Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 23:51 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að halda fjarlægð við annað fólk í varúðarskyni. Blaðafulltrúi hans greindist smitaður af kórónuveiru á föstudag. Vísir/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali í dag eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. AP-fréttastofan segir að ítrekuð próf sem Pence hefur gengist undir frá því að hann var í návígi við smitaðan einstakling hafi verið neikvæð. Hann fylgi hins vegar leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um að fjarlægja sig öðru fólki tímabundið. Talsmaður Pence segir engu að síður að Pence sé ekki í sóttkví og að hann hyggist mæta til starfa í Hvíta húsinu á morgun. Blaðafulltrúi Pence, Katie Miller, greindist með kórónuveiruna á föstudag og var hún þá annar starfsmaður Hvíta hússins sem greindist smitaður á einni viku. Persónulegur aðstoðarmaður Trump greindist smitaður á fimmtudag. Miller er eiginkona Stephens Miller, eins helsta ráðgjafa Trump forseta. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, Robert Redfield, forstjóri CDC, og Stephen Hahn, forstjóri Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna, eru allir í sóttkví vegna þess að þeir voru nærri starfsmanni Hvíta hússins sem greindist smitaður. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Fjölmiðlafulltrúi Mike Pence með Covid-19 Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveiruna í dag, daginn eftir að annar starfsmaður Hvíta hússins greindist með veiruna. 8. maí 2020 21:25 Einkaþjónn Trump greindist með Covid-19 Maðurinn, sem er sjóliði, er í nánum samskiptum við forsetann og ber meðal annars fram matinn hans. 7. maí 2020 16:37 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali í dag eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. AP-fréttastofan segir að ítrekuð próf sem Pence hefur gengist undir frá því að hann var í návígi við smitaðan einstakling hafi verið neikvæð. Hann fylgi hins vegar leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um að fjarlægja sig öðru fólki tímabundið. Talsmaður Pence segir engu að síður að Pence sé ekki í sóttkví og að hann hyggist mæta til starfa í Hvíta húsinu á morgun. Blaðafulltrúi Pence, Katie Miller, greindist með kórónuveiruna á föstudag og var hún þá annar starfsmaður Hvíta hússins sem greindist smitaður á einni viku. Persónulegur aðstoðarmaður Trump greindist smitaður á fimmtudag. Miller er eiginkona Stephens Miller, eins helsta ráðgjafa Trump forseta. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, Robert Redfield, forstjóri CDC, og Stephen Hahn, forstjóri Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna, eru allir í sóttkví vegna þess að þeir voru nærri starfsmanni Hvíta hússins sem greindist smitaður.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Fjölmiðlafulltrúi Mike Pence með Covid-19 Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveiruna í dag, daginn eftir að annar starfsmaður Hvíta hússins greindist með veiruna. 8. maí 2020 21:25 Einkaþjónn Trump greindist með Covid-19 Maðurinn, sem er sjóliði, er í nánum samskiptum við forsetann og ber meðal annars fram matinn hans. 7. maí 2020 16:37 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42
Fjölmiðlafulltrúi Mike Pence með Covid-19 Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveiruna í dag, daginn eftir að annar starfsmaður Hvíta hússins greindist með veiruna. 8. maí 2020 21:25
Einkaþjónn Trump greindist með Covid-19 Maðurinn, sem er sjóliði, er í nánum samskiptum við forsetann og ber meðal annars fram matinn hans. 7. maí 2020 16:37