Bandaríska leikkonan Sharon Stone segir að lokað hafi verið á reikning hennar á stefnumótaforritinu Bumble.
Talsmaður Bumble segir að nokkrar ábendingar hafi borist um falskan reikning í nafni hinnar 62 ára leikkonu og að reikningnum hafi verið lokað fyrir mistök. Búið sé að opna reikninginn á ný.
Stone segir frá málinu á Twitter-síðu sinni þar sem hún biðlar til stefnumótsins að útiloka sig ekki frá „býkúpunni“, það er Bumble-samfélaginu.
I went on the @bumble dating sight and they closed my account.
— Sharon Stone (@sharonstone) December 30, 2019
Some users reported that it couldn’t possibly be me!
Hey @bumble, is being me exclusionary ?
Don’t shut me out of the hive
Bumble var fljótt til svars og virkjaði reikninginn á ný.
Sharon Stone sló í gegn á níunda og tíunda áratugnum í myndum á borð við Basic Instinct, Total Recall, The Mighty, The Specialist og Casino.
Stone hefur tvívegis gengið í hjónaband, fyrst með framleiðandanum Michael Greenburg og svo blaðamanninum Phil Bronstein. Hún skildi við Bronstein árið 2004. Stone hefur áður rætt stefnumótalíf sitt og sagði í þætti James Corden að hún væri í makaleit. „Ég vil hafa þá hávaxna,“ sagði Stone þá.