Líklegt að þjófarnir komi upp um sig þegar þeir byrja að skjóta upp Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2019 13:32 Þjófarnir spenntu upp hurðina, litu ekki við rándýrum búnaði en gripu rakettur og skotkökur. Visir/Vilhelm Í nótt gerðu óprúttnir aðilar sér lítið fyrir, spenntu upp hurð á húsi björgunarsveitarinnar Bróðurhönd sem er undir Eyjafjöllum, og höfðu á brott með sér rakettur og kökur sem meta má á hartnær milljón króna. Einar Viðar Viðarsson er formaður sveitarinnar og hann klórar sér í kollinum vegna þessa innbrots. Flugeldasala er helsta fjáröflunarleið Bróðurhandar eins og flestra annarra björgunarsveita landsins. En, salan fer aðeins fram einn dag og það var í gær. „Þetta voru afgangar. Hefði verið svakalegt ef við ætluðum að selja í dag.“ Kunnugir á ferð Að sögn formannsins uppgötvaðist þjófnaðurinn nánast fyrir tilviljun. Hann fór í húsið til að sækja kaffikönnu sem hann hafði skilið eftir í húsinu og því liggur fyrir að þjófarnir hafa verið á ferð einhvern tíma á milli hálf ellefu í gærkvöldi og hálf tíu í morgun. Einar Viðar segir sérkennilegt að upplifa annað eins og þetta í sveitinni, þar sem menn læsi varla húsunum á eftir sér. Annað sem er merkilegt í þessu er að í húsinu var allskyns búnaður sem verðmætur er en þjófarnir litu ekki við því heldur fóru beint í raketturnar og skotkökurnar. Húsið er ekki merkt og ekki á margra vitorði annarra en heimamanna hvar húsið er. Raketturæningjarnir lýsa sjálfa sig upp „Þetta er skrítið innbrot. Þetta eru einhverjir snillingar og við höfum verið að hafa það í flimtingum hér í sveitinni að þeir muni koma upp um sig á morgun. Við verðum bara með kíkinn uppi hérna í sveitinni og sjáum hvar mest er skotið,“ segir Einar Viðar á gamansömum nótum. Bróðurhönd er með minnstu björgunarsveitum landsins, ekki eru nema 20 á skrá og fimm til sex sem sinna útköllum. Lögreglan mætti á staðinn í morgun og tók myndir. „Við sjáum hvað setur. Það eru myndavélar á þjóðveginum hér og þar. En, þetta er sveitalegt hjá okkur. Við erum ekki með neinar öryggismyndavélar við húsið.“ Áramót Flugeldar Lögreglumál Tengdar fréttir Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55 Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01 Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Í nótt gerðu óprúttnir aðilar sér lítið fyrir, spenntu upp hurð á húsi björgunarsveitarinnar Bróðurhönd sem er undir Eyjafjöllum, og höfðu á brott með sér rakettur og kökur sem meta má á hartnær milljón króna. Einar Viðar Viðarsson er formaður sveitarinnar og hann klórar sér í kollinum vegna þessa innbrots. Flugeldasala er helsta fjáröflunarleið Bróðurhandar eins og flestra annarra björgunarsveita landsins. En, salan fer aðeins fram einn dag og það var í gær. „Þetta voru afgangar. Hefði verið svakalegt ef við ætluðum að selja í dag.“ Kunnugir á ferð Að sögn formannsins uppgötvaðist þjófnaðurinn nánast fyrir tilviljun. Hann fór í húsið til að sækja kaffikönnu sem hann hafði skilið eftir í húsinu og því liggur fyrir að þjófarnir hafa verið á ferð einhvern tíma á milli hálf ellefu í gærkvöldi og hálf tíu í morgun. Einar Viðar segir sérkennilegt að upplifa annað eins og þetta í sveitinni, þar sem menn læsi varla húsunum á eftir sér. Annað sem er merkilegt í þessu er að í húsinu var allskyns búnaður sem verðmætur er en þjófarnir litu ekki við því heldur fóru beint í raketturnar og skotkökurnar. Húsið er ekki merkt og ekki á margra vitorði annarra en heimamanna hvar húsið er. Raketturæningjarnir lýsa sjálfa sig upp „Þetta er skrítið innbrot. Þetta eru einhverjir snillingar og við höfum verið að hafa það í flimtingum hér í sveitinni að þeir muni koma upp um sig á morgun. Við verðum bara með kíkinn uppi hérna í sveitinni og sjáum hvar mest er skotið,“ segir Einar Viðar á gamansömum nótum. Bróðurhönd er með minnstu björgunarsveitum landsins, ekki eru nema 20 á skrá og fimm til sex sem sinna útköllum. Lögreglan mætti á staðinn í morgun og tók myndir. „Við sjáum hvað setur. Það eru myndavélar á þjóðveginum hér og þar. En, þetta er sveitalegt hjá okkur. Við erum ekki með neinar öryggismyndavélar við húsið.“
Áramót Flugeldar Lögreglumál Tengdar fréttir Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55 Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01 Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55
Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01
Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37