Fyrstu CrossFit heimsleikarnir voru ekki góð upplifun fyrir Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti á sínum fyrstu heimsleikum sínum árið 2012. Hún gerði vel í að komast þangað en það gekk allt á afturfótunum hjá henni á heimsleikunum sjálfum. Mynd/Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir halda áfram að fara saman yfir CrossFit ferla sína í Dóttir-spjallinu sínu og í þeim nýjasta var komið að því að rifja það upp þegar Katrín Tanja steig sín fyrstu spor á heimsleikunum árið 2012. Á meðan Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig frábærlega og tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð var upplifun allt önnur fyrir Katrínu Tönju. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt Katrín Tanja endaði í öðru sæti í undankeppni Evrópu á eftir Anníe Mist og ætlaði sér stóra hluti í frumraun sinni árið 2012. Annað kom á daginn og Katrín lenti hreinlega á vegg á leikunum. Katrín naut sín í undankeppninni og varð í öðru sæti á eftir Anníe í fimm af sex greinum. „Mér fannst ég vera að keppa við þig og fékk um leið þá falska trú að ég væri komin upp á þitt stig af því að ég var alltaf næst á eftir þér. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram How Katrin our everything on the line and gained a winning mindset A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 10, 2020 at 7:38am PDT Hún undirbjó sig vel fyrir leikana en hafði um leið aldrei áður æft fyrir heimsleika og vissi ekki hvað hún var að fara út í. Hún og Anníe Mist æfðu heldur ekki saman þetta sumar. „Ég vissi ekki hvað ég átti von á og ég hafði aldrei þjálfað hugann minn. Ég sá fyrir mér að allt gengi fullkomlega upp. Þegar fór að ganga illa á leikunum þá hugsaði ég: Hvað er að gerast?,“ sagði Katrín Tanja og stressið fór illa með hana. Var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan „Ég fór að einblína á úrslitin og í hvaða sæti ég væri. Svo hrapa ég niður töfluna og áhyggjurnar aukast með hverri grein. Ég var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan. Þú verður bara að gera þitt besta í hverri grein og það gengur ekki að reyna að bæta fyrir eitthvað. Þegar þú gerir það þá ferðu of hratt út og klúðrar einhverju öðru,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir grófu upp þessa gömlu mynd af þeim að keppa í fyrsta sinn á svæðismóti í CrossFit.Mynd/Instagram Katrín Tanja þurfti einnig að venjast því að vera í kringum allar CrossFit stjörnurnar sem hún hafði bara séð í sjónvarpinu og hún var svolítið með stjörnur í augum á þessum fyrstu heimsleikum. „Mér fannst líka eins og allar hinar þekktust svo vel og ég var bara ein út í horni. Ég var heldur ekki með þjálfara sem hefði getað hjálpað mér að ná aftur upp einbeitingu þegar hlutirnir fóru að ganga illa,“ sagði Katrín Tanja. Sat í stúkunni á lokadeginum Katrín Tanja endaði í 30. sæti á heimsleikunum en það sem var kannski sárast var að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekki að keppa á lokadeginum. „Ég sat í stúkunni á lokadeginum. Ég var svo vonsvikin og skammaðist mín fyrir að hafa ekki náð niðurskurðinum. Mér fannst ég ekki ætti heima þarna og þessi fyrsta upplifun mín af heimsleikunum var ekki góð,“ sagði Katrín Tanja. Það má hlusta á allt spjallið hjá Katrínu Tönju og Anníe Mist hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir halda áfram að fara saman yfir CrossFit ferla sína í Dóttir-spjallinu sínu og í þeim nýjasta var komið að því að rifja það upp þegar Katrín Tanja steig sín fyrstu spor á heimsleikunum árið 2012. Á meðan Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig frábærlega og tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð var upplifun allt önnur fyrir Katrínu Tönju. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt Katrín Tanja endaði í öðru sæti í undankeppni Evrópu á eftir Anníe Mist og ætlaði sér stóra hluti í frumraun sinni árið 2012. Annað kom á daginn og Katrín lenti hreinlega á vegg á leikunum. Katrín naut sín í undankeppninni og varð í öðru sæti á eftir Anníe í fimm af sex greinum. „Mér fannst ég vera að keppa við þig og fékk um leið þá falska trú að ég væri komin upp á þitt stig af því að ég var alltaf næst á eftir þér. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram How Katrin our everything on the line and gained a winning mindset A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 10, 2020 at 7:38am PDT Hún undirbjó sig vel fyrir leikana en hafði um leið aldrei áður æft fyrir heimsleika og vissi ekki hvað hún var að fara út í. Hún og Anníe Mist æfðu heldur ekki saman þetta sumar. „Ég vissi ekki hvað ég átti von á og ég hafði aldrei þjálfað hugann minn. Ég sá fyrir mér að allt gengi fullkomlega upp. Þegar fór að ganga illa á leikunum þá hugsaði ég: Hvað er að gerast?,“ sagði Katrín Tanja og stressið fór illa með hana. Var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan „Ég fór að einblína á úrslitin og í hvaða sæti ég væri. Svo hrapa ég niður töfluna og áhyggjurnar aukast með hverri grein. Ég var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan. Þú verður bara að gera þitt besta í hverri grein og það gengur ekki að reyna að bæta fyrir eitthvað. Þegar þú gerir það þá ferðu of hratt út og klúðrar einhverju öðru,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir grófu upp þessa gömlu mynd af þeim að keppa í fyrsta sinn á svæðismóti í CrossFit.Mynd/Instagram Katrín Tanja þurfti einnig að venjast því að vera í kringum allar CrossFit stjörnurnar sem hún hafði bara séð í sjónvarpinu og hún var svolítið með stjörnur í augum á þessum fyrstu heimsleikum. „Mér fannst líka eins og allar hinar þekktust svo vel og ég var bara ein út í horni. Ég var heldur ekki með þjálfara sem hefði getað hjálpað mér að ná aftur upp einbeitingu þegar hlutirnir fóru að ganga illa,“ sagði Katrín Tanja. Sat í stúkunni á lokadeginum Katrín Tanja endaði í 30. sæti á heimsleikunum en það sem var kannski sárast var að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekki að keppa á lokadeginum. „Ég sat í stúkunni á lokadeginum. Ég var svo vonsvikin og skammaðist mín fyrir að hafa ekki náð niðurskurðinum. Mér fannst ég ekki ætti heima þarna og þessi fyrsta upplifun mín af heimsleikunum var ekki góð,“ sagði Katrín Tanja. Það má hlusta á allt spjallið hjá Katrínu Tönju og Anníe Mist hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira