Gróf undan sérfræðingum um kórónuveiruna í Fox-viðtali Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 12:07 Trump setti fram framandlegar kenningar um kórónuveiruna í viðtali við vin sinn og ráðgjafa Sean Hannity (t.v.) í viðtali á Fox News í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með ítrekaðar fleipur um alvarleika kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Sagðist forsetinn hafa „hugboð“ um að tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um dánartíðni af völdum veirunnar væru „rangar“. Tugir þúsunda manna hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum í tugum landa og rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið af völdum hennar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að veiran dragi um 3,4% þeirra sem smitast til dauða. Í viðtali við Sean Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær lýsti Trump Bandaríkjaforseti persónulegum hugmyndum sínum um veiruna sem ganga í berhögg við yfirlýsingar ríkisstjórnar hans og alþjóðlegra stofnana. Trump to Hannity on WHO saying coronavirus death rate is 3.4%: "I think the 3.4% number is really a false number. Now this is just my hunch, but based on a lot of conversations ... personally, I'd say the number is way under 1%."Astoundingly irresponsible. pic.twitter.com/uC9c03zX31— Aaron Rupar (@atrupar) March 5, 2020 Þannig hafði forsetinn persónulega kenningu um að dánartíðnin væri í raun mun lægri en WHO segir. „Ég held að talan 3,4% sé röng tala. Þetta er bara mitt hugboð en byggt á mörgum samtölum við margt fólk sem gerir þetta vegna þess að margir fá þetta og þetta er mjög vægt. Því batnar fljótt að það fer ekki einu sinni til læknis og hringir ekki einu sinni í lækni. Maður heyrir aldrei um þetta fólk,“ hélt forsetinn fram. Skaut forsetinn út í loftið á að hundruð þúsunda manna hafi smitast af veirunni en náð bata og jafnvel mætt til vinnu á meðan. „Þeir vita ekki um þessi vægu tilfelli vegna þess að vægu tilfellin fara ekki á sjúkrahús, þau láta ekki lækna vita eða spítala í mörgum tilfellum þannig að ég held að þessi tala sé mjög há. Ég held að talan, persónulega, ég myndi segja að talan sé langt undir einu prósenti,“ fullyrti Trump. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar og að vera meira umhugað um að róa fjármálamarkaði en að tryggja að hún valdi ekki usla í bandarísku samfélagi. Trump hefur þannig ítrekað reynt að gera lítið úr alvarleika veirunnar og gefið í skyn að umfjöllun um útbreiðslu hennar sé einhvers konar „gabb“ runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hans. Kenndi Trump jafnvel Barack Obama, fyrrverandi forseta, um vandræðagang með greiningar á kórónuveirusmitum í gær. Obama lét af embætti í janúar árið 2017. Donald Trump Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með ítrekaðar fleipur um alvarleika kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Sagðist forsetinn hafa „hugboð“ um að tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um dánartíðni af völdum veirunnar væru „rangar“. Tugir þúsunda manna hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum í tugum landa og rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið af völdum hennar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að veiran dragi um 3,4% þeirra sem smitast til dauða. Í viðtali við Sean Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær lýsti Trump Bandaríkjaforseti persónulegum hugmyndum sínum um veiruna sem ganga í berhögg við yfirlýsingar ríkisstjórnar hans og alþjóðlegra stofnana. Trump to Hannity on WHO saying coronavirus death rate is 3.4%: "I think the 3.4% number is really a false number. Now this is just my hunch, but based on a lot of conversations ... personally, I'd say the number is way under 1%."Astoundingly irresponsible. pic.twitter.com/uC9c03zX31— Aaron Rupar (@atrupar) March 5, 2020 Þannig hafði forsetinn persónulega kenningu um að dánartíðnin væri í raun mun lægri en WHO segir. „Ég held að talan 3,4% sé röng tala. Þetta er bara mitt hugboð en byggt á mörgum samtölum við margt fólk sem gerir þetta vegna þess að margir fá þetta og þetta er mjög vægt. Því batnar fljótt að það fer ekki einu sinni til læknis og hringir ekki einu sinni í lækni. Maður heyrir aldrei um þetta fólk,“ hélt forsetinn fram. Skaut forsetinn út í loftið á að hundruð þúsunda manna hafi smitast af veirunni en náð bata og jafnvel mætt til vinnu á meðan. „Þeir vita ekki um þessi vægu tilfelli vegna þess að vægu tilfellin fara ekki á sjúkrahús, þau láta ekki lækna vita eða spítala í mörgum tilfellum þannig að ég held að þessi tala sé mjög há. Ég held að talan, persónulega, ég myndi segja að talan sé langt undir einu prósenti,“ fullyrti Trump. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar og að vera meira umhugað um að róa fjármálamarkaði en að tryggja að hún valdi ekki usla í bandarísku samfélagi. Trump hefur þannig ítrekað reynt að gera lítið úr alvarleika veirunnar og gefið í skyn að umfjöllun um útbreiðslu hennar sé einhvers konar „gabb“ runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hans. Kenndi Trump jafnvel Barack Obama, fyrrverandi forseta, um vandræðagang með greiningar á kórónuveirusmitum í gær. Obama lét af embætti í janúar árið 2017.
Donald Trump Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira