Lífið

Atvik #ársins í skemmtilegum Twitter-annál

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Glæsimark Loga Tómassonar, Hatari, Valli Reynis og Íslandsmeistarinn í luftgítar eru meðal þess sem kemst í annálinn að þessu sinni.
Glæsimark Loga Tómassonar, Hatari, Valli Reynis og Íslandsmeistarinn í luftgítar eru meðal þess sem kemst í annálinn að þessu sinni. Samsett

Árið 2019 er senn að renna sitt skeið, og margir sem líta um öxl og gera upp árið. Vísir hefur að sjálfsögðu staðið vaktina og farið yfir árið á hinum ýmsu sviðum. Fleiri hafa þó tekið árið saman, hver á sinn hátt, og skoðað hvað staðið hefur upp úr á líðandi ári.

Guðmundur Haukur Guðmundsson hefur frá upphafi desembermánaðar skautað yfir árið 2019 í skemmtilegum Twitter-þræði þar sem árið er gert upp á óhefðbundinn hátt.

Meðal þess sem bregður fyrir í þessum samfélagsmiðla-annál er þegar fluga flaug upp í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Liverpool-messa í Seljakirkju og klósettburstamálið mikla milli Íslands og Tyrklands. Hér að neðan má sjá þráðinn, sem finna má undir myllumerkinu #ársins.






























































































































Fleiri fréttir

Sjá meira


×