Erlent

Ítalir íhuga að loka skólum í tvær vikur

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmörg tilfelli kórunuveirunnar hafa greinst í norðurhluta Ítalíu.
Fjölmörg tilfelli kórunuveirunnar hafa greinst í norðurhluta Ítalíu. Vísir/EPA

Stjórnvöld á Ítalíu íhuga nú að loka öllum skólum og háskólum um land allt næstu tvær vikurnar. Það yrði gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

BBC greinir frá þessu og vísar í Ansa.  Gert er ráð fyrir að ákvörðun um lokanir liggi fyrir í dag.

Alls hafa um 2.500 manns greinst með veiruna á Ítalíu síðustu vikurnar og hafa 79 manns látist af völdum hennar.

Fyrst var greint frá því að Ítalir hefðu ákveðið að loka skólum vegna kórónuveirunnar. Stjórnvöld reyndust hins vegar aðeins vera að íhuga slíkar lokanir. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×