Niðurstaða fékkst í deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Eiður Þór Árnason skrifar 20. desember 2019 18:58 Félag sjúkraþjálfara hefur verið ósátt við útboðsstefnu Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Vilhelm Sjúkraþjálfurum var óheimilt að hætta að starfa fyrirvaralaust eftir samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) þann 12. nóvember síðastliðinn samkvæmt niðurstöðu gerðardóms í deilumáli Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Í dómsorðum gerðardóms sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að báðir aðilar eigi að starfa samkvæmt samningnum til 12. janúar. Er þar vísað til þess að félaginu hafi verið skylt að viðhafa hæfilegan uppsagnarfrest á uppsögn sinni sem SÍ var tilkynnt um þann 5. nóvember síðastliðinn. Því hafi félaginu verið óheimilt að segja upp samningnum án nokkurs fyrirvara. Sjúkraþjálfarar ánægðir með dóminn Þrátt fyrir þetta segist Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, vera ánægð með dóminn og segir að fallist hafi verið á meginsjónarmið félagsins. „Þetta var algjörlega það sem við bjuggumst við og við erum náttúrulega afar ánægð með að gerðardómari samþykkir okkar sýn á það að það var ekki þörf á því að segja þessum samningi upp með sex mánaða fyrirvara eins og sjúkratryggingar gerðu kröfu um.“Sjá einnig: Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardómsÍ nóvember síðastliðnum sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. SÍ tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólöglegt verðsamráð. Formaður félagsins sagði ásakanir forstjóra SÍ alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Unnur segir að sú ráðstöfun gerðardómara að miða endalok samstarfs um samninginn við 12. janúar sé eingöngu ætlað til hagræðis fyrir alla aðila í ljósi hátíðanna. “Svo þeir geti gert þær ráðstafanir að nýtt fyrirkomulag utan samnings geti tekið gildi þannig að sem minnst rask verði fyrir skjólstæðinga þjónustunnar.” Ósammála um túlkun dómsins Í tilkynningu frá SÍ sem barst í kvöld segir stofnunin að samkvæmt úrskurði gerðardóms í dag hafi sjúkraþjálfurum verið „óheimilt að innheimta önnur gjöld af sjúklingum en þau sem kveðið er á um í samningi SÍ.” Félag sjúkraþjálfara er ósammála þessari túlkun stofnunarinnar. „Við höfnum því algjörlega, vegna þess að dómurinn segir að sú krafa um það að segja samningunum upp með sex mánaða fyrirvara var ekki rétt og að málinu hafi verið staðið á réttan hátt af okkar hálfu.“ Hún segir að félagið hafi á sínum tíma tekið þá ákvörðun í umboði félagsmanna að „stíga til hliðar hreinlega á meðan Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld myndu setja það í eitthvað vitrænt form hvernig þau vilji haga innkaupum á þjónustu sjúkraþjálfara.“ „Ég les úrskurð gerðardóms algjörlega þannig að hann fellur að okkar meginröksemd að því leitinu til að samningurinn var útrunninn og að þeirra einhliða ákvörðun um það að gefa sjúkraþjálfurum kost á að vinna enn um stund samkvæmt samningnum fól engan veginn í sér þá viðurkenningu á því að það væri gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara í samtali við Vísi. Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. 13. nóvember 2019 20:16 „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. 12. nóvember 2019 23:34 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Sjúkraþjálfurum var óheimilt að hætta að starfa fyrirvaralaust eftir samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) þann 12. nóvember síðastliðinn samkvæmt niðurstöðu gerðardóms í deilumáli Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Í dómsorðum gerðardóms sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að báðir aðilar eigi að starfa samkvæmt samningnum til 12. janúar. Er þar vísað til þess að félaginu hafi verið skylt að viðhafa hæfilegan uppsagnarfrest á uppsögn sinni sem SÍ var tilkynnt um þann 5. nóvember síðastliðinn. Því hafi félaginu verið óheimilt að segja upp samningnum án nokkurs fyrirvara. Sjúkraþjálfarar ánægðir með dóminn Þrátt fyrir þetta segist Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, vera ánægð með dóminn og segir að fallist hafi verið á meginsjónarmið félagsins. „Þetta var algjörlega það sem við bjuggumst við og við erum náttúrulega afar ánægð með að gerðardómari samþykkir okkar sýn á það að það var ekki þörf á því að segja þessum samningi upp með sex mánaða fyrirvara eins og sjúkratryggingar gerðu kröfu um.“Sjá einnig: Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardómsÍ nóvember síðastliðnum sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. SÍ tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólöglegt verðsamráð. Formaður félagsins sagði ásakanir forstjóra SÍ alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Unnur segir að sú ráðstöfun gerðardómara að miða endalok samstarfs um samninginn við 12. janúar sé eingöngu ætlað til hagræðis fyrir alla aðila í ljósi hátíðanna. “Svo þeir geti gert þær ráðstafanir að nýtt fyrirkomulag utan samnings geti tekið gildi þannig að sem minnst rask verði fyrir skjólstæðinga þjónustunnar.” Ósammála um túlkun dómsins Í tilkynningu frá SÍ sem barst í kvöld segir stofnunin að samkvæmt úrskurði gerðardóms í dag hafi sjúkraþjálfurum verið „óheimilt að innheimta önnur gjöld af sjúklingum en þau sem kveðið er á um í samningi SÍ.” Félag sjúkraþjálfara er ósammála þessari túlkun stofnunarinnar. „Við höfnum því algjörlega, vegna þess að dómurinn segir að sú krafa um það að segja samningunum upp með sex mánaða fyrirvara var ekki rétt og að málinu hafi verið staðið á réttan hátt af okkar hálfu.“ Hún segir að félagið hafi á sínum tíma tekið þá ákvörðun í umboði félagsmanna að „stíga til hliðar hreinlega á meðan Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld myndu setja það í eitthvað vitrænt form hvernig þau vilji haga innkaupum á þjónustu sjúkraþjálfara.“ „Ég les úrskurð gerðardóms algjörlega þannig að hann fellur að okkar meginröksemd að því leitinu til að samningurinn var útrunninn og að þeirra einhliða ákvörðun um það að gefa sjúkraþjálfurum kost á að vinna enn um stund samkvæmt samningnum fól engan veginn í sér þá viðurkenningu á því að það væri gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara í samtali við Vísi.
Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. 13. nóvember 2019 20:16 „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. 12. nóvember 2019 23:34 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19
Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. 13. nóvember 2019 20:16
„Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. 12. nóvember 2019 23:34
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40