Ríkissaksóknari Spánar hefur beðið hæstarétt landsins að sleppa Oriol Junqueras, einum leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna, úr fangelsi svo að hann geti tekið sæti sitt á Evrópuþinginu. Junqueras var dæmdur í þrettán ára fangelsi í október vegna aðildar sinnar að misheppnaðri tilraun katalónsku héraðsstjórnarinnar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017.
Evrópudómstóllinn úrskurðaði fyrr í þessum mánuði að Junqueras ætti rétt á friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Hann var kjörinn á Evrópuþingið í maí á meðan hann beið dóms á Spáni.
Að sögn Reuters-fréttastofunnar er krafa ríkissaksóknarans talin tilraun Sósíalistaflokksins til þess að afla sér stuðnings við myndun ríkisstjórnar. Flokkurinn þarf að reiða sig á stuðning flokks Junqueras, Vinstri lýðveldissinna Katalóníu (ERC) til að geta myndað vinstristjórn með Við getum (sp. Podemos).
Junqueras var varaforseti katalónska héraðsþingsins þegar héraðsstjórnin lét fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði og lýsti síðan yfir sjálfstæði árið 2017. Hann hlaut þyngsta dóminn þegar níu leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga dóma í október. Þeir voru fundir sekir um undirróður og misnotkun á opinberu fé.
Leggur til að leiðtoga Katalóna verði sleppt úr fangelsi

Tengdar fréttir

Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út
Tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fengu í Hæstarétti Spánar í morgun.

Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma
Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið.

Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista
Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins.

Junqueras segir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu óumflýjanlega
Oriol Junqueras segir að dómarnir yfir leiðtogum katalónskra aðskilnaðarsinna komi bara til með að efla aðskilnaðarheyfinguna.

Ráðherra segir dóminn yfir Katalónunum pólitískan
Níu leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fengu fangelsisdóma í morgun. Ráðherra utanríkismála í Katalónsku héraðsstjórninni segir grafið undan stoðum lýðræðis og mannréttinda á Spáni.