Getur misst aleiguna á einungis örfáum mínútum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. desember 2019 20:00 Slökkviliðsmenn sem munu vinna yfir jól og áramót vonast eftir útkallslausri hátíð en eru þó við öllu búnir komi upp hættuástand. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu biður fólk um að huga að eldvörnum heimilisins, eins og reykskynjurum og slökkvitækjum, sem geta skipt sköpum komi upp eldur. „Við höfum alltaf áhyggjur á þessum tíma. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og kertin er eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af ef ekki er rétt með farið,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. „Það sem við höfum svona helst séð er að kerti í gluggum, sem fólk lætur loga í gluggakistum þar sem eru gluggatjöld. Það er eitthvað sem hefur komið fyrir að það kvikni í gluggatjöldum og kerti í kertaskreytingum er eitthvað sem kemur reglulega upp þar sem kertið getur fallið til hliðar og nær niður í brennanlegt efni sem býr til skreytinguna og þarna þarf fólk að passa sig og lykilatriðið er að fara aldrei út úr rými þar sem er logandi kerti,“ segir Pétur. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu settu upp aðstæður þar sem slíkt gerist og á myndbandi sést að á innan við tíu mínútum er herbergi orðið alelda og ekki við neitt ráðið. Pétur segir húsbrunar hafi breyst á síðustu þrjátíu árum þar sem efnasamsetning húsgagna sé önnur en áður. „Í dag erum við með miklu léttari efni sem eru auðbrennanleg og brunahraðinn og brunaofsinn verður svo margfalt meiri í dag en hann var fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.“ „Við höfum séð dæmi þess að fólk varla eða jafnvel ekki nær að forða sér út úr húsum sem kviknar í, jafnvel þó það sé reykskynjari. Þannig að það er full ástæða til þess að sýna ítrustu varkárni,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Áramót Jól Slökkvilið Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem munu vinna yfir jól og áramót vonast eftir útkallslausri hátíð en eru þó við öllu búnir komi upp hættuástand. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu biður fólk um að huga að eldvörnum heimilisins, eins og reykskynjurum og slökkvitækjum, sem geta skipt sköpum komi upp eldur. „Við höfum alltaf áhyggjur á þessum tíma. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og kertin er eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af ef ekki er rétt með farið,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. „Það sem við höfum svona helst séð er að kerti í gluggum, sem fólk lætur loga í gluggakistum þar sem eru gluggatjöld. Það er eitthvað sem hefur komið fyrir að það kvikni í gluggatjöldum og kerti í kertaskreytingum er eitthvað sem kemur reglulega upp þar sem kertið getur fallið til hliðar og nær niður í brennanlegt efni sem býr til skreytinguna og þarna þarf fólk að passa sig og lykilatriðið er að fara aldrei út úr rými þar sem er logandi kerti,“ segir Pétur. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu settu upp aðstæður þar sem slíkt gerist og á myndbandi sést að á innan við tíu mínútum er herbergi orðið alelda og ekki við neitt ráðið. Pétur segir húsbrunar hafi breyst á síðustu þrjátíu árum þar sem efnasamsetning húsgagna sé önnur en áður. „Í dag erum við með miklu léttari efni sem eru auðbrennanleg og brunahraðinn og brunaofsinn verður svo margfalt meiri í dag en hann var fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.“ „Við höfum séð dæmi þess að fólk varla eða jafnvel ekki nær að forða sér út úr húsum sem kviknar í, jafnvel þó það sé reykskynjari. Þannig að það er full ástæða til þess að sýna ítrustu varkárni,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Áramót Jól Slökkvilið Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira