Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. maí 2020 09:38 Fækkun ferðamanna hefur komið illa niður á íslenskum fyrirtækjum, ekki síst fyrirtækjum í ferðaþjónustu eins og gefur að skilja. Þess má vænta að krafa um tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins verði framlengd um mánuð. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar vegna kórónuveirufaraldursins. Sé mið tekið af könnun sem SA framkvæmdi meðal forstöðumannanna má ætla að uppsagnir muni ná til um 3,2 prósenta starfsmanna þeirra, sé það heimfært á hagkerfið í heild gæti það samsvarað um 5600 uppsögnum. Könnun SA var framkvæmd dagana 22. apríl til 4. maí. Sé hún borin saman við sambærilega könnun sem samtökin gerðu meðal félagsmanna sinna í lok mars má sjá að umtalsvert meiri svartsýni gætir í svörum forstöðumannanna. Þannig gerðu flestir þeirra ráð fyrir að kreppa vegna kórónuveirunnar myndi standa í á bilinu 3 til 7 mánuði þegar þeir voru spurðir í mars lok. Nýja könnunin sýnir hins vegar að forstöðumennirnir búa sig í dag undir lengri kreppu, að jafnaði gera þeir ráð fyrir að hún muni standa yfir í ár. Kórónuveiran er sögð hafa lækkað tekjur um 70 prósent fyrirtækja í íslensku atvinnulífi í síðasta mánuði, sé hana borinn saman við aprílmánuð í fyrra. Fjórðungur fyrirtækja hafi þannig sé rúmlega 75 prósent tekna sinna fuðra upp og tíunda hvert fyrirtæki horft upp á helmings samdrátt. Mestur samdráttur var meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Könnunina, sem Maskína framkvæmdi fyrir SA, má nálgast hér. Spurningar voru lagðar fyrir 1.800 forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA og svöruðu 686, sem gerir 37 prósent svarhlutfall. Starfsmenn fyrirtækjanna sem tóku þátt eru um 40 þúsund sem svarar til tæplega 30 prósent starfsmanna í viðskiptahagkerfinu. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar vegna kórónuveirufaraldursins. Sé mið tekið af könnun sem SA framkvæmdi meðal forstöðumannanna má ætla að uppsagnir muni ná til um 3,2 prósenta starfsmanna þeirra, sé það heimfært á hagkerfið í heild gæti það samsvarað um 5600 uppsögnum. Könnun SA var framkvæmd dagana 22. apríl til 4. maí. Sé hún borin saman við sambærilega könnun sem samtökin gerðu meðal félagsmanna sinna í lok mars má sjá að umtalsvert meiri svartsýni gætir í svörum forstöðumannanna. Þannig gerðu flestir þeirra ráð fyrir að kreppa vegna kórónuveirunnar myndi standa í á bilinu 3 til 7 mánuði þegar þeir voru spurðir í mars lok. Nýja könnunin sýnir hins vegar að forstöðumennirnir búa sig í dag undir lengri kreppu, að jafnaði gera þeir ráð fyrir að hún muni standa yfir í ár. Kórónuveiran er sögð hafa lækkað tekjur um 70 prósent fyrirtækja í íslensku atvinnulífi í síðasta mánuði, sé hana borinn saman við aprílmánuð í fyrra. Fjórðungur fyrirtækja hafi þannig sé rúmlega 75 prósent tekna sinna fuðra upp og tíunda hvert fyrirtæki horft upp á helmings samdrátt. Mestur samdráttur var meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Könnunina, sem Maskína framkvæmdi fyrir SA, má nálgast hér. Spurningar voru lagðar fyrir 1.800 forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA og svöruðu 686, sem gerir 37 prósent svarhlutfall. Starfsmenn fyrirtækjanna sem tóku þátt eru um 40 þúsund sem svarar til tæplega 30 prósent starfsmanna í viðskiptahagkerfinu.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira