Logi Einarsson Rósa Björk Brynjólfsdóttir Sigríður Á. Andersen Silja Dögg Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Önnur birtingarmynd andvaraleysis Alþingis gagnvart utanríkismálum er nær algjör ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis sem undirrituð skrifaði grein um hér á Vísi fyrr á árinu. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ljóst er af ofangreindu að svo er ekki raunin í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun