Líklegt að þjófarnir komi upp um sig þegar þeir byrja að skjóta upp Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2019 13:32 Þjófarnir spenntu upp hurðina, litu ekki við rándýrum búnaði en gripu rakettur og skotkökur. Visir/Vilhelm Í nótt gerðu óprúttnir aðilar sér lítið fyrir, spenntu upp hurð á húsi björgunarsveitarinnar Bróðurhönd sem er undir Eyjafjöllum, og höfðu á brott með sér rakettur og kökur sem meta má á hartnær milljón króna. Einar Viðar Viðarsson er formaður sveitarinnar og hann klórar sér í kollinum vegna þessa innbrots. Flugeldasala er helsta fjáröflunarleið Bróðurhandar eins og flestra annarra björgunarsveita landsins. En, salan fer aðeins fram einn dag og það var í gær. „Þetta voru afgangar. Hefði verið svakalegt ef við ætluðum að selja í dag.“ Kunnugir á ferð Að sögn formannsins uppgötvaðist þjófnaðurinn nánast fyrir tilviljun. Hann fór í húsið til að sækja kaffikönnu sem hann hafði skilið eftir í húsinu og því liggur fyrir að þjófarnir hafa verið á ferð einhvern tíma á milli hálf ellefu í gærkvöldi og hálf tíu í morgun. Einar Viðar segir sérkennilegt að upplifa annað eins og þetta í sveitinni, þar sem menn læsi varla húsunum á eftir sér. Annað sem er merkilegt í þessu er að í húsinu var allskyns búnaður sem verðmætur er en þjófarnir litu ekki við því heldur fóru beint í raketturnar og skotkökurnar. Húsið er ekki merkt og ekki á margra vitorði annarra en heimamanna hvar húsið er. Raketturæningjarnir lýsa sjálfa sig upp „Þetta er skrítið innbrot. Þetta eru einhverjir snillingar og við höfum verið að hafa það í flimtingum hér í sveitinni að þeir muni koma upp um sig á morgun. Við verðum bara með kíkinn uppi hérna í sveitinni og sjáum hvar mest er skotið,“ segir Einar Viðar á gamansömum nótum. Bróðurhönd er með minnstu björgunarsveitum landsins, ekki eru nema 20 á skrá og fimm til sex sem sinna útköllum. Lögreglan mætti á staðinn í morgun og tók myndir. „Við sjáum hvað setur. Það eru myndavélar á þjóðveginum hér og þar. En, þetta er sveitalegt hjá okkur. Við erum ekki með neinar öryggismyndavélar við húsið.“ Áramót Flugeldar Lögreglumál Tengdar fréttir Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55 Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01 Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Í nótt gerðu óprúttnir aðilar sér lítið fyrir, spenntu upp hurð á húsi björgunarsveitarinnar Bróðurhönd sem er undir Eyjafjöllum, og höfðu á brott með sér rakettur og kökur sem meta má á hartnær milljón króna. Einar Viðar Viðarsson er formaður sveitarinnar og hann klórar sér í kollinum vegna þessa innbrots. Flugeldasala er helsta fjáröflunarleið Bróðurhandar eins og flestra annarra björgunarsveita landsins. En, salan fer aðeins fram einn dag og það var í gær. „Þetta voru afgangar. Hefði verið svakalegt ef við ætluðum að selja í dag.“ Kunnugir á ferð Að sögn formannsins uppgötvaðist þjófnaðurinn nánast fyrir tilviljun. Hann fór í húsið til að sækja kaffikönnu sem hann hafði skilið eftir í húsinu og því liggur fyrir að þjófarnir hafa verið á ferð einhvern tíma á milli hálf ellefu í gærkvöldi og hálf tíu í morgun. Einar Viðar segir sérkennilegt að upplifa annað eins og þetta í sveitinni, þar sem menn læsi varla húsunum á eftir sér. Annað sem er merkilegt í þessu er að í húsinu var allskyns búnaður sem verðmætur er en þjófarnir litu ekki við því heldur fóru beint í raketturnar og skotkökurnar. Húsið er ekki merkt og ekki á margra vitorði annarra en heimamanna hvar húsið er. Raketturæningjarnir lýsa sjálfa sig upp „Þetta er skrítið innbrot. Þetta eru einhverjir snillingar og við höfum verið að hafa það í flimtingum hér í sveitinni að þeir muni koma upp um sig á morgun. Við verðum bara með kíkinn uppi hérna í sveitinni og sjáum hvar mest er skotið,“ segir Einar Viðar á gamansömum nótum. Bróðurhönd er með minnstu björgunarsveitum landsins, ekki eru nema 20 á skrá og fimm til sex sem sinna útköllum. Lögreglan mætti á staðinn í morgun og tók myndir. „Við sjáum hvað setur. Það eru myndavélar á þjóðveginum hér og þar. En, þetta er sveitalegt hjá okkur. Við erum ekki með neinar öryggismyndavélar við húsið.“
Áramót Flugeldar Lögreglumál Tengdar fréttir Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55 Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01 Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55
Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01
Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37