Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 13:49 Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. Hún lýsir því að hún, ásamt þremur öðrum í íbúðinni, hafi þurft að loka sig saman inni í einu herbergi á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.Sjá einnig: Eldtungurnar stóðu út um glugga Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna eldsins. Hann kviknaði í geymslurými á neðstu hæð hússins og fljótlega fylltist stigagangurinn allur af reyk. Varaslökkviliðsstjóri lýsti því í samtali við fréttastofu í morgun að íbúum hefði verið hætta búin en þeim var gert að halda sig í íbúðum sínum eða úti á svölum á meðan slökkvilið barðist við eldinn. Anna Kristbjörg Jónsdóttir er ein þeirra íbúa sem var inni í íbúð sinni þegar eldsins varð vart. „Ég var bara inni í stofu þegar ég heyri í konunni fyrir neðan mig úti á plani að hringja í 112 og ég fór út á svalir og hún benti mér á að það væri kviknað í. Ég var ekki viss um hvort þetta væri í íbúðinni hjá henni eða stigaganginum en fljótlega fylltist allt af reyk,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Hundur Önnu Kristbjargar komst heilu og höldnu út.Vísir/vilhelm „Ég gat ekki verið úti á svölum og við þurftum að loka okkur af inni í einu herbergi og vorum fjögur inni í íbúðinni. Við komumst ekki niður, ekkert.“ Anna á nokkur gæludýr og náði að bjarga hundi sínum út úr íbúðinni. Þegar fréttastofa ræddi við hana var hins vegar óvíst um kettina hennar. „Ég veit ekki neitt meira, hvað verður um þá.“ Varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enn ætti eftir að meta tjónið á húsinu en ef marka má myndir af vettvangi var það töluvert. Anna vissi ekki hvort fjölskyldan sæi fram á að geta haldið jól í íbúðinni. „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós.“ Rannsókn á eldsvoðanum stendur enn yfir. Þá eru eldsupptök ókunn og verða ekki ljós í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Hér að neðan má sjá myndskeið frá vinnu á vettvangi brunans í Vesturbergi í morgun. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. Hún lýsir því að hún, ásamt þremur öðrum í íbúðinni, hafi þurft að loka sig saman inni í einu herbergi á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.Sjá einnig: Eldtungurnar stóðu út um glugga Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna eldsins. Hann kviknaði í geymslurými á neðstu hæð hússins og fljótlega fylltist stigagangurinn allur af reyk. Varaslökkviliðsstjóri lýsti því í samtali við fréttastofu í morgun að íbúum hefði verið hætta búin en þeim var gert að halda sig í íbúðum sínum eða úti á svölum á meðan slökkvilið barðist við eldinn. Anna Kristbjörg Jónsdóttir er ein þeirra íbúa sem var inni í íbúð sinni þegar eldsins varð vart. „Ég var bara inni í stofu þegar ég heyri í konunni fyrir neðan mig úti á plani að hringja í 112 og ég fór út á svalir og hún benti mér á að það væri kviknað í. Ég var ekki viss um hvort þetta væri í íbúðinni hjá henni eða stigaganginum en fljótlega fylltist allt af reyk,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Hundur Önnu Kristbjargar komst heilu og höldnu út.Vísir/vilhelm „Ég gat ekki verið úti á svölum og við þurftum að loka okkur af inni í einu herbergi og vorum fjögur inni í íbúðinni. Við komumst ekki niður, ekkert.“ Anna á nokkur gæludýr og náði að bjarga hundi sínum út úr íbúðinni. Þegar fréttastofa ræddi við hana var hins vegar óvíst um kettina hennar. „Ég veit ekki neitt meira, hvað verður um þá.“ Varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enn ætti eftir að meta tjónið á húsinu en ef marka má myndir af vettvangi var það töluvert. Anna vissi ekki hvort fjölskyldan sæi fram á að geta haldið jól í íbúðinni. „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós.“ Rannsókn á eldsvoðanum stendur enn yfir. Þá eru eldsupptök ókunn og verða ekki ljós í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Hér að neðan má sjá myndskeið frá vinnu á vettvangi brunans í Vesturbergi í morgun.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45