Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 20:31 Það eru stór og umfangsmikil mál sem koma til kasta Alþingis vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Önnur umræða um fjáraukalög 2020 stendur yfir á Alþingi þessa stundina. Í því frumvarpi sem nú er til umræðu er ekki gert ráð fyrir hækkun útgjaldaheimilda vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um stuðning við fyrirtæki vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti og vegna framlengingar á hlutabótaúrræðinu svokallaða. Tekið verður tillit til þess kostnaðar í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem að öllum líkindum kemur til kasta þingsins í næstu viku, eftir að það frumvarp sem nú er til umfjöllunar hefur verið afgreitt. Stefnt er að því að það frumvarp gangi til þriðju umræðu á mánudaginn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. Það verður þriðja frumvarpið til fjáraukalaga 2020 sem lagt verður fram sem tengist viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. SÁÁ fái 30 milljónir Gert er ráð fyrir 13,2 milljarða króna útgjaldaaukningu í því frumvarpi til fjáraukalaga 2020 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Að teknu tilliti til breytingatillagna meirihluta fjárlaganefndar hækkar upphæðin í 13,7 milljarða en nefndin leggur til að 512 milljónum til viðbótar verði varið í þágu ýmissa verkefna. Þær fela í sér meðal annars að gert verði ráð fyrir 200 milljóna einskiptisframlagi í Rannsóknarsjóð til að efla fjármögnun til vísindafólks, 30 milljónum verði varið til starfsemi SÁÁ, 157 milljónum verði bætt við til að fullfjármagna hlutdeild ríkissjóðs vegna samninga sveitarfélaga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og 100 milljónum verði bætt við til að tryggja að starfsemi verndaðra vinnustaða skerðist ekki sökum heimsfaraldursins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að útgjaldaheimild verði aukin um 512 milljónir til viðbótar við þá 13,2 milljarða sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Um er að ræða nokkrar einskiptisaðgerðir.Vísir/Hafsteinn Þá verði 25 milljónum bætt við til að styrkja ýmis félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa, til að mynda hjálparstofnanir sem annast matarúthlutanir. Þá er gerð breytingatillaga sem er tæknilegs eðlis og varðar framlög til sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Með frumvarpinu eins og það liggur fyrir er gert ráð fyrir útgjaldaheimild upp á 13,2 milljarða sem skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi vegna félagslegra aðgerða að upp á 8,4 milljarða, í öðru lagi vegna nýsköpunar og þróunar upp á 2,3 milljarða og í þriðja lagi vegna lokunarstyrkja sem áætlaðir eru 2,5 milljarðar. Allar tillögur stjórnarandstöðunnar felldar Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Frumvarpið er annar liður í aðgerðum stjórnvalda vegna þeirra efnahagslegu áfalla sem heimsfaraldur covid-19 hefur í för með sér, og varðar meðal annars þau mál sem tekin eru fyrir í því frumvarpi til fjáraukalaga sem nú er til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ekki þykir líklegt að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar vegna fjáraukalaga verði samþykktar heldur í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu síðar í kvöld. Stefnt er að því að bæði bandormurinn og fjáraukalögin gangi til þriðju umræðu á Alþingi strax eftir helgi. Nýtt frumvarp til fjáraukalaga komi síðan til kasta þingsins í framhaldinu þar sem tekið verður tillit til hlutabótaleiðar og greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti, alls upp á 63 milljarða. Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Sjá meira
Önnur umræða um fjáraukalög 2020 stendur yfir á Alþingi þessa stundina. Í því frumvarpi sem nú er til umræðu er ekki gert ráð fyrir hækkun útgjaldaheimilda vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um stuðning við fyrirtæki vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti og vegna framlengingar á hlutabótaúrræðinu svokallaða. Tekið verður tillit til þess kostnaðar í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem að öllum líkindum kemur til kasta þingsins í næstu viku, eftir að það frumvarp sem nú er til umfjöllunar hefur verið afgreitt. Stefnt er að því að það frumvarp gangi til þriðju umræðu á mánudaginn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. Það verður þriðja frumvarpið til fjáraukalaga 2020 sem lagt verður fram sem tengist viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. SÁÁ fái 30 milljónir Gert er ráð fyrir 13,2 milljarða króna útgjaldaaukningu í því frumvarpi til fjáraukalaga 2020 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Að teknu tilliti til breytingatillagna meirihluta fjárlaganefndar hækkar upphæðin í 13,7 milljarða en nefndin leggur til að 512 milljónum til viðbótar verði varið í þágu ýmissa verkefna. Þær fela í sér meðal annars að gert verði ráð fyrir 200 milljóna einskiptisframlagi í Rannsóknarsjóð til að efla fjármögnun til vísindafólks, 30 milljónum verði varið til starfsemi SÁÁ, 157 milljónum verði bætt við til að fullfjármagna hlutdeild ríkissjóðs vegna samninga sveitarfélaga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og 100 milljónum verði bætt við til að tryggja að starfsemi verndaðra vinnustaða skerðist ekki sökum heimsfaraldursins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að útgjaldaheimild verði aukin um 512 milljónir til viðbótar við þá 13,2 milljarða sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Um er að ræða nokkrar einskiptisaðgerðir.Vísir/Hafsteinn Þá verði 25 milljónum bætt við til að styrkja ýmis félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa, til að mynda hjálparstofnanir sem annast matarúthlutanir. Þá er gerð breytingatillaga sem er tæknilegs eðlis og varðar framlög til sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Með frumvarpinu eins og það liggur fyrir er gert ráð fyrir útgjaldaheimild upp á 13,2 milljarða sem skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi vegna félagslegra aðgerða að upp á 8,4 milljarða, í öðru lagi vegna nýsköpunar og þróunar upp á 2,3 milljarða og í þriðja lagi vegna lokunarstyrkja sem áætlaðir eru 2,5 milljarðar. Allar tillögur stjórnarandstöðunnar felldar Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Frumvarpið er annar liður í aðgerðum stjórnvalda vegna þeirra efnahagslegu áfalla sem heimsfaraldur covid-19 hefur í för með sér, og varðar meðal annars þau mál sem tekin eru fyrir í því frumvarpi til fjáraukalaga sem nú er til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ekki þykir líklegt að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar vegna fjáraukalaga verði samþykktar heldur í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu síðar í kvöld. Stefnt er að því að bæði bandormurinn og fjáraukalögin gangi til þriðju umræðu á Alþingi strax eftir helgi. Nýtt frumvarp til fjáraukalaga komi síðan til kasta þingsins í framhaldinu þar sem tekið verður tillit til hlutabótaleiðar og greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti, alls upp á 63 milljarða.
Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Sjá meira