Límtrésbitar úr íslensku timbri Eiríkur Þorsteinsson og Jón Sigurjónsson skrifa 9. maí 2020 08:00 Samstarfsverkefni Límtrés Vírnets, Skógræktarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Nytjaskógrækt á sér ekki langa sögu á Íslandi en nú bendir margt til að á næstu áratugum verði hér hægt að byggja upp blómlegan timburiðnað með sjálfbærri skógrækt og sterkum innviðum. Til þess þarf að innleiða skilvirkni í skógrækt sem og alla úrvinnslu, en það er flókið ferli og kostnaðarsamt. Leggja þarf áherslu á gæðavottanir, svo sem CE-merkingu, en hún gefur til kynna að varan uppfylli lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum. Einnig þarf að samræma og aðlaga íslenska staðla að úrvinnslunni. Prófanir á ösp við Rb á Nýsköpunarmiðstöð.Hjörleifur Jónsson Tilgangur þessa rannsóknaverkefnis er kanna nýtileika á íslensku timbri í límtrésbitaframleiðslu með það að markmiði að draga úr innflutningi á timbri og minnka þar með kolefnisspor byggingarvörunnar, sem og stuðla að því að Ísland verði sjálfbærara um byggingarefni. Ösp, lerki, fura og greni Fjórar trjátegundir voru notaðar í verkefninu, alaskaösp (populus trichocarpa), rússalerki (larix sukaczewii), stafafura (pinus contorta) og sitkagreni (picea sitchensis). Þessar tegundir voru valdar því þær, ásamt birki (betula pubescens), eru algengastar í íslenskri skógrækt. Tegundirnar fjórar hæfa einnig best fyrir timburframleiðslu á Íslandi. Öll trén sem felld voru fyrir verkefnið voru fengin í Þjórsárdal í skógum Skógræktarinnar, fyrir utan alaskaösp sem kom frá Tumastöðum í Fljótshlíð, einnig úr landi Skógræktarinnar. Hjörleifur Jónsson Til að fá sem raunhæfastan samanburð milli bita úr hefðbundinni límtrésframleiðslu og bita framleiddum úr íslenskum viði voru hafðir sem viðmið límtrésbitar sem límdir voru úr hefðbundnu efni, þ.e. límtrésfjalir úr rauðgreni frá Svíþjóð. Viður brotinn með vökvatjakki Prófunin var framkvæmd þannig að einfalt studdir bitarnir voru fergðir til brots með vökvatjakki með tveimur punktálögum í þriðjungspunktum bitans. Skráður var kraftur hvers álagsþreps og niðurbeygja á miðjum bitanum mæld, lokakraftur við brot skráður og myndir teknar af brotmynstri auk sýnatöku fyrir rúmþyngdar- og rakainnihaldsákvarðanir. Hjörleifur Jónsson Fyrstu niðurstöður útreikninga gefa til kynna að beygjutogþol límtrésbitanna vaxi eftir timburgerð frá furu til grenis, lerkis og aspar en sé mest hjá sænska rauðgreninu. Sérstaka athygli vakti hvað íslenska öspin kom vel út í samanburðarmælingum límtrésbitanna á beygjutogþoli. Til að draga megi afdráttarlausar ályktanir af niðurstöðunum þarf að gera umfangsmeiri prófanir með umtalsvert fleiri sýnum. Höfundar gegndu starfi yfirverkfræðings og verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en verkefnið er unnið í samstarfi við Skógræktina og Límtré Vírnet. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Skógrækt og landgræðsla Nýsköpun Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Samstarfsverkefni Límtrés Vírnets, Skógræktarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Nytjaskógrækt á sér ekki langa sögu á Íslandi en nú bendir margt til að á næstu áratugum verði hér hægt að byggja upp blómlegan timburiðnað með sjálfbærri skógrækt og sterkum innviðum. Til þess þarf að innleiða skilvirkni í skógrækt sem og alla úrvinnslu, en það er flókið ferli og kostnaðarsamt. Leggja þarf áherslu á gæðavottanir, svo sem CE-merkingu, en hún gefur til kynna að varan uppfylli lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum. Einnig þarf að samræma og aðlaga íslenska staðla að úrvinnslunni. Prófanir á ösp við Rb á Nýsköpunarmiðstöð.Hjörleifur Jónsson Tilgangur þessa rannsóknaverkefnis er kanna nýtileika á íslensku timbri í límtrésbitaframleiðslu með það að markmiði að draga úr innflutningi á timbri og minnka þar með kolefnisspor byggingarvörunnar, sem og stuðla að því að Ísland verði sjálfbærara um byggingarefni. Ösp, lerki, fura og greni Fjórar trjátegundir voru notaðar í verkefninu, alaskaösp (populus trichocarpa), rússalerki (larix sukaczewii), stafafura (pinus contorta) og sitkagreni (picea sitchensis). Þessar tegundir voru valdar því þær, ásamt birki (betula pubescens), eru algengastar í íslenskri skógrækt. Tegundirnar fjórar hæfa einnig best fyrir timburframleiðslu á Íslandi. Öll trén sem felld voru fyrir verkefnið voru fengin í Þjórsárdal í skógum Skógræktarinnar, fyrir utan alaskaösp sem kom frá Tumastöðum í Fljótshlíð, einnig úr landi Skógræktarinnar. Hjörleifur Jónsson Til að fá sem raunhæfastan samanburð milli bita úr hefðbundinni límtrésframleiðslu og bita framleiddum úr íslenskum viði voru hafðir sem viðmið límtrésbitar sem límdir voru úr hefðbundnu efni, þ.e. límtrésfjalir úr rauðgreni frá Svíþjóð. Viður brotinn með vökvatjakki Prófunin var framkvæmd þannig að einfalt studdir bitarnir voru fergðir til brots með vökvatjakki með tveimur punktálögum í þriðjungspunktum bitans. Skráður var kraftur hvers álagsþreps og niðurbeygja á miðjum bitanum mæld, lokakraftur við brot skráður og myndir teknar af brotmynstri auk sýnatöku fyrir rúmþyngdar- og rakainnihaldsákvarðanir. Hjörleifur Jónsson Fyrstu niðurstöður útreikninga gefa til kynna að beygjutogþol límtrésbitanna vaxi eftir timburgerð frá furu til grenis, lerkis og aspar en sé mest hjá sænska rauðgreninu. Sérstaka athygli vakti hvað íslenska öspin kom vel út í samanburðarmælingum límtrésbitanna á beygjutogþoli. Til að draga megi afdráttarlausar ályktanir af niðurstöðunum þarf að gera umfangsmeiri prófanir með umtalsvert fleiri sýnum. Höfundar gegndu starfi yfirverkfræðings og verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en verkefnið er unnið í samstarfi við Skógræktina og Límtré Vírnet. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun