Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 18:00 Anna Kristbjörg Jónsdóttir býr í húsinu en fjölskylda hennar er á hrakhólum eftir brunann. Vísir/Sigurjón Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Fjölskyldan býr á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Vestubergi í Breiðholti en eldur kom upp í húsinu á föstudaginn. Í dag fóru hjónin inn í húsið til að kanna aðstæður. Sterka brunalykt leggur um allt húsið, stigagangurinn er illa farinn eftir eldinn og veggirnir svartir af sóti. „Þetta lítur mjög illa út. Íbúðin er samt heil. Mikil lykt inni og það sem við erum að gera núna er að fara aðeins yfir föt og hvort við getum tekið með okkur einhvern fatnað en ég er nú ekki alveg að sjá það ske af því að lyktin er alveg yfirþyrmandi,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Anna segir bæði þau hjónin og húsfélagið vera með tryggingar. Erfiðlega hafi gengið að nálgast upplýsingar hjá tryggingarfélögunum um helgina um hvað þau fái bætt og hvernig staðið verði að málum. „Það hefur enginn komið til þess að meta eða hreinsa eða neitt,“ segir Anna. Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Þau sjá ekki fyrir sér að geta dvalið aftur heima hjá sér fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin. Stigagangurinn og flest sem var á honum er illa farið eftir eldinn.Vísir/Sigurjón „Ég held að það séu allir bara í áfalli enn þá. Þetta er, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Þetta er bara martröð. Búin að vera matröð síðan á föstudaginn. Ég er illa sofin og áhyggjufull,“ segir Anna og að þau taki bara einn dag í einu. Eldurinn kom upp á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Anna segir óvíst hvar þau haldi jólin hátíðleg. „Það er þá einna helst hjá mömmu en hún er náttúrlega með mjög litla íbúð. Spurning hvort við getum reynt að gera eitthvað gott úr því. Ég veit það ekki en ég er ekkert rosalega bjartsýn sko því miður,“ segir Anna. Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Fjölskyldan býr á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Vestubergi í Breiðholti en eldur kom upp í húsinu á föstudaginn. Í dag fóru hjónin inn í húsið til að kanna aðstæður. Sterka brunalykt leggur um allt húsið, stigagangurinn er illa farinn eftir eldinn og veggirnir svartir af sóti. „Þetta lítur mjög illa út. Íbúðin er samt heil. Mikil lykt inni og það sem við erum að gera núna er að fara aðeins yfir föt og hvort við getum tekið með okkur einhvern fatnað en ég er nú ekki alveg að sjá það ske af því að lyktin er alveg yfirþyrmandi,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Anna segir bæði þau hjónin og húsfélagið vera með tryggingar. Erfiðlega hafi gengið að nálgast upplýsingar hjá tryggingarfélögunum um helgina um hvað þau fái bætt og hvernig staðið verði að málum. „Það hefur enginn komið til þess að meta eða hreinsa eða neitt,“ segir Anna. Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Þau sjá ekki fyrir sér að geta dvalið aftur heima hjá sér fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin. Stigagangurinn og flest sem var á honum er illa farið eftir eldinn.Vísir/Sigurjón „Ég held að það séu allir bara í áfalli enn þá. Þetta er, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Þetta er bara martröð. Búin að vera matröð síðan á föstudaginn. Ég er illa sofin og áhyggjufull,“ segir Anna og að þau taki bara einn dag í einu. Eldurinn kom upp á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Anna segir óvíst hvar þau haldi jólin hátíðleg. „Það er þá einna helst hjá mömmu en hún er náttúrlega með mjög litla íbúð. Spurning hvort við getum reynt að gera eitthvað gott úr því. Ég veit það ekki en ég er ekkert rosalega bjartsýn sko því miður,“ segir Anna.
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira