Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2020 22:02 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Vesturlandsvegur milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga þykir einhver hættulegasti kafli þjóðvegakerfisins og þar hefur lengi verið kallað eftir endurbótum, eins og fram kom á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum: Þegar Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er spurður um næstu stóru útboðsverk þá er Kjalarnes á listanum. Hann nefnir einnig Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Á Kjalarnesi er vonast til að fyrsti áfanginn, milli Varmhóla og Grundarhverfi, verði boðinn út í júní, en næsti áfangi er svo milli Grundarhverfis og Hvalfjarðar. Ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi er raunar stefnt að því að öll þessi þrjú verk fari í útboð í sumar; áfangar á Kjalarnesi, Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, „..og einhverja kannski byrjunarhluta í Gufudalssveit, ef leyfi fást,“ eins og Óskar Örn orðar það. Á Dynjandisheiði er vonast til að hægt verði að byrja á tveimur áföngum, annars vegar við Þverdalsá ofan Penningsdals og hins vegar á kafla í Arnarfirði, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Sjá nánar hér: Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Reykjavík Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Vesturlandsvegur milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga þykir einhver hættulegasti kafli þjóðvegakerfisins og þar hefur lengi verið kallað eftir endurbótum, eins og fram kom á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum: Þegar Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er spurður um næstu stóru útboðsverk þá er Kjalarnes á listanum. Hann nefnir einnig Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Á Kjalarnesi er vonast til að fyrsti áfanginn, milli Varmhóla og Grundarhverfi, verði boðinn út í júní, en næsti áfangi er svo milli Grundarhverfis og Hvalfjarðar. Ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi er raunar stefnt að því að öll þessi þrjú verk fari í útboð í sumar; áfangar á Kjalarnesi, Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, „..og einhverja kannski byrjunarhluta í Gufudalssveit, ef leyfi fást,“ eins og Óskar Örn orðar það. Á Dynjandisheiði er vonast til að hægt verði að byrja á tveimur áföngum, annars vegar við Þverdalsá ofan Penningsdals og hins vegar á kafla í Arnarfirði, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Sjá nánar hér: Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Reykjavík Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15