Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 15:00 Michael Jordan og Kobe Bryant í leik Chicago Bulls og Los Angeles Lakers í febrúar 1998. Getty/Andrew D. Bernstein Það verður eflaust allt morandi í sögum af Michael Jordan á bak við tjöldin eftir sýningu „The Last Dance“ þátta sunnudagsins og sögurnar eru þegar byrjaðar að leka út. Áhugaverðasta frétt dagsins snýr að Horace Grant og hversu harður Michael Jordan var við hann á sínum tíma. Michael Jordan hafði áhyggjur af því fyrir sýningar á heimildarþáttaröðinni að eftir að fólk hefði séð „The Last Dance“ að fólk myndi það halda að hann væri hræðilegur náungi. Næstu þættir, númer sjö og átta, eru þeir eldfimustu af „The Last Dance“ ef marka má orð leikstjórans Jason Hehir en hann sagði hafa verið mjög hissa á því að Michael Jordan hafi samþykkt þá báða. Michael Jordan would reportedly not let Horace Grant eat after he had bad games. Story: https://t.co/4xncT6G4Be pic.twitter.com/osCwgAeQtv— Complex Sports (@ComplexSports) May 7, 2020 Sam Smith, fjallaði lengi um Chicago Bulls liðið og skrifaði líka bókina frægu Jordan Rules, sem var fyrsta „sönnum“ þess hvernig Michael Jordan lét á bak við tjöldin. Michael Jordan hélt því fram að Horace Grant hefði lekið öllum þessum sögum af Chicago Bulls liðsins í höfundinn og það styðja vissulega ný ummæli frá Sam Smith. Sam Smith sagði þá frá því hvað Michael Jordan gerði við Horace Grant þegar Horace hafði átt slaka leiki. „Leikmenn hafa komið til mín í gegnum árin og sagt: Veistu hvað hann gerði? Hann tók matinn af Horace [Grant] í flugvélinni af því að Horace átti slakan leik. [Michael] sagði flugfreyjunni: Ekki gefa honum að borða því hann á ekki skilað að fá mat, sagði Sam Smith í hlaðvarpsþætti Tolbert, Krueger og Brooks á KNBR. According to "The Jordan Rules" author, Sam Smith, MJ wouldn t let Horace Grant eat on the team plane if he had a lousy game https://t.co/qIs3XtCY2P— Sports Illustrated (@SInow) May 8, 2020 Horace Grant var bara með Chicago Bulls í fyrri þremur titlunum því hann samdi við Orlando Magic árið 1994. Á sjö tímabilum með Chicago Bulls var Horace Grant með 12,6 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í leik en hann var líka með yfir einn stolinn bolta og yfir eitt varið skot í leik. Horace Grant spilaði alls í sautján ár í NBA-deildinni og auk titlanna þriggja með Chicago Bulls þá varð hann einnig NBA meistari með Los Angeles Lakers árið 2001. Hann komst í vara-varnarlið ársins fjögur ár í röð frá 1993 til 1996. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Það verður eflaust allt morandi í sögum af Michael Jordan á bak við tjöldin eftir sýningu „The Last Dance“ þátta sunnudagsins og sögurnar eru þegar byrjaðar að leka út. Áhugaverðasta frétt dagsins snýr að Horace Grant og hversu harður Michael Jordan var við hann á sínum tíma. Michael Jordan hafði áhyggjur af því fyrir sýningar á heimildarþáttaröðinni að eftir að fólk hefði séð „The Last Dance“ að fólk myndi það halda að hann væri hræðilegur náungi. Næstu þættir, númer sjö og átta, eru þeir eldfimustu af „The Last Dance“ ef marka má orð leikstjórans Jason Hehir en hann sagði hafa verið mjög hissa á því að Michael Jordan hafi samþykkt þá báða. Michael Jordan would reportedly not let Horace Grant eat after he had bad games. Story: https://t.co/4xncT6G4Be pic.twitter.com/osCwgAeQtv— Complex Sports (@ComplexSports) May 7, 2020 Sam Smith, fjallaði lengi um Chicago Bulls liðið og skrifaði líka bókina frægu Jordan Rules, sem var fyrsta „sönnum“ þess hvernig Michael Jordan lét á bak við tjöldin. Michael Jordan hélt því fram að Horace Grant hefði lekið öllum þessum sögum af Chicago Bulls liðsins í höfundinn og það styðja vissulega ný ummæli frá Sam Smith. Sam Smith sagði þá frá því hvað Michael Jordan gerði við Horace Grant þegar Horace hafði átt slaka leiki. „Leikmenn hafa komið til mín í gegnum árin og sagt: Veistu hvað hann gerði? Hann tók matinn af Horace [Grant] í flugvélinni af því að Horace átti slakan leik. [Michael] sagði flugfreyjunni: Ekki gefa honum að borða því hann á ekki skilað að fá mat, sagði Sam Smith í hlaðvarpsþætti Tolbert, Krueger og Brooks á KNBR. According to "The Jordan Rules" author, Sam Smith, MJ wouldn t let Horace Grant eat on the team plane if he had a lousy game https://t.co/qIs3XtCY2P— Sports Illustrated (@SInow) May 8, 2020 Horace Grant var bara með Chicago Bulls í fyrri þremur titlunum því hann samdi við Orlando Magic árið 1994. Á sjö tímabilum með Chicago Bulls var Horace Grant með 12,6 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í leik en hann var líka með yfir einn stolinn bolta og yfir eitt varið skot í leik. Horace Grant spilaði alls í sautján ár í NBA-deildinni og auk titlanna þriggja með Chicago Bulls þá varð hann einnig NBA meistari með Los Angeles Lakers árið 2001. Hann komst í vara-varnarlið ársins fjögur ár í röð frá 1993 til 1996.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira