Takmarka fjölda kínverskra blaðamanna í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2020 10:35 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. Grípa skal til þessara aðgerða í kjölfar þess að bandarískum blaðamönnum var vísað frá Kína og vegna „langvarandi ógnana og áreitis“ í garð blaðamanna í Kína. Aðgerðirnar fela í sér að einungis hundrað manns mega vinna fyrir fréttastofur fimm stóra ríkismiðla Kína í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að með nýjustu aðgerðunum sé ekki verið að vísa kínverskum blaðamönnum úr landi. Í rauninni fela aðgerðirnar þó í sér að miðlar þessir þurfa að fækka fólki og kalla aftur til Kína. Miðlarnir sem um ræða eru Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily and People’s Daily. Samkvæmt frétt New York Times vinna um 160 Kínverjar hjá þessum miðlum í Bandaríkjunum. Um það bil hundrað bandarískir blaðamenn vinna í Kína en Bandaríkin veittu 425 kínverskum blaðamönnum vegabréfsáritanir í fyrra. Í síðasta mánuði skilgreindu Bandaríkjanna ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Þá hafa yfirvöld Kína verið að vísa blaðamönnum úr landi og neita að veita blaðamönnum vegabréfsáritanir. Samtök erlendra blaðamanna í Kína gáfu í gær út skýrslu þar sem segir að yfirvöld Kína hafi „vopnvætt“ vegabréfsáritanir til að herja á blaðamenn. Sjá einnig: Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar hefðu engin áhrif á fréttir eða annað efni miðlanna. Embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump segja yfirvöld Kína hafa í sífellt meira mæli barist gegn frjálsri fjölmiðlun. Lýstu þeir ástandinu í Kína við Sovétríkin á hápunkti kalda stríðsins. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu skaðað samband ríkjanna verulega. Hua Chunying, sem er einnig talskona utanríkisráðuneytis Kína, tísti um málið í morgun og sagði aðgerðir Bandaríkjanna einkennast af fordómum gagnvart kínverskum fjölmiðlum og pólitíska kúgun. Vert er að taka fram að hún er með Twitter-síðu en yfirvöld Kína hafa annars lokað á aðgang almennings þar í landi að Twitter og fjölmörgum öðrum vefjum á netinu. @StateDept We condemn US "personnel cap" on Chinese media de-facto expulsion. Another step of political oppression and evidence of hypocrisy in US freedom of press. Prejudice and exclusion against Chinese media.— Hua Chunying (@SpokespersonCHN) March 3, 2020 Samband Kína og Bandaríkjanna hefur sjaldan verið verra en þessa dagana. Bandarískir ráðamenn hafa sífellt meiri áhyggjur af njósnum Kína í Bandaríkjunum og hafa sakað ríkið um að stela leynilegum gögnum af bandaríska ríkinu og fyrirtækjum. Þá var kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum í fyrra eftir að þeir keyrðu inn á leynilega herstöð. Sjá einnig: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins. Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. Grípa skal til þessara aðgerða í kjölfar þess að bandarískum blaðamönnum var vísað frá Kína og vegna „langvarandi ógnana og áreitis“ í garð blaðamanna í Kína. Aðgerðirnar fela í sér að einungis hundrað manns mega vinna fyrir fréttastofur fimm stóra ríkismiðla Kína í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að með nýjustu aðgerðunum sé ekki verið að vísa kínverskum blaðamönnum úr landi. Í rauninni fela aðgerðirnar þó í sér að miðlar þessir þurfa að fækka fólki og kalla aftur til Kína. Miðlarnir sem um ræða eru Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily and People’s Daily. Samkvæmt frétt New York Times vinna um 160 Kínverjar hjá þessum miðlum í Bandaríkjunum. Um það bil hundrað bandarískir blaðamenn vinna í Kína en Bandaríkin veittu 425 kínverskum blaðamönnum vegabréfsáritanir í fyrra. Í síðasta mánuði skilgreindu Bandaríkjanna ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Þá hafa yfirvöld Kína verið að vísa blaðamönnum úr landi og neita að veita blaðamönnum vegabréfsáritanir. Samtök erlendra blaðamanna í Kína gáfu í gær út skýrslu þar sem segir að yfirvöld Kína hafi „vopnvætt“ vegabréfsáritanir til að herja á blaðamenn. Sjá einnig: Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar hefðu engin áhrif á fréttir eða annað efni miðlanna. Embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump segja yfirvöld Kína hafa í sífellt meira mæli barist gegn frjálsri fjölmiðlun. Lýstu þeir ástandinu í Kína við Sovétríkin á hápunkti kalda stríðsins. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu skaðað samband ríkjanna verulega. Hua Chunying, sem er einnig talskona utanríkisráðuneytis Kína, tísti um málið í morgun og sagði aðgerðir Bandaríkjanna einkennast af fordómum gagnvart kínverskum fjölmiðlum og pólitíska kúgun. Vert er að taka fram að hún er með Twitter-síðu en yfirvöld Kína hafa annars lokað á aðgang almennings þar í landi að Twitter og fjölmörgum öðrum vefjum á netinu. @StateDept We condemn US "personnel cap" on Chinese media de-facto expulsion. Another step of political oppression and evidence of hypocrisy in US freedom of press. Prejudice and exclusion against Chinese media.— Hua Chunying (@SpokespersonCHN) March 3, 2020 Samband Kína og Bandaríkjanna hefur sjaldan verið verra en þessa dagana. Bandarískir ráðamenn hafa sífellt meiri áhyggjur af njósnum Kína í Bandaríkjunum og hafa sakað ríkið um að stela leynilegum gögnum af bandaríska ríkinu og fyrirtækjum. Þá var kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum í fyrra eftir að þeir keyrðu inn á leynilega herstöð. Sjá einnig: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins.
Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36