Mark Cuban reyndi að fá Jordan til Dallas eftir „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 15:00 Michael Jordan vann sex meistaratitla með Chicago Bulls en hefði hann kannski getað bætt við fleirum hjá Dallas Mavericks? Getty/Steve Woltmann Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, ætlaði sér að fá Michael Jordan til að spila fyrir Mavericks liðið fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Mikið hefur verið fjallað um síðasta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem eru tíu talsins og nú sýndir á hverjum sunnudegi í Bandaríkjunum. Þetta var kannski síðasta tímabil Jordan með Bulls en ekki síðasta tímabil hans í NBA. Árið 2001 ákvað Michael Jordan að taka skóna af hillunni og spila í NBA-deildinni nú orðinn 38 ára gamall. Umboðsmaður Jordan hafði samband við Mark Cuban sem var þá aðeins búinn að eiga Dallas Mavericks liðið í eitt ár. „Daginn sem hann samdi við Washington Wizards þá sagði umboðsmaður hans David Falk að ég ætti að fara að hitta hann,“ sagði Mark Cuban í útvarpsþættinum „105.3 The Fan's G-Bag Nation“ en Sports Illustrated segir frá. „Ég var að reyna að sannfæra hann um að semja ekki við Wizards heldur koma frekar til okkar í staðinn. Ég sagði honum að við gætum gert eitthvað gott saman,“ sagði Mark Cuban. Michael Jordan tilkynnti það hins vegar 25. september 2001 að hann ætlaði að koma aftur og spila með Washington Wizards en ári áður hafði Jordan eignast hlut í því félagi og starfað sem yfirmaður körfuboltamála. Jordan sýndi það á þessu tímabili að hann gat enn spilað í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Jordan var með 22,9 stig að meðaltali í 60 leikjum auk þess taka 5,7 fráköst og gefa 5,2 stoðsendingar í leik. Seinna tímabilið með Wizards þá var hann með meðaltöl upp á 20 stig, 6,1 frákast og 3,8 stoðsendingar í leik en spilaði þá alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni og 37 mínútur að meðaltali í leik. ICYMI: Would Michael Jordan have won six titles if he played for the Mavericks? #MFFL #Mavs https://t.co/DTvsgn1G7E— The Smoking Cuban (@thesmokingcuban) April 30, 2020 Það hefði verið athyglisvert að sjá hann spila með liði Dallas Mavericks í þá daga en þar voru í aðalhlutverkum Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Fyrra tímabilið 2001-02 þá vann Washington Wizards 37 leiki en Dallas 57 leiki. Seinna tímabilið, 2002-03, þá vann Dallas Mavericks liðið 60 leiki en Washington Wizards vann 37 leiki annað tímabilið í röð. Dallas fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar seinna árið þar sem liðið tapaði 4-2 á móti verðandi NBA meisturum San Antonio Spurs. NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Beeman gekk frá fyrrum félögum Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, ætlaði sér að fá Michael Jordan til að spila fyrir Mavericks liðið fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Mikið hefur verið fjallað um síðasta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem eru tíu talsins og nú sýndir á hverjum sunnudegi í Bandaríkjunum. Þetta var kannski síðasta tímabil Jordan með Bulls en ekki síðasta tímabil hans í NBA. Árið 2001 ákvað Michael Jordan að taka skóna af hillunni og spila í NBA-deildinni nú orðinn 38 ára gamall. Umboðsmaður Jordan hafði samband við Mark Cuban sem var þá aðeins búinn að eiga Dallas Mavericks liðið í eitt ár. „Daginn sem hann samdi við Washington Wizards þá sagði umboðsmaður hans David Falk að ég ætti að fara að hitta hann,“ sagði Mark Cuban í útvarpsþættinum „105.3 The Fan's G-Bag Nation“ en Sports Illustrated segir frá. „Ég var að reyna að sannfæra hann um að semja ekki við Wizards heldur koma frekar til okkar í staðinn. Ég sagði honum að við gætum gert eitthvað gott saman,“ sagði Mark Cuban. Michael Jordan tilkynnti það hins vegar 25. september 2001 að hann ætlaði að koma aftur og spila með Washington Wizards en ári áður hafði Jordan eignast hlut í því félagi og starfað sem yfirmaður körfuboltamála. Jordan sýndi það á þessu tímabili að hann gat enn spilað í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Jordan var með 22,9 stig að meðaltali í 60 leikjum auk þess taka 5,7 fráköst og gefa 5,2 stoðsendingar í leik. Seinna tímabilið með Wizards þá var hann með meðaltöl upp á 20 stig, 6,1 frákast og 3,8 stoðsendingar í leik en spilaði þá alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni og 37 mínútur að meðaltali í leik. ICYMI: Would Michael Jordan have won six titles if he played for the Mavericks? #MFFL #Mavs https://t.co/DTvsgn1G7E— The Smoking Cuban (@thesmokingcuban) April 30, 2020 Það hefði verið athyglisvert að sjá hann spila með liði Dallas Mavericks í þá daga en þar voru í aðalhlutverkum Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Fyrra tímabilið 2001-02 þá vann Washington Wizards 37 leiki en Dallas 57 leiki. Seinna tímabilið, 2002-03, þá vann Dallas Mavericks liðið 60 leiki en Washington Wizards vann 37 leiki annað tímabilið í röð. Dallas fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar seinna árið þar sem liðið tapaði 4-2 á móti verðandi NBA meisturum San Antonio Spurs.
NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Beeman gekk frá fyrrum félögum Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira