Ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2019 en lið Liverpool.
Liverpool vann lokaleik sinn á árinu 2019 í gærdag og náðu lærisveinar Jürgen Klopp því í samtals 98 stig á þessu ári.
Liverpool fékk sex stigum meira en Manchester City sem var í öðru sæti og 32 stigum meira en Leicester City sem var í þriðja.
Metið féll þó ekki því stigametið á einu almanaksári á ennþá lið Manchester United frá árinu 1993.
Más puntos en la Premier League en el año 2019:
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 29, 2019
98 Liverpool
92 Man. City
66 Leicester
64 Chelsea
62 Man. United
58 Wolverhampton
57 Crystal Palace
56 Arsenal
56 Tottenham
El mejor año natural en la era Premier League lo hizo el Manchester United en 1993 (102 puntos). pic.twitter.com/ytxS0Rika2
Manchester United liðið frá árinu 1993 endaði einmitt 26 ára bið félagsins eftir Englandsmeistaratitlinum. United vann sinn sjöunda meistaratitil vorið 1967 en þurfti síðan að bíða þar til á fyrsta tímabili ensku úrvalsdeildarinnar 1992-93.
Manchester United náði í 102 stig árið 1993 en liðið varð bæði enskur meistari 1992/93 og 1993/94 með Eric Cantona í fararbroddi.
Liverpool vann sin átjánda og síðasta titil vorið 1990 og var þá með ellefu titla forystu á Manchester United. Manchester United hefur hins vegar unnið þrettán meistaratitla síðan að Liverpool varð síðast meistari fyrir að verða þrjátíu árum síðan.
Liverpool tapaði aðeins einum af 37 deildarleikjum sínum á árinu 2019 og fagnaði sigri í 31 þeirra. Liverpool lék 36 síðustu deildarleiki ársins án þess að tapa.
Liverpool in the Premier League in 2019:
— Squawka Football (@Squawka) December 29, 2019
37 games
98 points
31 wins
5 draws
1 defeat
88 goals
28 conceded
12 clean sheets
An absolute juggernaut. pic.twitter.com/MMXsJIXgU1