Annar „El Clasico“ í beinni á milli jóla og nýárs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 13:30 Facundo Campazzo í leik með Real Madrid á móti Barcelona. Getty/Sonia Canada Spænski körfuboltinn býður upp á stórleik á milli jóla og nýárs og íslenskir körfuboltaáhugamenn fá þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá stórlið spænska körfuboltans mætast í beinni sjónvarpsútsendingu. Barcelona og Real Madrid mættust í „El Clasico“ fótboltans í síðustu viku en það er annar „El Clasico“ fram undan á Spáni fyrir áramót. Barcelona tekur á móti Real Madrid í fimmtándu umferð spænsku deildarinnar 29. desember næstkomandi og Stöð 2 Sport ætlar að sýna leikinn beint en þetta í fyrsta sinn hér á landi þar sem er sýnt beint frá spænska körfuboltanum. Eins og í fótboltanum þá eru lið Real Madrid og Barcelona í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar kemur að þessum innbyrðis leik þeirra. Þetta eru líka tvö sigursælustu körfuboltalið Spánar frá upphafi. Real Madrid hefur unnið tólf leiki og tapað tveimur en Barcelona er rétt á eftir með ellefu sigra og þrjá tapleiki. Engin lið í spænsku deildinni hafa skorað fleiri stig í deildinni en þessi tvö. Real Madrid hefur unnið spænska titilinn undanfarin tvö tímabil og alls fjórum sinnum síðan Barcelona vann hann síðast árið 2014. Klippa: Leikur Barcelona og Real Madrid á Stöð 2 Sport Stærstu stjörnur Real Madrid eru argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, fyrrum NBA-leikmaðurinn Anthony Randolph og spænski reynsluboltinn og fyrrum NBA-leikmaðurinn Rudy Fernández. Facundo Campazzo var frábær með argentínska landsliðinu á HM í haust þar sem Argentínumenn enduðu í öðru sæti eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleik. Spánverjarnir Sergio Llull og Felipe Reyes væru líka í stórum hlutverkum hjá Real ef þær væru ekki að glíma við meiðsli. Felipe Reyes er fyrirliði Real liðsins, hann hefur unnið spænsku deildina sjö sinnum með Real Madrid og enginn hefur spilað fleiri leiki í spænsku deildinni en hann. Stærsta stjarna Barcelona liðsins er án efa Nikola Mirotic sem lék í fimm ár á undan stórt hlutverk í NBA-deildinni. Mirotic samdi óvænt við Barcelona í sumar þegar flestir bjuggust við að hann fengi samning í NBA. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilaði með Real Madrid frá 2008 til 2014. Serbinn Ante Tomic er fyrirliði Barcelona og hefur verið þar frá 2012 en hann spilaði líka áður með Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins er líka kominn til Spánar eftir fjögur ár og tvo EuroLeague titla CSKA Moskvu. Útsending frá leik Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 17.30 sunnudaginn 29. desember. Kjartan Atli Kjartansson mun lýsa leiknum. Körfubolti Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
Spænski körfuboltinn býður upp á stórleik á milli jóla og nýárs og íslenskir körfuboltaáhugamenn fá þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá stórlið spænska körfuboltans mætast í beinni sjónvarpsútsendingu. Barcelona og Real Madrid mættust í „El Clasico“ fótboltans í síðustu viku en það er annar „El Clasico“ fram undan á Spáni fyrir áramót. Barcelona tekur á móti Real Madrid í fimmtándu umferð spænsku deildarinnar 29. desember næstkomandi og Stöð 2 Sport ætlar að sýna leikinn beint en þetta í fyrsta sinn hér á landi þar sem er sýnt beint frá spænska körfuboltanum. Eins og í fótboltanum þá eru lið Real Madrid og Barcelona í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar kemur að þessum innbyrðis leik þeirra. Þetta eru líka tvö sigursælustu körfuboltalið Spánar frá upphafi. Real Madrid hefur unnið tólf leiki og tapað tveimur en Barcelona er rétt á eftir með ellefu sigra og þrjá tapleiki. Engin lið í spænsku deildinni hafa skorað fleiri stig í deildinni en þessi tvö. Real Madrid hefur unnið spænska titilinn undanfarin tvö tímabil og alls fjórum sinnum síðan Barcelona vann hann síðast árið 2014. Klippa: Leikur Barcelona og Real Madrid á Stöð 2 Sport Stærstu stjörnur Real Madrid eru argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, fyrrum NBA-leikmaðurinn Anthony Randolph og spænski reynsluboltinn og fyrrum NBA-leikmaðurinn Rudy Fernández. Facundo Campazzo var frábær með argentínska landsliðinu á HM í haust þar sem Argentínumenn enduðu í öðru sæti eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleik. Spánverjarnir Sergio Llull og Felipe Reyes væru líka í stórum hlutverkum hjá Real ef þær væru ekki að glíma við meiðsli. Felipe Reyes er fyrirliði Real liðsins, hann hefur unnið spænsku deildina sjö sinnum með Real Madrid og enginn hefur spilað fleiri leiki í spænsku deildinni en hann. Stærsta stjarna Barcelona liðsins er án efa Nikola Mirotic sem lék í fimm ár á undan stórt hlutverk í NBA-deildinni. Mirotic samdi óvænt við Barcelona í sumar þegar flestir bjuggust við að hann fengi samning í NBA. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilaði með Real Madrid frá 2008 til 2014. Serbinn Ante Tomic er fyrirliði Barcelona og hefur verið þar frá 2012 en hann spilaði líka áður með Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins er líka kominn til Spánar eftir fjögur ár og tvo EuroLeague titla CSKA Moskvu. Útsending frá leik Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 17.30 sunnudaginn 29. desember. Kjartan Atli Kjartansson mun lýsa leiknum.
Körfubolti Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira