„Lífið getur breyst á einu augabragði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. maí 2020 09:35 Linda Jóhannsdóttir hönnuður í íbúðinni sem hún er að gera upp. Hún byrjaði á að rífa allt út, þar sem ekki höfðu verið gerðar breytingar á henni í 72 ár. Vísir/Vilhelm Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Hún náði að selja allar 40 myndirnar sem hún málaði og fengu færri mynd en vildu. Linda er á fullu að undirbúa sig fyrir HönnunarMars sem fer fram í júní að þessu sinni og samhliða því gerir hún upp íbúð sem haldist hefur óbreytt í 72 ár. „Ég ætla að sýna tvær nýjar línur, annars vegar nýja korta línu sem heitir Colors of Iceland og svo ljósmyndapostera,“ segir Linda um HönnunarMars. „Colors of Iceland kortin eru einskonar litaprufur fyrir Ísland, sjálf elska ég liti, þeir veita mér einstaklega mikinn innblástur og ótrúlegt hversu mikil áhrif litir hafa. Ísland er eins og við öll vitum dásamlega fallegt og hefur að geyma einstaka liti frá náttúrunnar hendi. Ég valdi 10 staði sem ég litgreindi og setti saman eins konar litapallettu fyrir Ísland. Það mun svo án ef bætast fleiri staðir við í framtíðinni enda af nóg af taka þegar kemur af áhugaverðum stöðum á Íslandi. Kortin eru góð leið til að bæta smá lit í lífið. Ég mun einnig sýna nýja línu sem samanstendur af ljósmyndum sem ég hef tekið, myndirnar eru blanda af náttúru, arkitektar og stemningsmyndum. Sú lína eru myndir og verða í A3. Það er ótrúlega skemmtilegt að bæta tveimur nýjum ólíkum línum við mynda og korta línur Pastelpaper en fugla línan er sú sem Pastelpaper er þekkt fyrir.“ Colors of IcelandMynd/Linda Jóhannsdóttir HönnunarMars sem gleymist seint Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar var ekki mögulegt að halda HönnunarMars á réttum tíma, sem á hverju ári fer fram í mars eins og nafnið gefur til kynna. Linda segir að það sé samt hægt að finna jákvæða punkta við þá breytingu. „Það eru alltaf kostir og gallar við allt og á það líka við að færa HönnunarMars fram í júní, við munum labbað á milli sýningarstaða í Íslenskri sumarblíðu, bjart allan sólarhringinn og fullt af hugmyndum á lofti um hvernig væri hægt að sýna úti, gera meiri sýningarupplifun eða gjörninga eflaust í huga margra hönnuða þessa dagana. Hönnuðir nýta líka yfirleitt tímann fram að síðustu stundu í að betrumbæta verk sín og held ég því að sýningin verði extra góð í ár. Þetta verður HönnunarMars sem við munum aldrei gleyma.“ „Colors of Iceland og ljósmyndaposterarnir eru línur sem ég er búin að vinna að mjög lengi og eru komnar í prent þannig ég var svona næstum því tilbúin fyrir HönnunarMars þegar Covid kom. Var ekki alveg búin að vinna umbúðir, svo kom hugmyndin um mynd á dag þannig allur tíminn minn hefur farið í það síðustu 40 daga. út frá því verkefni skapast auðvitað fullt af nýjum hugmyndum sem mig langar allra helst byrja vinna nýja línu strax í dag. Þannig ætli tíminn fram að HönnunarMars í júní fari ekki sennilega í það að byrja vinna úr þeim hugmyndum ásamt því að vinna í umbúðum.“ Linda mun ásamt góðum hópi hönnuða sýna í Epal í ár. „Það er ekki alveg komið í ljós hvernig viðburðurinn verður í ár þar sem mörg hundruð manns hafa mætt á opnunina undanfarin ár en hægt er að fylgjast með viðburðinum á Facebook þar allar upplýsingar birtast þar ásamt því að ég mun auglýsa það á samfélagssíðum Pastelpaper.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Ekkert er sjálfsagt Hönnuðir um allan heim hafa fundið fyrir áhrifum Covid-19 síðustu vikur og sér ekki fyrir endann á því. Margir hönnuðir hér á landi selja venjulega mikið til ferðamanna en nú eru þeir alls ekki á hverju strái. „Hönnun sem slík er mjög ung á Íslandi miða við mörg önnur lönd, Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1999 og var þá í fyrsta skipti útskrifaðir hönnuðir hér á landi árið 2002. Það eru því ekki langar hefðir fyrir því að velja Íslenska hönnun og vilja borga fyrir hugvitið á bakvið. Hönnuðir líkt aðrir í þjóðfélaginu verða fyrir miklum áhrifum vegna Covid, margir hönnuðir eru að selja mikið til ferðamanna þar sem við erum auðvitað lítil þjóð og þar með lítill markaður. Hönnuðir eru oft ýmist að reka afar lítil fyrirtæki sem megi við mjög litlu. Það er því mikilvægt að styðja við þessa ungu stétt sem gerir mikið fyrir þjóðfélagið, held að flestir hafi fundið en meira á Covidtímum hvað skapandi greinar gera mikið fyrir okkur sem samfélag og viljum auðvitað að sem flest fyrirtæki komist í gegnum þessa tíma.“ Faraldurinn hefur bæði haft áhrif á Lindu í einkalífi og starfi. „Fæstir hefði eflaust geta ímyndað sér að 2020 færi í þessa átt, allt það sem við tökum sem sjálfsögðum hlut eins og að hitta vini og ættingja, horfa á börnin okkar leika og æfa með vinum og labbað um án þess að vera hrædd við hurðahúna sannaði 2020 að við ættum að vera þakklát fyrir.“ Hún segir að árið 2020 muni án efa kenna okkur margt. „Ég veit allavegana að það kenndi mér að ekkert er sjálfsagt, að lífið getur breyst á einu augabragði og það sé því extra mikilvægt að framkvæma, elta drauma sína og knúsa þá sem maður elskar.“ Tækifæri í öllu Linda er eigandi fyrirtækisins Pastelpaper og selur þar einstaklega fallegar myndir og kort. Hún er menntaður hönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur bæði verið að starfa sem stílisti og hönnuður síðustu ár. „Að selja myndir og kort er ekki frábært á Covid tímum, það er svolítið háð því að fólk fara í boð og veislur, að það séu ferðamenn og að fólk sé að fegra heimilin sín. Það sýndi sig þó að það að fólk þurfti að vera svona mikið heima hafði í för með sér að fólk fór að skoða heimilin sín en betur og mörgum sem langaði breyta aðeins til. Á sama tíma var fólk kannski meira á samfélagsmiðlum og því góður tími til að minna á sig og sýna hvað Pastelpaper hefur upp á að bjóða. Það eru tækifæri í öllu, það þarf bara að grípa þau.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Þetta gerði hún í samkomubanninu með því að gera eina nýja mynd á dag, sem seld var á slaginu þrjú á Instagram síðunni PASTELPAPER. „HönnunarMars fyrir hönnuði er, árshátíð, jólin og lokaskil allt í bland, þegar ljóst var að það yrði að fresta HönnunarMars vissi ég að mig langaði gera eitthvað til að vera skapandi í samkomubanninu, á sama tíma langaði mig gefa eitthvað af mér og reyna gleðja einhverja. Ég ákvað því að setja mér það markmið að skapa eina mynd á dag sem ég myndi svo birta á Instagram síðu Pastelpaper, gaf mér þann ramma að þær yrðu allar unnar á pappír, í A4 og seldar á sex þúsund en annars bara það sem mig langaði skapa þann dag. Ég hef fengið talsvert af spurningum hvers vegna ég hafi ákveðið að selja verkin mín svona ódýrt en hugmyndin var að flestum sem langaði í verk ætti möguleika á því, þar eru auðvitað margir sem eru með minna á milli handanna en venjulega þessa dagana.“ Óendanlega þakklát Linda birti mynd af mynd dagsins alltaf á sama tíma og svo var fyrirkomulagið bara einfalt, fyrstur kemur fyrstur fær. „Ég gerði 39 verk á pappír, þau eru öll í A4 og flest unnin með blandaðri tækni þar sem ég vann með vantsliti, blek, akríl málningu, artliner, tréliti og kol. Ákvað svo reyndar að gera eina auka í lokinn sem lokamynd og hafa hana í A3 og er hún nr 40. 40 er mikið betri tala til að hafa í Seríunni 2020 eins og ég ákvað að kalla hana. Myndin var seld á uppboði sem lauk í dag og var seld hæstbjóðanda. „Viðbrögðin á verkefninu hafa verið frábær og er ég óendanlega þakklát, ekki bara að allar 39 myndirnar eru seldar og seldust um leið og ég póstaði þeim heldur líka bara allar fallegu athugasemdirnar og stemninguna sem myndaðist.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Eitthvað fallegt á hverjum degi Hún segir að þetta sé eitt skemmtilegasta verkefni sem hún hafi nokkurn tímann unnið að. „Það var krefjandi þar sem ég vissi að ég vildi mismunandi verk og prófa nýja hluti en á sama tíma þurfti ég samt að vera með verk tilbúið 15:00 á hverjum degi til að pósta. Það var æðislegt hvað þeir sem náðu verki voru mjög duglegi að tjá sig hversu mikið það hafi glatt þau að eignast verk. Það voru mjög margir sem fylgdust spenntir með hvernig verk dagsins yrði og var fólk að senda mér að það væri með vekjaraklukku stillta 15:00 alla daga, ef það kom fyrir að myndin kom inn tveimur til þremur mínútum of seint var ég búin að fá skilaboð frá fólki hvort ég væri nokkuð að gleyma mér. Það er óneitanlega alltaf gaman að gleðja aðra og hafa eitthvað til að hlakka til, sérstaklega á þessum tímum.“ Linda viðurkennir þó að það hafi óneitanlega verið ákveðin pressa að þurfa að skapa eitthvað fallegt á hverjum degi og hafa auk þess ekki mikinn tíma til að melta verkin áður en þau birtust opinberlega. „Það fór því mikill tími og athygli í verkefnið og að passa að pósta alltaf klukkan 15:00. Ég hefði líka stundum viljað að það væri fleiri en ein af hverri þegar fólk var svekkt yfir að ná ekki myndinni. Það kom mér að óvart hversu mikill áhuginn var og hversu hratt verkin seldust. Á sama tíma kom það mér að óvart hversu skemmtilegt mér fannst um vinna í svona römmum og er mjög skrítið að vera ekki að vinna verk í dag. Það er ennþá mikil eftirspurn eftir fleiri myndum og mun ég klárlega vinna einhver fleiri svona verkefni í framtíðinni.“ 72 ár aftur í tímann Verkefninu lauk formlega í gær og er Linda því komin á fullt í framkvæmdir. Í haust keypti hún íbúð sem á að taka alveg í gegn. „Það hefðu verið sömu eigendur af eigninni frá því húsið var byggt og íbúðin öll orginal. Það var því virkilega komin tími til að taka hana í gegn og því ekkert annað gera en byrja að rífa allt út. Þetta eru frekar víðtækar breytingar, erum að breyta skipulagi íbúðarinnar, færa og gera nýtt eldhús, endurhanna rafmagn, færa pípulagnir, skipta um gólfefni, gera upp baðherbergið, já í raun allt sem hægt er að gera.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Fjölskyldan ætlar svo að flytja inn í íbúðina þegar framkvæmdunum lýkur. „Í framkvæmdum gengur alltaf hægar en manni langar og verð að viðurkenna að Covið ásamt mynd dagsins hefur ekki flýtt byggingarferlinu en hoppa núna úr málningarfötunum yfir í smíðagallann minn og held áfram.“ Eins og koma 72 ár aftur í tíman. „Húsið var byggt 1948 og stóð íbúðin orginal þegar við keyptum hana, þegar við byrjuðum að rífa sást vel að hversu orginal hún var þar sem hún hafði varla verið máluð. Í eldhúsinu var orginal gömul innbyggð innrétting og veggirnir allir lakkaðir í háglans málingu. Baðherbergið sem var afar smátt var einnig lakkað í hólf og gólf í fallegum pastelbleikum lit en sú aðferð var notuð til að þurfa ekki að flísaleggja, þá var mjög gamalt baðkar og yfir því innbyggðir skápar sem var sérstakt lúkk. Þetta var í raun eins og koma 72 ár aftur í tíman. Í stofunni voru för eftir myndir sem greinilega hefðu hangið afar lengi á sama stað og gamli línolín dúkur á gólfinu sem farinn var að flagna af. Þó það hefði verið gaman að halda í eitthvað af þessu gamla var ekkert af því sem hægt var að bjarga fyrir utan auðvitað dásamlegu pottofnunum sem við tókum í gegn og eru núna mikið prýði og auðvitað ómissandi í íbúðum í hlíðunum.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Pastel og list á veggjunum Upprunalega ætluðu þau að vera búin með allar framkvæmdirnar á þessum tímapunkti en vildu samt taka íbúðina alla í gegn og ekki sleppa neinu sem þau myndu kannski sjá eftir seinna. „Til dæmis þurfti að saga í alla veggi til að færa rofa og tengla sem allir voru í vitlausum hæðum og eða stöðum, sú aðgerð tók tíma þar sem fyrst þarf að saga í steinveggina, svo þarf að draga nýtt rafmagn, múra yfir, sparsla, pússa, mála og tengja tenglana. Allt svona tekur tíma sérstaklega þar sem við erum að gera þetta að mestu leiti sjálf en íbúðin verður líka alveg eins og við viljum þegar hún er tilbúin.“ Pastellitirnir sem prýða oft verkin hennar Lindu munu auðvitað einnig vera áberandi í íbúðinni eftir breytingar. „Við ætlum okkur að hafa góða blöndu af rómantískum hlíðaranda í bland við nútímalegt, það er okkur mikilvægt að halda í ákveðna hlíðarstemningu og tíðaranda þó íbúðin verði öll nútímalegri og passi við þann máta sem fólk vill búa í dag. Það verða svo auðvitað fullt af pastellitum og listaverkum upp á veggjum.“ Þó að þónokkuð sé eftir er Linda ákveðin í að reyna að flytja inn í maí eða júní. „Það eru frekar miklar tafir á sendingum vegna Covid en vonandi flytjum við inn á endanum, fyrir þá sem hafa gaman af svona framkvæmdum hef ég verið dugleg að pósta ferlinu á Instagram síðuna mín, þannig ef fólk vill sjá hvort og hvenær við flytjum inn ásamt öllu ferlinu þá er hægt að sjá það áInstagraminu lindajohannsdottir.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Gæti gert þetta alla daga Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Linda fer í svona stórar framkvæmdir til þess að útbúa draumaíbúðina. „Já við keypti íbúðina sem við búum í í dag sem ósamþykkt geymsluloft og breyttum henni í samþykkta risíbúð með fimm stórum kvistum og svölum, við vorum bara 21 árs þegar við réðumst í þær framkvæmdir sem var mjög lærdómsríkt. Íbúðin er í dag æðisleg með dásamlegu útsýni og mjög erfitt að fara úr henni en það var komin tími að strákarnir mínir fái sitthvort herbergið og fjölskyldan aðeins meira pláss. Við vorum búin að vera leita af íbúð sem við vorum tilbúin að fara úr elskaða risinu fyrir í dálítinn tíma, þegar við sáum þessa vissum við að við yrðum að stökkva til. Eftir framkvæmdirnar á risinu sem voru í raun eins og að endurbyggja þar sem þurfti byggingarleyfi frá Reykjavíkurborg, úttektir og annað ves virkar sú nýja eins og dans á rósum. Það hjálpar líka að vera nokkrum árum eldri og reynslunni ríkari.“ Hún segir að skipulag sé lykillinn í undirbúningnum fyrir verkefni sem þetta. „Það er mikilvægt að vita hvað maður vill, vita hvaða getu maður býr yfir, skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja og geta tekist á við það þegar skipulagið klikkar. Ég elska að að hanna íbúðir, sjá fyrir mér rými og hvernig best væri að búa í því út frá hvaða þarfir fólk hefur, á sama tíma finnst mér frábært að vinna með höndunum og vera í smíðagallanum. Það er dásamlegt að skilja hvernig hlutirnir virka, gera þá sjálfur og sjá afraksturinn. Ég myndi vilja vera að gera upp íbúðir alla daga.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HönnunarMars Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Hún náði að selja allar 40 myndirnar sem hún málaði og fengu færri mynd en vildu. Linda er á fullu að undirbúa sig fyrir HönnunarMars sem fer fram í júní að þessu sinni og samhliða því gerir hún upp íbúð sem haldist hefur óbreytt í 72 ár. „Ég ætla að sýna tvær nýjar línur, annars vegar nýja korta línu sem heitir Colors of Iceland og svo ljósmyndapostera,“ segir Linda um HönnunarMars. „Colors of Iceland kortin eru einskonar litaprufur fyrir Ísland, sjálf elska ég liti, þeir veita mér einstaklega mikinn innblástur og ótrúlegt hversu mikil áhrif litir hafa. Ísland er eins og við öll vitum dásamlega fallegt og hefur að geyma einstaka liti frá náttúrunnar hendi. Ég valdi 10 staði sem ég litgreindi og setti saman eins konar litapallettu fyrir Ísland. Það mun svo án ef bætast fleiri staðir við í framtíðinni enda af nóg af taka þegar kemur af áhugaverðum stöðum á Íslandi. Kortin eru góð leið til að bæta smá lit í lífið. Ég mun einnig sýna nýja línu sem samanstendur af ljósmyndum sem ég hef tekið, myndirnar eru blanda af náttúru, arkitektar og stemningsmyndum. Sú lína eru myndir og verða í A3. Það er ótrúlega skemmtilegt að bæta tveimur nýjum ólíkum línum við mynda og korta línur Pastelpaper en fugla línan er sú sem Pastelpaper er þekkt fyrir.“ Colors of IcelandMynd/Linda Jóhannsdóttir HönnunarMars sem gleymist seint Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar var ekki mögulegt að halda HönnunarMars á réttum tíma, sem á hverju ári fer fram í mars eins og nafnið gefur til kynna. Linda segir að það sé samt hægt að finna jákvæða punkta við þá breytingu. „Það eru alltaf kostir og gallar við allt og á það líka við að færa HönnunarMars fram í júní, við munum labbað á milli sýningarstaða í Íslenskri sumarblíðu, bjart allan sólarhringinn og fullt af hugmyndum á lofti um hvernig væri hægt að sýna úti, gera meiri sýningarupplifun eða gjörninga eflaust í huga margra hönnuða þessa dagana. Hönnuðir nýta líka yfirleitt tímann fram að síðustu stundu í að betrumbæta verk sín og held ég því að sýningin verði extra góð í ár. Þetta verður HönnunarMars sem við munum aldrei gleyma.“ „Colors of Iceland og ljósmyndaposterarnir eru línur sem ég er búin að vinna að mjög lengi og eru komnar í prent þannig ég var svona næstum því tilbúin fyrir HönnunarMars þegar Covid kom. Var ekki alveg búin að vinna umbúðir, svo kom hugmyndin um mynd á dag þannig allur tíminn minn hefur farið í það síðustu 40 daga. út frá því verkefni skapast auðvitað fullt af nýjum hugmyndum sem mig langar allra helst byrja vinna nýja línu strax í dag. Þannig ætli tíminn fram að HönnunarMars í júní fari ekki sennilega í það að byrja vinna úr þeim hugmyndum ásamt því að vinna í umbúðum.“ Linda mun ásamt góðum hópi hönnuða sýna í Epal í ár. „Það er ekki alveg komið í ljós hvernig viðburðurinn verður í ár þar sem mörg hundruð manns hafa mætt á opnunina undanfarin ár en hægt er að fylgjast með viðburðinum á Facebook þar allar upplýsingar birtast þar ásamt því að ég mun auglýsa það á samfélagssíðum Pastelpaper.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Ekkert er sjálfsagt Hönnuðir um allan heim hafa fundið fyrir áhrifum Covid-19 síðustu vikur og sér ekki fyrir endann á því. Margir hönnuðir hér á landi selja venjulega mikið til ferðamanna en nú eru þeir alls ekki á hverju strái. „Hönnun sem slík er mjög ung á Íslandi miða við mörg önnur lönd, Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1999 og var þá í fyrsta skipti útskrifaðir hönnuðir hér á landi árið 2002. Það eru því ekki langar hefðir fyrir því að velja Íslenska hönnun og vilja borga fyrir hugvitið á bakvið. Hönnuðir líkt aðrir í þjóðfélaginu verða fyrir miklum áhrifum vegna Covid, margir hönnuðir eru að selja mikið til ferðamanna þar sem við erum auðvitað lítil þjóð og þar með lítill markaður. Hönnuðir eru oft ýmist að reka afar lítil fyrirtæki sem megi við mjög litlu. Það er því mikilvægt að styðja við þessa ungu stétt sem gerir mikið fyrir þjóðfélagið, held að flestir hafi fundið en meira á Covidtímum hvað skapandi greinar gera mikið fyrir okkur sem samfélag og viljum auðvitað að sem flest fyrirtæki komist í gegnum þessa tíma.“ Faraldurinn hefur bæði haft áhrif á Lindu í einkalífi og starfi. „Fæstir hefði eflaust geta ímyndað sér að 2020 færi í þessa átt, allt það sem við tökum sem sjálfsögðum hlut eins og að hitta vini og ættingja, horfa á börnin okkar leika og æfa með vinum og labbað um án þess að vera hrædd við hurðahúna sannaði 2020 að við ættum að vera þakklát fyrir.“ Hún segir að árið 2020 muni án efa kenna okkur margt. „Ég veit allavegana að það kenndi mér að ekkert er sjálfsagt, að lífið getur breyst á einu augabragði og það sé því extra mikilvægt að framkvæma, elta drauma sína og knúsa þá sem maður elskar.“ Tækifæri í öllu Linda er eigandi fyrirtækisins Pastelpaper og selur þar einstaklega fallegar myndir og kort. Hún er menntaður hönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur bæði verið að starfa sem stílisti og hönnuður síðustu ár. „Að selja myndir og kort er ekki frábært á Covid tímum, það er svolítið háð því að fólk fara í boð og veislur, að það séu ferðamenn og að fólk sé að fegra heimilin sín. Það sýndi sig þó að það að fólk þurfti að vera svona mikið heima hafði í för með sér að fólk fór að skoða heimilin sín en betur og mörgum sem langaði breyta aðeins til. Á sama tíma var fólk kannski meira á samfélagsmiðlum og því góður tími til að minna á sig og sýna hvað Pastelpaper hefur upp á að bjóða. Það eru tækifæri í öllu, það þarf bara að grípa þau.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Þetta gerði hún í samkomubanninu með því að gera eina nýja mynd á dag, sem seld var á slaginu þrjú á Instagram síðunni PASTELPAPER. „HönnunarMars fyrir hönnuði er, árshátíð, jólin og lokaskil allt í bland, þegar ljóst var að það yrði að fresta HönnunarMars vissi ég að mig langaði gera eitthvað til að vera skapandi í samkomubanninu, á sama tíma langaði mig gefa eitthvað af mér og reyna gleðja einhverja. Ég ákvað því að setja mér það markmið að skapa eina mynd á dag sem ég myndi svo birta á Instagram síðu Pastelpaper, gaf mér þann ramma að þær yrðu allar unnar á pappír, í A4 og seldar á sex þúsund en annars bara það sem mig langaði skapa þann dag. Ég hef fengið talsvert af spurningum hvers vegna ég hafi ákveðið að selja verkin mín svona ódýrt en hugmyndin var að flestum sem langaði í verk ætti möguleika á því, þar eru auðvitað margir sem eru með minna á milli handanna en venjulega þessa dagana.“ Óendanlega þakklát Linda birti mynd af mynd dagsins alltaf á sama tíma og svo var fyrirkomulagið bara einfalt, fyrstur kemur fyrstur fær. „Ég gerði 39 verk á pappír, þau eru öll í A4 og flest unnin með blandaðri tækni þar sem ég vann með vantsliti, blek, akríl málningu, artliner, tréliti og kol. Ákvað svo reyndar að gera eina auka í lokinn sem lokamynd og hafa hana í A3 og er hún nr 40. 40 er mikið betri tala til að hafa í Seríunni 2020 eins og ég ákvað að kalla hana. Myndin var seld á uppboði sem lauk í dag og var seld hæstbjóðanda. „Viðbrögðin á verkefninu hafa verið frábær og er ég óendanlega þakklát, ekki bara að allar 39 myndirnar eru seldar og seldust um leið og ég póstaði þeim heldur líka bara allar fallegu athugasemdirnar og stemninguna sem myndaðist.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Eitthvað fallegt á hverjum degi Hún segir að þetta sé eitt skemmtilegasta verkefni sem hún hafi nokkurn tímann unnið að. „Það var krefjandi þar sem ég vissi að ég vildi mismunandi verk og prófa nýja hluti en á sama tíma þurfti ég samt að vera með verk tilbúið 15:00 á hverjum degi til að pósta. Það var æðislegt hvað þeir sem náðu verki voru mjög duglegi að tjá sig hversu mikið það hafi glatt þau að eignast verk. Það voru mjög margir sem fylgdust spenntir með hvernig verk dagsins yrði og var fólk að senda mér að það væri með vekjaraklukku stillta 15:00 alla daga, ef það kom fyrir að myndin kom inn tveimur til þremur mínútum of seint var ég búin að fá skilaboð frá fólki hvort ég væri nokkuð að gleyma mér. Það er óneitanlega alltaf gaman að gleðja aðra og hafa eitthvað til að hlakka til, sérstaklega á þessum tímum.“ Linda viðurkennir þó að það hafi óneitanlega verið ákveðin pressa að þurfa að skapa eitthvað fallegt á hverjum degi og hafa auk þess ekki mikinn tíma til að melta verkin áður en þau birtust opinberlega. „Það fór því mikill tími og athygli í verkefnið og að passa að pósta alltaf klukkan 15:00. Ég hefði líka stundum viljað að það væri fleiri en ein af hverri þegar fólk var svekkt yfir að ná ekki myndinni. Það kom mér að óvart hversu mikill áhuginn var og hversu hratt verkin seldust. Á sama tíma kom það mér að óvart hversu skemmtilegt mér fannst um vinna í svona römmum og er mjög skrítið að vera ekki að vinna verk í dag. Það er ennþá mikil eftirspurn eftir fleiri myndum og mun ég klárlega vinna einhver fleiri svona verkefni í framtíðinni.“ 72 ár aftur í tímann Verkefninu lauk formlega í gær og er Linda því komin á fullt í framkvæmdir. Í haust keypti hún íbúð sem á að taka alveg í gegn. „Það hefðu verið sömu eigendur af eigninni frá því húsið var byggt og íbúðin öll orginal. Það var því virkilega komin tími til að taka hana í gegn og því ekkert annað gera en byrja að rífa allt út. Þetta eru frekar víðtækar breytingar, erum að breyta skipulagi íbúðarinnar, færa og gera nýtt eldhús, endurhanna rafmagn, færa pípulagnir, skipta um gólfefni, gera upp baðherbergið, já í raun allt sem hægt er að gera.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Fjölskyldan ætlar svo að flytja inn í íbúðina þegar framkvæmdunum lýkur. „Í framkvæmdum gengur alltaf hægar en manni langar og verð að viðurkenna að Covið ásamt mynd dagsins hefur ekki flýtt byggingarferlinu en hoppa núna úr málningarfötunum yfir í smíðagallann minn og held áfram.“ Eins og koma 72 ár aftur í tíman. „Húsið var byggt 1948 og stóð íbúðin orginal þegar við keyptum hana, þegar við byrjuðum að rífa sást vel að hversu orginal hún var þar sem hún hafði varla verið máluð. Í eldhúsinu var orginal gömul innbyggð innrétting og veggirnir allir lakkaðir í háglans málingu. Baðherbergið sem var afar smátt var einnig lakkað í hólf og gólf í fallegum pastelbleikum lit en sú aðferð var notuð til að þurfa ekki að flísaleggja, þá var mjög gamalt baðkar og yfir því innbyggðir skápar sem var sérstakt lúkk. Þetta var í raun eins og koma 72 ár aftur í tíman. Í stofunni voru för eftir myndir sem greinilega hefðu hangið afar lengi á sama stað og gamli línolín dúkur á gólfinu sem farinn var að flagna af. Þó það hefði verið gaman að halda í eitthvað af þessu gamla var ekkert af því sem hægt var að bjarga fyrir utan auðvitað dásamlegu pottofnunum sem við tókum í gegn og eru núna mikið prýði og auðvitað ómissandi í íbúðum í hlíðunum.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Pastel og list á veggjunum Upprunalega ætluðu þau að vera búin með allar framkvæmdirnar á þessum tímapunkti en vildu samt taka íbúðina alla í gegn og ekki sleppa neinu sem þau myndu kannski sjá eftir seinna. „Til dæmis þurfti að saga í alla veggi til að færa rofa og tengla sem allir voru í vitlausum hæðum og eða stöðum, sú aðgerð tók tíma þar sem fyrst þarf að saga í steinveggina, svo þarf að draga nýtt rafmagn, múra yfir, sparsla, pússa, mála og tengja tenglana. Allt svona tekur tíma sérstaklega þar sem við erum að gera þetta að mestu leiti sjálf en íbúðin verður líka alveg eins og við viljum þegar hún er tilbúin.“ Pastellitirnir sem prýða oft verkin hennar Lindu munu auðvitað einnig vera áberandi í íbúðinni eftir breytingar. „Við ætlum okkur að hafa góða blöndu af rómantískum hlíðaranda í bland við nútímalegt, það er okkur mikilvægt að halda í ákveðna hlíðarstemningu og tíðaranda þó íbúðin verði öll nútímalegri og passi við þann máta sem fólk vill búa í dag. Það verða svo auðvitað fullt af pastellitum og listaverkum upp á veggjum.“ Þó að þónokkuð sé eftir er Linda ákveðin í að reyna að flytja inn í maí eða júní. „Það eru frekar miklar tafir á sendingum vegna Covid en vonandi flytjum við inn á endanum, fyrir þá sem hafa gaman af svona framkvæmdum hef ég verið dugleg að pósta ferlinu á Instagram síðuna mín, þannig ef fólk vill sjá hvort og hvenær við flytjum inn ásamt öllu ferlinu þá er hægt að sjá það áInstagraminu lindajohannsdottir.“ Mynd/Linda Jóhannsdóttir Gæti gert þetta alla daga Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Linda fer í svona stórar framkvæmdir til þess að útbúa draumaíbúðina. „Já við keypti íbúðina sem við búum í í dag sem ósamþykkt geymsluloft og breyttum henni í samþykkta risíbúð með fimm stórum kvistum og svölum, við vorum bara 21 árs þegar við réðumst í þær framkvæmdir sem var mjög lærdómsríkt. Íbúðin er í dag æðisleg með dásamlegu útsýni og mjög erfitt að fara úr henni en það var komin tími að strákarnir mínir fái sitthvort herbergið og fjölskyldan aðeins meira pláss. Við vorum búin að vera leita af íbúð sem við vorum tilbúin að fara úr elskaða risinu fyrir í dálítinn tíma, þegar við sáum þessa vissum við að við yrðum að stökkva til. Eftir framkvæmdirnar á risinu sem voru í raun eins og að endurbyggja þar sem þurfti byggingarleyfi frá Reykjavíkurborg, úttektir og annað ves virkar sú nýja eins og dans á rósum. Það hjálpar líka að vera nokkrum árum eldri og reynslunni ríkari.“ Hún segir að skipulag sé lykillinn í undirbúningnum fyrir verkefni sem þetta. „Það er mikilvægt að vita hvað maður vill, vita hvaða getu maður býr yfir, skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja og geta tekist á við það þegar skipulagið klikkar. Ég elska að að hanna íbúðir, sjá fyrir mér rými og hvernig best væri að búa í því út frá hvaða þarfir fólk hefur, á sama tíma finnst mér frábært að vinna með höndunum og vera í smíðagallanum. Það er dásamlegt að skilja hvernig hlutirnir virka, gera þá sjálfur og sjá afraksturinn. Ég myndi vilja vera að gera upp íbúðir alla daga.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HönnunarMars Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira